Þjónusta við börn og barnafjölskyldur! Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 23. febrúar 2018 17:17 Undanfarin ár hefur þjónusta við barnafjölskyldur breyst svo um munar. Krafan í nútímasamfélagi gerir það að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga og því þurfa þeir á aukinni þjónustu að halda varðandi börnin sín. Í þessum aðstæðum er oft erfitt að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í daggæslu eða inn á leikskóla. Lengi hefur það verið í umræðunni að koma á fót fleiri ungbarnaleikskólum en dagforeldrakerfið hefur verið nær óbreytt í fjölda ára. Við þessar aðstæður er aukin þörf á starfsfólki bæði fyrir leikskóla og sem dagforeldrar en það eru ekki nægilega margir sem sækja í þessi störf. Því er afar mikilvægt að gera störfin og námið aðlaðandi þar sem að mótunarár barnanna eru mjög mikilvæg fyrir framtíðina! Því er áríðandi að vel sé staðið að verki hvað þennan málaflokk varðar. Börn hafa rétt á því að fá ákjósanlegar aðstæður til að vaxa og dafna en sá réttur er einmitt lögfestur í 27. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verkefni er ekki auðvelt þegar vöntun er á þjónustu við barnafjölskyldur. Brúa þarf bilið svo að þjónusta við börnin geti hafist um leið og fæðingarorlofi lýkur. Að sama skapi þarf að koma til móts við börnin í grunnskóla og miða að þörfum hvers og eins. Það þarf að hlúa að þeim einstaklingum sem finna sig ekki innan skólakerfisins og finna farveg þar sem börnin geta upplifað besta umhverfið til að þroskast og dafna. Á þann hátt er hægt að vinna að markvissu forvarnarstarfi til að styðja við jaðarhópa á sem jákvæðastan hátt. Með því að hlúa að börnunum, í góðu samfélagi og virkum forvörnum, búum við til betri borg. Mikilvægt er að miða forvarnir við aðstæður og þroskaskeið sem barnið er á hverju sinni og búa til samfellu þar sem þörfum viðkomandi er mætt þar sem hann er staddur hverju sinni. Forvarnir eru ódýr og öflugur kostur til þess að hjálpa einstaklingnum að vaxa og dafna, í stað þess að slökkva elda þegar málin eru komin í óefni og kosta þarf dýrum úrræðum til að vinna úr uppsöfnuðum vanda. Það eru allmargir jaðarhópar í samfélaginu okkar og er afar mikilvægt að hlúa að þeim. Hvort sem um er að ræða einstaklinga í geðheilbrigðisvanda, heimilislausa eða jaðarsetta unglinga, þá passa þessir hópar oft og tíðum ekki í réttu boxin til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Eins og áður hefur komið fram eru forvarnir þar mikilvægur þáttur en einnig þarf að finna úrræði fyrir alla. Ýmis úrræði eru þegar í boði en þau duga ekki til fyrir alla hópa og mikilvægt er að reyna að fækka „gráu svæðunum“. Stór hópur fólks flakkar á milli úrræða en passa hvergi almennilega inn í það sem er í boði. Að þessu þarf að huga að til að allir fái úrræði við hæfi auk þess sem vinna þarf að aukinni samvinnu og samþættingu á þjónustu svo jaðarhópar falli ekki í glufurnar. Í okkar samfélagi er hraðinn mikill og aukning hefur orðið á því sem um er að vera í lífi barnanna. Þegar skóla lýkur, þá tekur við ýmis konar þjónusta í formi margskonar tómstundastarfs, hvort sem það eru frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþróttaæfingar, æskulýðsfélög og/eða tónlistarnám. Þessi starfsemi er afar mikilvæg fyrir andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska barnanna. Samþætta þyrfti þá þjónustu sem er í boði innan hverfa, því allir ættu að vinna að sömu markmiðum og kjörið væri að fá alla þá aðila sem vinna með börnum, í aukið samstarf. Til að börn geti stundað sínar tómstundir og fengið sem mest út úr deginum án þess að upplifa streituna og álagið sem því getur fylgt þá þarf að hlúa að þeirri þjónustu sem í boði er. Gott er að huga að því hvernig ólíkar tómstundir geta unnið saman, búa til brú sem hjálpar börnum að fara á milli tómstundastarfa innan hverfis og vinna að því að samvinna sé höfð að leiðarljósi varðandi forvarnarstarf. Hægt er að vinna að því að efla fagþekkingu hvers og eins og miðað að því hver og einn komi með sitt innlegg inn í heildarmynd sem unnið er af sameiningu. Undanfarin ár hefur þessi samvinna aukist á sumum stöðum og þróunin verið í jákvæða átt, höldum samt áfram og gerum ennþá betur!Höfundur er uppeldis- og tómstundafræðingur, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals og sækist eftir 4.-5. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur þjónusta við barnafjölskyldur breyst svo um munar. Krafan í nútímasamfélagi gerir það að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga og því þurfa þeir á aukinni þjónustu að halda varðandi börnin sín. Í þessum aðstæðum er oft erfitt að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í daggæslu eða inn á leikskóla. Lengi hefur það verið í umræðunni að koma á fót fleiri ungbarnaleikskólum en dagforeldrakerfið hefur verið nær óbreytt í fjölda ára. Við þessar aðstæður er aukin þörf á starfsfólki bæði fyrir leikskóla og sem dagforeldrar en það eru ekki nægilega margir sem sækja í þessi störf. Því er afar mikilvægt að gera störfin og námið aðlaðandi þar sem að mótunarár barnanna eru mjög mikilvæg fyrir framtíðina! Því er áríðandi að vel sé staðið að verki hvað þennan málaflokk varðar. Börn hafa rétt á því að fá ákjósanlegar aðstæður til að vaxa og dafna en sá réttur er einmitt lögfestur í 27. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verkefni er ekki auðvelt þegar vöntun er á þjónustu við barnafjölskyldur. Brúa þarf bilið svo að þjónusta við börnin geti hafist um leið og fæðingarorlofi lýkur. Að sama skapi þarf að koma til móts við börnin í grunnskóla og miða að þörfum hvers og eins. Það þarf að hlúa að þeim einstaklingum sem finna sig ekki innan skólakerfisins og finna farveg þar sem börnin geta upplifað besta umhverfið til að þroskast og dafna. Á þann hátt er hægt að vinna að markvissu forvarnarstarfi til að styðja við jaðarhópa á sem jákvæðastan hátt. Með því að hlúa að börnunum, í góðu samfélagi og virkum forvörnum, búum við til betri borg. Mikilvægt er að miða forvarnir við aðstæður og þroskaskeið sem barnið er á hverju sinni og búa til samfellu þar sem þörfum viðkomandi er mætt þar sem hann er staddur hverju sinni. Forvarnir eru ódýr og öflugur kostur til þess að hjálpa einstaklingnum að vaxa og dafna, í stað þess að slökkva elda þegar málin eru komin í óefni og kosta þarf dýrum úrræðum til að vinna úr uppsöfnuðum vanda. Það eru allmargir jaðarhópar í samfélaginu okkar og er afar mikilvægt að hlúa að þeim. Hvort sem um er að ræða einstaklinga í geðheilbrigðisvanda, heimilislausa eða jaðarsetta unglinga, þá passa þessir hópar oft og tíðum ekki í réttu boxin til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Eins og áður hefur komið fram eru forvarnir þar mikilvægur þáttur en einnig þarf að finna úrræði fyrir alla. Ýmis úrræði eru þegar í boði en þau duga ekki til fyrir alla hópa og mikilvægt er að reyna að fækka „gráu svæðunum“. Stór hópur fólks flakkar á milli úrræða en passa hvergi almennilega inn í það sem er í boði. Að þessu þarf að huga að til að allir fái úrræði við hæfi auk þess sem vinna þarf að aukinni samvinnu og samþættingu á þjónustu svo jaðarhópar falli ekki í glufurnar. Í okkar samfélagi er hraðinn mikill og aukning hefur orðið á því sem um er að vera í lífi barnanna. Þegar skóla lýkur, þá tekur við ýmis konar þjónusta í formi margskonar tómstundastarfs, hvort sem það eru frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþróttaæfingar, æskulýðsfélög og/eða tónlistarnám. Þessi starfsemi er afar mikilvæg fyrir andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska barnanna. Samþætta þyrfti þá þjónustu sem er í boði innan hverfa, því allir ættu að vinna að sömu markmiðum og kjörið væri að fá alla þá aðila sem vinna með börnum, í aukið samstarf. Til að börn geti stundað sínar tómstundir og fengið sem mest út úr deginum án þess að upplifa streituna og álagið sem því getur fylgt þá þarf að hlúa að þeirri þjónustu sem í boði er. Gott er að huga að því hvernig ólíkar tómstundir geta unnið saman, búa til brú sem hjálpar börnum að fara á milli tómstundastarfa innan hverfis og vinna að því að samvinna sé höfð að leiðarljósi varðandi forvarnarstarf. Hægt er að vinna að því að efla fagþekkingu hvers og eins og miðað að því hver og einn komi með sitt innlegg inn í heildarmynd sem unnið er af sameiningu. Undanfarin ár hefur þessi samvinna aukist á sumum stöðum og þróunin verið í jákvæða átt, höldum samt áfram og gerum ennþá betur!Höfundur er uppeldis- og tómstundafræðingur, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals og sækist eftir 4.-5. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík.
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun