Þjónusta við börn og barnafjölskyldur! Ragnar Karl Jóhannsson skrifar 23. febrúar 2018 17:17 Undanfarin ár hefur þjónusta við barnafjölskyldur breyst svo um munar. Krafan í nútímasamfélagi gerir það að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga og því þurfa þeir á aukinni þjónustu að halda varðandi börnin sín. Í þessum aðstæðum er oft erfitt að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í daggæslu eða inn á leikskóla. Lengi hefur það verið í umræðunni að koma á fót fleiri ungbarnaleikskólum en dagforeldrakerfið hefur verið nær óbreytt í fjölda ára. Við þessar aðstæður er aukin þörf á starfsfólki bæði fyrir leikskóla og sem dagforeldrar en það eru ekki nægilega margir sem sækja í þessi störf. Því er afar mikilvægt að gera störfin og námið aðlaðandi þar sem að mótunarár barnanna eru mjög mikilvæg fyrir framtíðina! Því er áríðandi að vel sé staðið að verki hvað þennan málaflokk varðar. Börn hafa rétt á því að fá ákjósanlegar aðstæður til að vaxa og dafna en sá réttur er einmitt lögfestur í 27. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verkefni er ekki auðvelt þegar vöntun er á þjónustu við barnafjölskyldur. Brúa þarf bilið svo að þjónusta við börnin geti hafist um leið og fæðingarorlofi lýkur. Að sama skapi þarf að koma til móts við börnin í grunnskóla og miða að þörfum hvers og eins. Það þarf að hlúa að þeim einstaklingum sem finna sig ekki innan skólakerfisins og finna farveg þar sem börnin geta upplifað besta umhverfið til að þroskast og dafna. Á þann hátt er hægt að vinna að markvissu forvarnarstarfi til að styðja við jaðarhópa á sem jákvæðastan hátt. Með því að hlúa að börnunum, í góðu samfélagi og virkum forvörnum, búum við til betri borg. Mikilvægt er að miða forvarnir við aðstæður og þroskaskeið sem barnið er á hverju sinni og búa til samfellu þar sem þörfum viðkomandi er mætt þar sem hann er staddur hverju sinni. Forvarnir eru ódýr og öflugur kostur til þess að hjálpa einstaklingnum að vaxa og dafna, í stað þess að slökkva elda þegar málin eru komin í óefni og kosta þarf dýrum úrræðum til að vinna úr uppsöfnuðum vanda. Það eru allmargir jaðarhópar í samfélaginu okkar og er afar mikilvægt að hlúa að þeim. Hvort sem um er að ræða einstaklinga í geðheilbrigðisvanda, heimilislausa eða jaðarsetta unglinga, þá passa þessir hópar oft og tíðum ekki í réttu boxin til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Eins og áður hefur komið fram eru forvarnir þar mikilvægur þáttur en einnig þarf að finna úrræði fyrir alla. Ýmis úrræði eru þegar í boði en þau duga ekki til fyrir alla hópa og mikilvægt er að reyna að fækka „gráu svæðunum“. Stór hópur fólks flakkar á milli úrræða en passa hvergi almennilega inn í það sem er í boði. Að þessu þarf að huga að til að allir fái úrræði við hæfi auk þess sem vinna þarf að aukinni samvinnu og samþættingu á þjónustu svo jaðarhópar falli ekki í glufurnar. Í okkar samfélagi er hraðinn mikill og aukning hefur orðið á því sem um er að vera í lífi barnanna. Þegar skóla lýkur, þá tekur við ýmis konar þjónusta í formi margskonar tómstundastarfs, hvort sem það eru frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþróttaæfingar, æskulýðsfélög og/eða tónlistarnám. Þessi starfsemi er afar mikilvæg fyrir andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska barnanna. Samþætta þyrfti þá þjónustu sem er í boði innan hverfa, því allir ættu að vinna að sömu markmiðum og kjörið væri að fá alla þá aðila sem vinna með börnum, í aukið samstarf. Til að börn geti stundað sínar tómstundir og fengið sem mest út úr deginum án þess að upplifa streituna og álagið sem því getur fylgt þá þarf að hlúa að þeirri þjónustu sem í boði er. Gott er að huga að því hvernig ólíkar tómstundir geta unnið saman, búa til brú sem hjálpar börnum að fara á milli tómstundastarfa innan hverfis og vinna að því að samvinna sé höfð að leiðarljósi varðandi forvarnarstarf. Hægt er að vinna að því að efla fagþekkingu hvers og eins og miðað að því hver og einn komi með sitt innlegg inn í heildarmynd sem unnið er af sameiningu. Undanfarin ár hefur þessi samvinna aukist á sumum stöðum og þróunin verið í jákvæða átt, höldum samt áfram og gerum ennþá betur!Höfundur er uppeldis- og tómstundafræðingur, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals og sækist eftir 4.-5. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur þjónusta við barnafjölskyldur breyst svo um munar. Krafan í nútímasamfélagi gerir það að verkum að báðir foreldrar þurfa að vinna langa vinnudaga og því þurfa þeir á aukinni þjónustu að halda varðandi börnin sín. Í þessum aðstæðum er oft erfitt að brúa bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur og þar til barnið kemst í daggæslu eða inn á leikskóla. Lengi hefur það verið í umræðunni að koma á fót fleiri ungbarnaleikskólum en dagforeldrakerfið hefur verið nær óbreytt í fjölda ára. Við þessar aðstæður er aukin þörf á starfsfólki bæði fyrir leikskóla og sem dagforeldrar en það eru ekki nægilega margir sem sækja í þessi störf. Því er afar mikilvægt að gera störfin og námið aðlaðandi þar sem að mótunarár barnanna eru mjög mikilvæg fyrir framtíðina! Því er áríðandi að vel sé staðið að verki hvað þennan málaflokk varðar. Börn hafa rétt á því að fá ákjósanlegar aðstæður til að vaxa og dafna en sá réttur er einmitt lögfestur í 27. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það verkefni er ekki auðvelt þegar vöntun er á þjónustu við barnafjölskyldur. Brúa þarf bilið svo að þjónusta við börnin geti hafist um leið og fæðingarorlofi lýkur. Að sama skapi þarf að koma til móts við börnin í grunnskóla og miða að þörfum hvers og eins. Það þarf að hlúa að þeim einstaklingum sem finna sig ekki innan skólakerfisins og finna farveg þar sem börnin geta upplifað besta umhverfið til að þroskast og dafna. Á þann hátt er hægt að vinna að markvissu forvarnarstarfi til að styðja við jaðarhópa á sem jákvæðastan hátt. Með því að hlúa að börnunum, í góðu samfélagi og virkum forvörnum, búum við til betri borg. Mikilvægt er að miða forvarnir við aðstæður og þroskaskeið sem barnið er á hverju sinni og búa til samfellu þar sem þörfum viðkomandi er mætt þar sem hann er staddur hverju sinni. Forvarnir eru ódýr og öflugur kostur til þess að hjálpa einstaklingnum að vaxa og dafna, í stað þess að slökkva elda þegar málin eru komin í óefni og kosta þarf dýrum úrræðum til að vinna úr uppsöfnuðum vanda. Það eru allmargir jaðarhópar í samfélaginu okkar og er afar mikilvægt að hlúa að þeim. Hvort sem um er að ræða einstaklinga í geðheilbrigðisvanda, heimilislausa eða jaðarsetta unglinga, þá passa þessir hópar oft og tíðum ekki í réttu boxin til að fá þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Eins og áður hefur komið fram eru forvarnir þar mikilvægur þáttur en einnig þarf að finna úrræði fyrir alla. Ýmis úrræði eru þegar í boði en þau duga ekki til fyrir alla hópa og mikilvægt er að reyna að fækka „gráu svæðunum“. Stór hópur fólks flakkar á milli úrræða en passa hvergi almennilega inn í það sem er í boði. Að þessu þarf að huga að til að allir fái úrræði við hæfi auk þess sem vinna þarf að aukinni samvinnu og samþættingu á þjónustu svo jaðarhópar falli ekki í glufurnar. Í okkar samfélagi er hraðinn mikill og aukning hefur orðið á því sem um er að vera í lífi barnanna. Þegar skóla lýkur, þá tekur við ýmis konar þjónusta í formi margskonar tómstundastarfs, hvort sem það eru frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, íþróttaæfingar, æskulýðsfélög og/eða tónlistarnám. Þessi starfsemi er afar mikilvæg fyrir andlegan, líkamlegan og félagslegan þroska barnanna. Samþætta þyrfti þá þjónustu sem er í boði innan hverfa, því allir ættu að vinna að sömu markmiðum og kjörið væri að fá alla þá aðila sem vinna með börnum, í aukið samstarf. Til að börn geti stundað sínar tómstundir og fengið sem mest út úr deginum án þess að upplifa streituna og álagið sem því getur fylgt þá þarf að hlúa að þeirri þjónustu sem í boði er. Gott er að huga að því hvernig ólíkar tómstundir geta unnið saman, búa til brú sem hjálpar börnum að fara á milli tómstundastarfa innan hverfis og vinna að því að samvinna sé höfð að leiðarljósi varðandi forvarnarstarf. Hægt er að vinna að því að efla fagþekkingu hvers og eins og miðað að því hver og einn komi með sitt innlegg inn í heildarmynd sem unnið er af sameiningu. Undanfarin ár hefur þessi samvinna aukist á sumum stöðum og þróunin verið í jákvæða átt, höldum samt áfram og gerum ennþá betur!Höfundur er uppeldis- og tómstundafræðingur, formaður Hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals og sækist eftir 4.-5. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar