Leita hamingjunnar frá Hong Kong Hersir Aron Ólafsson skrifar 23. febrúar 2018 20:57 Fjörutíu manna hópur þekktra listamanna frá Hong Kong vinnur nú að gerð heimildarmyndar um hamingjuna hér á landi. Forsprakki hópsins segir markmiðið vera að brjótast frá álaginu í skýjakljúfum stórborgarinnar og fá innblástur úr óspilltu umhverfi Íslands. Hópurinn hélt svokallað JAM-session á Korpúlfsstöðum í dag ásamt íslensku tónlistarfólki þar sem þau suðu saman kínversk þjóðlög og forna íslenska tónlist. Atriðið verður hluti stuttrar heimildarmyndar um hamingjuna, en einn forsprakka verkefnisins er leik- og söngkonan Josie Ho. Josie er ein þekktasta stjarna Hong Kong, en hún segir mikilvægt að finna hamingjuna innra með sér á hverjum einasta degi. „Mér skilst að veðrið hérna sé mjög sveiflukennt. Hong Kong á líka við sveifluvanda að stríða. Fólk verður alltaf of háð og tengt utanaðkomandi hlutum.“ segir Josie. Með í för er Jim Chin, frægur skemmtikraftur í heimalandinu sem hefur haldið eins konar trúðanámskeið fyrir ferðalangana, en Josie segir hann kenna hópnum að taka lífið ekki of alvarlega. En hvers vegna kýs svo stór hópur fólks að fljúga þvert yfir hnöttinn í lægðirnar á Íslandi til þess að taka upp stutta mynd? Ísland er mjög svalur og eiginlega smart staður. Það eru svo margir tónlistarmenn hérna að allir geta tekið upp hljóðfæri og byrjað að spila. Fyrir okkur, að geta spilað á hljóðfæri er bara...Guð minn góður, þú ert dýrlingur.“ Þrátt fyrir að tónlistarspil sé ekki jafn algengt í Hong Kong og hér er þó enginn skortur á hæfileikafólki sem kom með hópnum hingað til lands. Þar er auk Josie sjálfrar hljómsveit hennar Josie and the Uni Boys og Mc Yan, en hann var á sínum tíma fyrsti þekkti rappari heimalandsins. Og líkt og heyra má voru blandaðir íslenskir og kínverskir tónar afar grípandi. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Fjörutíu manna hópur þekktra listamanna frá Hong Kong vinnur nú að gerð heimildarmyndar um hamingjuna hér á landi. Forsprakki hópsins segir markmiðið vera að brjótast frá álaginu í skýjakljúfum stórborgarinnar og fá innblástur úr óspilltu umhverfi Íslands. Hópurinn hélt svokallað JAM-session á Korpúlfsstöðum í dag ásamt íslensku tónlistarfólki þar sem þau suðu saman kínversk þjóðlög og forna íslenska tónlist. Atriðið verður hluti stuttrar heimildarmyndar um hamingjuna, en einn forsprakka verkefnisins er leik- og söngkonan Josie Ho. Josie er ein þekktasta stjarna Hong Kong, en hún segir mikilvægt að finna hamingjuna innra með sér á hverjum einasta degi. „Mér skilst að veðrið hérna sé mjög sveiflukennt. Hong Kong á líka við sveifluvanda að stríða. Fólk verður alltaf of háð og tengt utanaðkomandi hlutum.“ segir Josie. Með í för er Jim Chin, frægur skemmtikraftur í heimalandinu sem hefur haldið eins konar trúðanámskeið fyrir ferðalangana, en Josie segir hann kenna hópnum að taka lífið ekki of alvarlega. En hvers vegna kýs svo stór hópur fólks að fljúga þvert yfir hnöttinn í lægðirnar á Íslandi til þess að taka upp stutta mynd? Ísland er mjög svalur og eiginlega smart staður. Það eru svo margir tónlistarmenn hérna að allir geta tekið upp hljóðfæri og byrjað að spila. Fyrir okkur, að geta spilað á hljóðfæri er bara...Guð minn góður, þú ert dýrlingur.“ Þrátt fyrir að tónlistarspil sé ekki jafn algengt í Hong Kong og hér er þó enginn skortur á hæfileikafólki sem kom með hópnum hingað til lands. Þar er auk Josie sjálfrar hljómsveit hennar Josie and the Uni Boys og Mc Yan, en hann var á sínum tíma fyrsti þekkti rappari heimalandsins. Og líkt og heyra má voru blandaðir íslenskir og kínverskir tónar afar grípandi.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira