Vinstrið og verkalýðsbaráttan Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 24. febrúar 2018 14:24 Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Nýlegar sviptingar í verkalýðshreyfingunni minna okkur á að VG hefur sofnað á verðinum í kjarabaráttu láglaunafólks, líkt og önnur öfl sem hafa það að markmiði sínu að vinna í þágu verkalýðsins. Almennir félagsmenn í stéttarfélögum eins og Eflingu, VR og Kennarasambandinu eru að rísa upp og halda því fram að leiðtogar verkalýðsbaráttunnar hafi sofnað á verðinum, gengist atvinnulífinu á hönd og séu í raun og veru ekki að vinna að hagsmunum sinna félagsmanna, sérstaklega ekki þeirra verst settu. Aukin krafa er um grasrótarstarf og að meira samráð sé haft við almenna félagsmenn. Af hverju hefur VG ekki leitt þessa baráttu? Hvað erum við að gera fyrir ófaglærða leikskólastarfsmenn sem nú rísa upp og krefjast þess að vinna þeirra sé metin til fjár? Hvað getum við gert betur?Samfélag og efnahagslífEin af afleiðingum uppgangs nýfrjálshyggjunnar var að umræða um samfélagsleg og efnahagsleg málefni var slitin í sundur. Farið var að líta á efnahagsleg úrlausnarefni sem tæknileg úrlausnarefni, stjórnmálamenn hefðu í raun ekkert hlutverk annað en að draga stöðugt saman seglin í opinbera geiranum og eftirláta blindri rökvísi markaðarins skila okkur skilvísu kerfi sem allir græða á. Slík gnægð væri af brauðmolum á nægtarborðum veislunnar til þess að allir hefðu það gott. Bæði verkalýðshreyfingin og vinstri hreyfingar hafa svo til þegjandi og hljóðalaust gengist inn á þessa hugmyndafræði. En nú er mál að linni. Á sveitarstjórnarstiginu ræðum við t.d. ekki um efnahagsmál nema út frá skýrt skilgreindum forsendum lagarammans, um lögboðnar skyldur sveitarfélaganna og hvernig við eigum að fjármagna þær með útsvari, þjónustugjöldum og mótframlagi ríkisins. En við þurfum líka að ræða það að í miðju góðæri – eins og reyndar alltaf í góðæri – er ýmsum stofnunum hins opinbera gert að herða sultarólina. Við erum að berjast í bökkum við að greiða fyrir þá þjónustu sem við viljum og þurfum að veita. Á meðan eru eigendur fyrirtækja að greiða sér milljarða í arð og stjórnendur að skammta sjálfum sér milljónir á milljónir ofan í laun. Vinstri stjórnmál og verkalýðsbaráttan eiga að vera tvær birtingarmyndir sömu baráttunnar, baráttunnar fyrir því að allir fái tækifæri til þess að lifa með reisn, að vera ekki þrælað út eða þurfa að lifa við fátækt. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka á þessum gapandi ójöfnuði í samfélaginu.Þegar verkalýðsbaráttan gleymdi sjálfri sér gleymdi vinstrið verkalýðsbaráttunniÞó hendur sveitastjórna séu skýrt bundnar af þingi hvað varðar innheimtu á sköttum og gjöldum þá á það að vera vinstri hreyfingarinnar, hvar sem hún er stödd, að tala gegn óréttlátu efnahagskerfi og gegn misskiptingunni þar sem hún birtist hvað sterkast. Við sem stundum vinstri pólitík, megum ekki gleyma því að vinstri hreyfingin og verkalýðshreyfingin eru runnin undan sömu rifjum og að á sveitastjórnarstiginu á það að vera okkar hlutverk að standa þétt við bakið á þeim verkalýð sem við berum ábyrgð á. Við eigum að styðja við kröfur um mannsæmandi laun, bæði í orði og verki, enda eru þau forsenda þess að geta lifað almennilegu lífi. Og við eigum heldur ekki að láta af kröfunni fyrir öðrum klassískum baráttumálum verkalýðsbaráttunnar eins og sómasamlegum vinnuaðstæðum og fjölskylduvænum vinnutíma.Höfundur situr fyrir hönd Vinstri grænna í stjórnkerfis- og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og býður sig fram í 2.-4. sæti í forvali Vinstri grænna í Reykjavík sem fer fram þann 24. febrúar.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun