Mikið tjón á höfuðborgarsvæðinu eftir aftakaveður Berhildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. febrúar 2018 19:55 Mikið tjón varð víða á höfuðborgarsvæðinu í aftakaveðri í gær og nótt og hefur slökkviliðið aldrei farið í fleiri útköll á einum sólarhring. Víða fylltust bíla-og íbúðakjallarar af vatni, vatn streymdi upp úr salernum, tjörn flæddi yfir bakka sína og hótelskilti losnaði á Laugaveginum. Gríðarleg úrkoma fylgdi óveðrinu en hún mældist þrjátíu og þrír millílítrar á einum sólarhring sem er tæpur helmingur af meðaltalsúrkomu allan febrúar. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast frá því um kvöldmatarleytið í gær þegar skiltið á Hlemmi Square, hóteli á Laugavegi, losnaði og þurfti að loka svæðinu í kring. Að lokum tókst þó að binda skiltið niður.Lögreglan vaktaði skiltið við Hlemm Square.Vísir/EgillKalla þurfti út aukamannskap í nótt og naut slökkviliðið aðstoðar björgunarsveitarmanna þegar erillinn var sem mestur. Seltjörn í Seljahverfi í Breiðholti flæddi yfir bakka sína og út á vegi og gangstéttir auk þess sem nálægur skúr fylltist af vatni. Slökkviliðið var enn að störfum í dag en fráföll höfðu stíflast í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og vatn flætt inn í kjallara hússins. Vatnið kom upp úr klósettum og flæddi um alla ganga.Vatn kom upp úr klósettum og flæddi um ganga hússins.skjáskot af stöð 2Mikið starf beið slökkviliðs og hreingerningarfólks. „Þegar við náum vatninu frá húsinu þá byrjum við að skafa hér gólfið inn í niðurföll og sjáum hvort þetta náist ekki mest en svo verður sérhæft fólk að koma og þrífa eftir þetta,“ segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Oddur, ásamt slökkviliðsmönnum, höfðu nóg að gera í nótt.skjáskot af stöð 2Hvað kom vatn upp úr mörgum klósettum?„Það eru ýmis niðurföll og klósett sem hafa farið hér um. Það hefur gerst einhvern tíman í nótt.“ Bílakjallari hússins var líka fullur af vatni. „Hér er einhvers konar vandamál með frárennsli þannig að það fer ekkert frá húsinu og kallarar sem eru svona niðurgrafnir fyllast bara af vatni á þessu svæði núna,“ segir Oddur.Guðmundur segir brýnt að skoða fráveitumálin.skjáskot af stöð 2Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hússins, segir mikilvægt að fara yfir fráveitumálin á svæðinu og segir um talsvert tjón að ræða. „Þetta verður talsvert tjón, við erum náttúrulega tryggð fyrir þessu en það liggja ekki fyrir neinar tölur um það hvað þetta er mikið.“ Verið er að byggja fjölbýlishús fyrir eldri borgara á næstu lóð og hafði grunnur þar fyllst af vatni og tæki, skúrar og kranar skemmst. Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Mikið tjón varð víða á höfuðborgarsvæðinu í aftakaveðri í gær og nótt og hefur slökkviliðið aldrei farið í fleiri útköll á einum sólarhring. Víða fylltust bíla-og íbúðakjallarar af vatni, vatn streymdi upp úr salernum, tjörn flæddi yfir bakka sína og hótelskilti losnaði á Laugaveginum. Gríðarleg úrkoma fylgdi óveðrinu en hún mældist þrjátíu og þrír millílítrar á einum sólarhring sem er tæpur helmingur af meðaltalsúrkomu allan febrúar. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast frá því um kvöldmatarleytið í gær þegar skiltið á Hlemmi Square, hóteli á Laugavegi, losnaði og þurfti að loka svæðinu í kring. Að lokum tókst þó að binda skiltið niður.Lögreglan vaktaði skiltið við Hlemm Square.Vísir/EgillKalla þurfti út aukamannskap í nótt og naut slökkviliðið aðstoðar björgunarsveitarmanna þegar erillinn var sem mestur. Seltjörn í Seljahverfi í Breiðholti flæddi yfir bakka sína og út á vegi og gangstéttir auk þess sem nálægur skúr fylltist af vatni. Slökkviliðið var enn að störfum í dag en fráföll höfðu stíflast í hjúkrunarheimilinu Skógarbæ og vatn flætt inn í kjallara hússins. Vatnið kom upp úr klósettum og flæddi um alla ganga.Vatn kom upp úr klósettum og flæddi um ganga hússins.skjáskot af stöð 2Mikið starf beið slökkviliðs og hreingerningarfólks. „Þegar við náum vatninu frá húsinu þá byrjum við að skafa hér gólfið inn í niðurföll og sjáum hvort þetta náist ekki mest en svo verður sérhæft fólk að koma og þrífa eftir þetta,“ segir Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.Oddur, ásamt slökkviliðsmönnum, höfðu nóg að gera í nótt.skjáskot af stöð 2Hvað kom vatn upp úr mörgum klósettum?„Það eru ýmis niðurföll og klósett sem hafa farið hér um. Það hefur gerst einhvern tíman í nótt.“ Bílakjallari hússins var líka fullur af vatni. „Hér er einhvers konar vandamál með frárennsli þannig að það fer ekkert frá húsinu og kallarar sem eru svona niðurgrafnir fyllast bara af vatni á þessu svæði núna,“ segir Oddur.Guðmundur segir brýnt að skoða fráveitumálin.skjáskot af stöð 2Guðmundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri hússins, segir mikilvægt að fara yfir fráveitumálin á svæðinu og segir um talsvert tjón að ræða. „Þetta verður talsvert tjón, við erum náttúrulega tryggð fyrir þessu en það liggja ekki fyrir neinar tölur um það hvað þetta er mikið.“ Verið er að byggja fjölbýlishús fyrir eldri borgara á næstu lóð og hafði grunnur þar fyllst af vatni og tæki, skúrar og kranar skemmst.
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira