Umvefjum börnin tungumálinu Elsa Pálsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 10:39 Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun