Umvefjum börnin tungumálinu Elsa Pálsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 10:39 Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa margir tjáð sig bæði í ræðu og riti um stöðu íslenskra nemenda í lesskilningi. Öll umræða er mikilvæg því rannsóknir sem gerðar hafa verið á liðnum árum sýna að þar þurfum við virkilega að bæta okkur. Lesskilningur felur í sér að skilja það sem lesið er og til að skilja þarf að vita hvað orðin þýða, því er góður orðaforði lykill að lesskilningi. En hvernig byggjum við upp góðan íslenskan orðaforða? Það gerum við m.a. með því að nota tungumálið okkar, tala við börnin á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og hvetja þau til að tjá sig, sjá til þess að þau alist upp í góðu málumhverfi þar sem lestur og samræður eru stór hluti af daglegu lífi þeirra. Að læra tungumál og að efla læsi er samfélagslegt verkefni þar sem margir þurfa að koma að. Þegar byggja á til framtíðar er nauðsynlegt að byggja sterkan grunn og því þarf strax við fæðingu að huga að ríkulegu málumhverfi. Börnin þurfa að heyra tungumálið því þannig læra þau það, þeim mun ríkara sem málumhverfið er þeim mun meiri líkur eru á því að börnin öðlist góða færni í því. Það er mjög eðlilegt að foreldrar séu ekki að huga að námsferli barnsins eða færni þess í læsi á fyrsta lífárinu en þá er samt sem áður lagður mikilvægur grunnur að framtíðarmöguleikum þess. Að lesa fyrir börn og segja þeim sögur er mjög góð leið til að byggja upp fjölbreyttan orðaforða. Með ríkulegu málumhverfi frá fæðingu barns aukum við líkur á góðu námsgengi í framtíðinni og því vil ég beina því til foreldra, systkina, ömmu og afa, leikskólakennara, grunnskólakennara og annarra aðila sem eiga samskipti við börn að umvefja þau tungumálinu með því að vera góðar fyrirmyndir, tala við þau á vandaðri og fjölbreyttri íslensku og láta lestur verða ómissandi þátt í daglegu lífi. Með því að nota tungumálið byggjum við upp góðan grunnorðaforða sem er mjög mikilvægur en það er ekki nóg. Til að öðlast góðan lesskilning þurfa börn að læra fleiri orð og þyngri en koma fyrir í daglegum samskiptum og því er lestur bóka nauðsynlegur. Lestur fyrir börn alveg fram á unglingsár getur verið áhrifarík leið til að byggja upp góðan orðaforða. Í bókum koma fyrir orð sem ekki eru algeng í talmálinu en eru nauðsynleg upp á lesskilning síðar meir. Verum vakandi fyrir að útskýra orð sem barnið skilur ekki, sköpum umræður um þau og tengjum þau fyrri þekkingu því þannig aukast líkur á að börnin læri þessi nýju orð. Þetta er ein leið til að byggja upp öflugan orðaforða. Margir leikskólar vinna markvisst að því að auka orðaforða barna m. a. með því að orða allt sem gert er ásamt því að vinna á fjölbreyttan hátt með orðaforðann. Í tilefni að degi leikskólans sem haldinn er hátíðlegur 6. febrúar ár hvert var safnað saman sýnishornum af orðum sem unnið var með í leikskólum landsins í janúar 2018. Úr orðunum var búið til orðaforðaepli og sól sem sýna vel hve gróskumikil orðaforðakennsla fer fram í mörgum leikskólum. Að lokum vil ég hvetja alla sem eru þátttakendur í lífi barna að leggja sitt af mörkum við að efla orðaforða og málþroska barna því þannig byggjum við upp góðan orðaforða sem eykur líkur á góðum lesskilningi og námsgengi síðar meir. Á vef Menntamálastofnunar https://mms.is er hægt að nálgast læsisráð sem nefnast Lengi býr að fyrstu gerð en þar eru hugmyndir að því hvernig hægt er að efla orðaforða og málþroska barna. Þar er einnig Orðaforðalisti sem er safn orða sem æskilegt er að börn á leikskólaaldri hafi á valdi sínu.Höfundur: Elsa Pálsdóttir, sérfræðingur hjá Menntamálastofnun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar