Segir mikinn skort á sjúkraliðum: „Heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 20:30 Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“ Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira