Segir mikinn skort á sjúkraliðum: „Heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 20:30 Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“ Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira