Segir mikinn skort á sjúkraliðum: „Heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 20:30 Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“ Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Sjá meira
Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir stjórnvöld hafa sofnað á verðinum hvað varðar málefni stéttarinnar. Mikill skortur sé á sjúkraliðum og nýliðun gangi of hægt sem sé áhyggjuefni fyrir heilbrigðiskerfið eins og það leggur sig. Þá sé hlutfall örorkulífeyrisþega afar hátt meðal sjúkraliða í samanburði við aðrar stéttir. Loka hefur þurft bráðalegurúmum á Landspítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum og tíðrætt hefur verið um fráflæðisvanda sjúkrahússins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir vandamálið stærra og eigi ekki aðeins við um skort á hjúkrunarfræðingum og í því samhengi sé brýn ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni hvað varðar mönnun í stétt sjúkraliða. „Að mínu mati þá eru heilbrigðisyfirvöld afskaplega sofandi í þessum málum,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Kristín gagnrýnir að yfirvöld hafi nær eingöngu beint sjónum að skorti á hjúkrunarfræðingum en með því að fjölga í röðum sjúkraliða væri hægt að draga úr þörfinni fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga. Nýliðun gangi þó of hægt og því þurfi að auka hvata til að fjölga nemendum í greininni. Það sé þó ekki eina áhyggjuefnið. „Það hefur nýlega komið í ljós að örorkan hún er gríðarlega há innan þessarar stéttar, enda kemur það mér ekkert á óvart. Starfið er mjög þungt og undirmönnunin mikil,“ segir Kristín. Gerð var könnun árið 2016 þar sem kallað var eftir svörum frá opinberum heilbrigðisstofnunum eftir landshlutum. Af þeim stofnunum sem svöruðu töldu sjö þeirra að fleiri sjúkraliða vantaði til starfa. Þá var spurt hvort fyrirsjáanlegur skortur væri í á sjúkraliðum hjá stofnuninni á næstu fimm árum en allar stofnanirnar nema ein töldu svo vera. Að öðru leyti skortir tölur yfir raunverulegan skort í greininni að sögn Kristínar sem kveðst ítrekað hafa vakið athygli yfirvalda á málinu. „Það er mjög óeðlilegt að velferðarráðuneytið og Landlæknisembættið séu ekki með meiri upplýsingar en þeir eru með.“
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Sjá meira