Hinn græðgisvæddi leigumarkaður Bjarni Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 13:42 Allir eru sammála um að græðgi leigusala veldur því að leiguverð fyrir íbúðir sé óeðlilega hátt í Reykjavík. Því sé skynsamlegt að efla óhagnaðardrifin leigufélög. Í samræmi við það er stefna núverandi meirihluta í Reykjavík er að úthluta um helming allra lóða til íbúðabygginga til slíkra leigufélaga. Eitt hinna óhagnaðardrifnu leigufélaga er Búseti. Ætla mætti að félagsmenn Búseta leigðu íbúðir félagsins á afar hagstæðum kjörum. Berum nú saman leiguverð Búseta við hinn fjálsa græðgisvædda markað. Í töflunni hér að neðan eru allar þær íbúðir í Reykjavík sem auglýstar voru til leigu á mbl.is þann 9. febrúar sl., 70 fermetrar eða stærri. Einnig íbúðir sem auglýstar voru á heimasíðum Heimavalla, Almenna leigufélagsins og Búseta. Leiguverð er hæst hjá Búseta, eða 17% hærra en á Mbl, 10% hærra en á Heimavöllum og 21% hærra en hjá Almenna leigufélaginu. Gagnrýna má að úrtak sé lítið og ekki tekið tillit til gæðamunar, en það skýrir þó tæplega hvers vegna Búseti er langdýrasti kosturinn. Auk þess að greiða hærri leigu hjá Búseta þarf leigutaki að leggja fram í byrjun um 20% af kostnaði íbúðarinnar sem algjör óvissa er um hvort fáist endurgreidd. Margir mundu kalla þetta hreint og klárt okur eða græðgi og að það væri mjög ámælisvert að fólk skuli platað til að taka þátt í öðru eins rugli. Reykjavíkurborg styður svona fjárplógstarfsemi með því að úthluta bestu lóðunum til þessa félags eða annarra sambærilegra. Hvers vegna er leiga svona há hjá Búseta? Svarið fæst með því að rýna í ársskýrslu Búseta, sú nýjasta fyrir árið 2016. Leigutekjur voru ríflega 1,1 milljarður. Takið nú eftir kostnaðinum við rekstur þessa óhagnaðardrifna félags. Í laun til 14 starfsmanna og 7 stjórnarmanna sem vinna baki brotnu við að reka þetta litla félag fór 11% af leigujaldinu, samtals 118 milljónir. 5,5% til viðbótar fóru í annan rekstrakostnað skrifstofu. Í viðhald fór 13%. Þessir liðir eru um 30% af leigugjaldinu. Allir sem þekkja til reksturs fasteigna sjá að hér er gengdarlaust bruðl á ferðinni. Þessi hlutföll eru mun hærri en hjá hinum svokölluðu hagnaðardrifnu félögum og skildi engan undra. Menn fara betur með sitt eigið fé en annarra. Árið 2016 var Búseti rekinn með gífurlegum hagnaði, 3,4 milljörðum! Þú last rétt, 3,4 milljarðar. Hvernig stendur á því að óhagnaðardrifið fasteingafélag hagnast svona „svívirðilega“. Hagnaðardrifin leigufélög skiluðu hlutfallslega álíka hagnaði. Þessi hagnaður er til kominn vegna þess að íbúðir hækkuðu mjög í verði 2016 og raunar má gera ráð fyrir að íbúðarverð hækki almennt til langs tíma í takt við hagvöxt og kaupmátt. Það er þessi hækkun á fasteignaverði sem hagnaðardrifnu leigufélögin sækjast eftir og er ástæða fyrir tilvist þeirra, ekki há leiga. Þeir félagsmenn Búseta sem plataðir voru til að leggja fram um 20% af verðmæti íbúðar sem þeir leigðu svo háu verði fá ekkert af þessum hagnaði í sína vasa. Það er grátlegt að hugsa til þess að ef félagsmenn Búseta hefðu hreinlega keypt íbúðina sem þeir leigja, með 20% útborgun (í stað þess að kaupa búseturétt) og tekið restina að láni, til dæmis hjá lífeyrissjóði með 2,5% vöxtum, greiddu þeir einungis um 120 þús á mánuði í vexti og afborganir fyrir íbúð sem kostað 45 milljónir í ársbyrjun 2016. Fasteignagjöld, tryggingar og viðhald væri kannski 10-20 þús á mánuði til viðbótar, en samt er greiðsla á mánuði um 100 þúsund lægri en hjá Búseta. Hægt væri að selja þessa íbúð á 55 milljónir í dag og því hefur eigið fé aukist um 10 milljónir, auk þess sem lánið hefur greiðst niður. Þetta er ekkert annað en svik við félagsmenn Búseta. Búseti er píramídasvindl sem mun hrynja þegar ekki verður lengur hægt að plata nýja félagsmenn til að leggja fram stórfé fyrir búseturétt og greiða að auki hærri leigu en á hinum frjálsa markaði. Óhagnaðardrifin leigufélög er hugmynd sem gengur engan veginn upp í raunveruleikanum og eykur á eymd þeirra sem ætlað var að hjálpa.Höfundur er forstjóri Nordicstore ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Allir eru sammála um að græðgi leigusala veldur því að leiguverð fyrir íbúðir sé óeðlilega hátt í Reykjavík. Því sé skynsamlegt að efla óhagnaðardrifin leigufélög. Í samræmi við það er stefna núverandi meirihluta í Reykjavík er að úthluta um helming allra lóða til íbúðabygginga til slíkra leigufélaga. Eitt hinna óhagnaðardrifnu leigufélaga er Búseti. Ætla mætti að félagsmenn Búseta leigðu íbúðir félagsins á afar hagstæðum kjörum. Berum nú saman leiguverð Búseta við hinn fjálsa græðgisvædda markað. Í töflunni hér að neðan eru allar þær íbúðir í Reykjavík sem auglýstar voru til leigu á mbl.is þann 9. febrúar sl., 70 fermetrar eða stærri. Einnig íbúðir sem auglýstar voru á heimasíðum Heimavalla, Almenna leigufélagsins og Búseta. Leiguverð er hæst hjá Búseta, eða 17% hærra en á Mbl, 10% hærra en á Heimavöllum og 21% hærra en hjá Almenna leigufélaginu. Gagnrýna má að úrtak sé lítið og ekki tekið tillit til gæðamunar, en það skýrir þó tæplega hvers vegna Búseti er langdýrasti kosturinn. Auk þess að greiða hærri leigu hjá Búseta þarf leigutaki að leggja fram í byrjun um 20% af kostnaði íbúðarinnar sem algjör óvissa er um hvort fáist endurgreidd. Margir mundu kalla þetta hreint og klárt okur eða græðgi og að það væri mjög ámælisvert að fólk skuli platað til að taka þátt í öðru eins rugli. Reykjavíkurborg styður svona fjárplógstarfsemi með því að úthluta bestu lóðunum til þessa félags eða annarra sambærilegra. Hvers vegna er leiga svona há hjá Búseta? Svarið fæst með því að rýna í ársskýrslu Búseta, sú nýjasta fyrir árið 2016. Leigutekjur voru ríflega 1,1 milljarður. Takið nú eftir kostnaðinum við rekstur þessa óhagnaðardrifna félags. Í laun til 14 starfsmanna og 7 stjórnarmanna sem vinna baki brotnu við að reka þetta litla félag fór 11% af leigujaldinu, samtals 118 milljónir. 5,5% til viðbótar fóru í annan rekstrakostnað skrifstofu. Í viðhald fór 13%. Þessir liðir eru um 30% af leigugjaldinu. Allir sem þekkja til reksturs fasteigna sjá að hér er gengdarlaust bruðl á ferðinni. Þessi hlutföll eru mun hærri en hjá hinum svokölluðu hagnaðardrifnu félögum og skildi engan undra. Menn fara betur með sitt eigið fé en annarra. Árið 2016 var Búseti rekinn með gífurlegum hagnaði, 3,4 milljörðum! Þú last rétt, 3,4 milljarðar. Hvernig stendur á því að óhagnaðardrifið fasteingafélag hagnast svona „svívirðilega“. Hagnaðardrifin leigufélög skiluðu hlutfallslega álíka hagnaði. Þessi hagnaður er til kominn vegna þess að íbúðir hækkuðu mjög í verði 2016 og raunar má gera ráð fyrir að íbúðarverð hækki almennt til langs tíma í takt við hagvöxt og kaupmátt. Það er þessi hækkun á fasteignaverði sem hagnaðardrifnu leigufélögin sækjast eftir og er ástæða fyrir tilvist þeirra, ekki há leiga. Þeir félagsmenn Búseta sem plataðir voru til að leggja fram um 20% af verðmæti íbúðar sem þeir leigðu svo háu verði fá ekkert af þessum hagnaði í sína vasa. Það er grátlegt að hugsa til þess að ef félagsmenn Búseta hefðu hreinlega keypt íbúðina sem þeir leigja, með 20% útborgun (í stað þess að kaupa búseturétt) og tekið restina að láni, til dæmis hjá lífeyrissjóði með 2,5% vöxtum, greiddu þeir einungis um 120 þús á mánuði í vexti og afborganir fyrir íbúð sem kostað 45 milljónir í ársbyrjun 2016. Fasteignagjöld, tryggingar og viðhald væri kannski 10-20 þús á mánuði til viðbótar, en samt er greiðsla á mánuði um 100 þúsund lægri en hjá Búseta. Hægt væri að selja þessa íbúð á 55 milljónir í dag og því hefur eigið fé aukist um 10 milljónir, auk þess sem lánið hefur greiðst niður. Þetta er ekkert annað en svik við félagsmenn Búseta. Búseti er píramídasvindl sem mun hrynja þegar ekki verður lengur hægt að plata nýja félagsmenn til að leggja fram stórfé fyrir búseturétt og greiða að auki hærri leigu en á hinum frjálsa markaði. Óhagnaðardrifin leigufélög er hugmynd sem gengur engan veginn upp í raunveruleikanum og eykur á eymd þeirra sem ætlað var að hjálpa.Höfundur er forstjóri Nordicstore ehf.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar