Hinn græðgisvæddi leigumarkaður Bjarni Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 13:42 Allir eru sammála um að græðgi leigusala veldur því að leiguverð fyrir íbúðir sé óeðlilega hátt í Reykjavík. Því sé skynsamlegt að efla óhagnaðardrifin leigufélög. Í samræmi við það er stefna núverandi meirihluta í Reykjavík er að úthluta um helming allra lóða til íbúðabygginga til slíkra leigufélaga. Eitt hinna óhagnaðardrifnu leigufélaga er Búseti. Ætla mætti að félagsmenn Búseta leigðu íbúðir félagsins á afar hagstæðum kjörum. Berum nú saman leiguverð Búseta við hinn fjálsa græðgisvædda markað. Í töflunni hér að neðan eru allar þær íbúðir í Reykjavík sem auglýstar voru til leigu á mbl.is þann 9. febrúar sl., 70 fermetrar eða stærri. Einnig íbúðir sem auglýstar voru á heimasíðum Heimavalla, Almenna leigufélagsins og Búseta. Leiguverð er hæst hjá Búseta, eða 17% hærra en á Mbl, 10% hærra en á Heimavöllum og 21% hærra en hjá Almenna leigufélaginu. Gagnrýna má að úrtak sé lítið og ekki tekið tillit til gæðamunar, en það skýrir þó tæplega hvers vegna Búseti er langdýrasti kosturinn. Auk þess að greiða hærri leigu hjá Búseta þarf leigutaki að leggja fram í byrjun um 20% af kostnaði íbúðarinnar sem algjör óvissa er um hvort fáist endurgreidd. Margir mundu kalla þetta hreint og klárt okur eða græðgi og að það væri mjög ámælisvert að fólk skuli platað til að taka þátt í öðru eins rugli. Reykjavíkurborg styður svona fjárplógstarfsemi með því að úthluta bestu lóðunum til þessa félags eða annarra sambærilegra. Hvers vegna er leiga svona há hjá Búseta? Svarið fæst með því að rýna í ársskýrslu Búseta, sú nýjasta fyrir árið 2016. Leigutekjur voru ríflega 1,1 milljarður. Takið nú eftir kostnaðinum við rekstur þessa óhagnaðardrifna félags. Í laun til 14 starfsmanna og 7 stjórnarmanna sem vinna baki brotnu við að reka þetta litla félag fór 11% af leigujaldinu, samtals 118 milljónir. 5,5% til viðbótar fóru í annan rekstrakostnað skrifstofu. Í viðhald fór 13%. Þessir liðir eru um 30% af leigugjaldinu. Allir sem þekkja til reksturs fasteigna sjá að hér er gengdarlaust bruðl á ferðinni. Þessi hlutföll eru mun hærri en hjá hinum svokölluðu hagnaðardrifnu félögum og skildi engan undra. Menn fara betur með sitt eigið fé en annarra. Árið 2016 var Búseti rekinn með gífurlegum hagnaði, 3,4 milljörðum! Þú last rétt, 3,4 milljarðar. Hvernig stendur á því að óhagnaðardrifið fasteingafélag hagnast svona „svívirðilega“. Hagnaðardrifin leigufélög skiluðu hlutfallslega álíka hagnaði. Þessi hagnaður er til kominn vegna þess að íbúðir hækkuðu mjög í verði 2016 og raunar má gera ráð fyrir að íbúðarverð hækki almennt til langs tíma í takt við hagvöxt og kaupmátt. Það er þessi hækkun á fasteignaverði sem hagnaðardrifnu leigufélögin sækjast eftir og er ástæða fyrir tilvist þeirra, ekki há leiga. Þeir félagsmenn Búseta sem plataðir voru til að leggja fram um 20% af verðmæti íbúðar sem þeir leigðu svo háu verði fá ekkert af þessum hagnaði í sína vasa. Það er grátlegt að hugsa til þess að ef félagsmenn Búseta hefðu hreinlega keypt íbúðina sem þeir leigja, með 20% útborgun (í stað þess að kaupa búseturétt) og tekið restina að láni, til dæmis hjá lífeyrissjóði með 2,5% vöxtum, greiddu þeir einungis um 120 þús á mánuði í vexti og afborganir fyrir íbúð sem kostað 45 milljónir í ársbyrjun 2016. Fasteignagjöld, tryggingar og viðhald væri kannski 10-20 þús á mánuði til viðbótar, en samt er greiðsla á mánuði um 100 þúsund lægri en hjá Búseta. Hægt væri að selja þessa íbúð á 55 milljónir í dag og því hefur eigið fé aukist um 10 milljónir, auk þess sem lánið hefur greiðst niður. Þetta er ekkert annað en svik við félagsmenn Búseta. Búseti er píramídasvindl sem mun hrynja þegar ekki verður lengur hægt að plata nýja félagsmenn til að leggja fram stórfé fyrir búseturétt og greiða að auki hærri leigu en á hinum frjálsa markaði. Óhagnaðardrifin leigufélög er hugmynd sem gengur engan veginn upp í raunveruleikanum og eykur á eymd þeirra sem ætlað var að hjálpa.Höfundur er forstjóri Nordicstore ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Allir eru sammála um að græðgi leigusala veldur því að leiguverð fyrir íbúðir sé óeðlilega hátt í Reykjavík. Því sé skynsamlegt að efla óhagnaðardrifin leigufélög. Í samræmi við það er stefna núverandi meirihluta í Reykjavík er að úthluta um helming allra lóða til íbúðabygginga til slíkra leigufélaga. Eitt hinna óhagnaðardrifnu leigufélaga er Búseti. Ætla mætti að félagsmenn Búseta leigðu íbúðir félagsins á afar hagstæðum kjörum. Berum nú saman leiguverð Búseta við hinn fjálsa græðgisvædda markað. Í töflunni hér að neðan eru allar þær íbúðir í Reykjavík sem auglýstar voru til leigu á mbl.is þann 9. febrúar sl., 70 fermetrar eða stærri. Einnig íbúðir sem auglýstar voru á heimasíðum Heimavalla, Almenna leigufélagsins og Búseta. Leiguverð er hæst hjá Búseta, eða 17% hærra en á Mbl, 10% hærra en á Heimavöllum og 21% hærra en hjá Almenna leigufélaginu. Gagnrýna má að úrtak sé lítið og ekki tekið tillit til gæðamunar, en það skýrir þó tæplega hvers vegna Búseti er langdýrasti kosturinn. Auk þess að greiða hærri leigu hjá Búseta þarf leigutaki að leggja fram í byrjun um 20% af kostnaði íbúðarinnar sem algjör óvissa er um hvort fáist endurgreidd. Margir mundu kalla þetta hreint og klárt okur eða græðgi og að það væri mjög ámælisvert að fólk skuli platað til að taka þátt í öðru eins rugli. Reykjavíkurborg styður svona fjárplógstarfsemi með því að úthluta bestu lóðunum til þessa félags eða annarra sambærilegra. Hvers vegna er leiga svona há hjá Búseta? Svarið fæst með því að rýna í ársskýrslu Búseta, sú nýjasta fyrir árið 2016. Leigutekjur voru ríflega 1,1 milljarður. Takið nú eftir kostnaðinum við rekstur þessa óhagnaðardrifna félags. Í laun til 14 starfsmanna og 7 stjórnarmanna sem vinna baki brotnu við að reka þetta litla félag fór 11% af leigujaldinu, samtals 118 milljónir. 5,5% til viðbótar fóru í annan rekstrakostnað skrifstofu. Í viðhald fór 13%. Þessir liðir eru um 30% af leigugjaldinu. Allir sem þekkja til reksturs fasteigna sjá að hér er gengdarlaust bruðl á ferðinni. Þessi hlutföll eru mun hærri en hjá hinum svokölluðu hagnaðardrifnu félögum og skildi engan undra. Menn fara betur með sitt eigið fé en annarra. Árið 2016 var Búseti rekinn með gífurlegum hagnaði, 3,4 milljörðum! Þú last rétt, 3,4 milljarðar. Hvernig stendur á því að óhagnaðardrifið fasteingafélag hagnast svona „svívirðilega“. Hagnaðardrifin leigufélög skiluðu hlutfallslega álíka hagnaði. Þessi hagnaður er til kominn vegna þess að íbúðir hækkuðu mjög í verði 2016 og raunar má gera ráð fyrir að íbúðarverð hækki almennt til langs tíma í takt við hagvöxt og kaupmátt. Það er þessi hækkun á fasteignaverði sem hagnaðardrifnu leigufélögin sækjast eftir og er ástæða fyrir tilvist þeirra, ekki há leiga. Þeir félagsmenn Búseta sem plataðir voru til að leggja fram um 20% af verðmæti íbúðar sem þeir leigðu svo háu verði fá ekkert af þessum hagnaði í sína vasa. Það er grátlegt að hugsa til þess að ef félagsmenn Búseta hefðu hreinlega keypt íbúðina sem þeir leigja, með 20% útborgun (í stað þess að kaupa búseturétt) og tekið restina að láni, til dæmis hjá lífeyrissjóði með 2,5% vöxtum, greiddu þeir einungis um 120 þús á mánuði í vexti og afborganir fyrir íbúð sem kostað 45 milljónir í ársbyrjun 2016. Fasteignagjöld, tryggingar og viðhald væri kannski 10-20 þús á mánuði til viðbótar, en samt er greiðsla á mánuði um 100 þúsund lægri en hjá Búseta. Hægt væri að selja þessa íbúð á 55 milljónir í dag og því hefur eigið fé aukist um 10 milljónir, auk þess sem lánið hefur greiðst niður. Þetta er ekkert annað en svik við félagsmenn Búseta. Búseti er píramídasvindl sem mun hrynja þegar ekki verður lengur hægt að plata nýja félagsmenn til að leggja fram stórfé fyrir búseturétt og greiða að auki hærri leigu en á hinum frjálsa markaði. Óhagnaðardrifin leigufélög er hugmynd sem gengur engan veginn upp í raunveruleikanum og eykur á eymd þeirra sem ætlað var að hjálpa.Höfundur er forstjóri Nordicstore ehf.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar