Nú fara hlutir að gerast hratt Áslaug Thelma Einarsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 07:00 Um allan heim eru sérfræðingar sammála um að við séum að nálgast þann stað í tækni- og samgöngusögunni að rafbílavæðingin komist á fullt skrið. Tímamótum sem líkt hefur verið við það þegar stafrænar myndavélar komu í stað filmuvéla. Sú breyting virtist hröð en hefur átt sér aðdraganda. Áratuginn áður höfðu stafrænar vélar og stuðningur við þær verið að þróast, fyrst hægt, og svo mjög hratt. Svo, eins og hendi væri veifað, hurfu filmuvélarnar. Rafbílavæðingin er á þeim stað að á næstu mánuðum og örfáum árum taka hlutirnir að gerast mjög hratt. Rafbílar hafa verið að koma á markað í rúman áratug og verða sífellt betri. Þá hafa innviðir til stuðnings þeim líka verið efldir. Orka náttúrunnar (ON) er leiðandi í uppsetningu á hraðhleðslu um allt land. Í kring um hátíðarnar voru opnaðar þrjár nýjar hraðhleðslur, á Egilsstöðum, í Hveragerði og í Freysnesi vestan við Jökulsárslón. Þannig opnaði ON 13 hraðhleðslur á síðasta ári og tvöfaldaði með því fjölda hraðhleðslna fyrirtækisins. Fyrir páska opnar ON svo stöðvar við Mývatn, Skjöldólfsstaði, á Stöðvarfirði og í Nesjahverfi við Höfn í Hornafirði. Og með þeirri opnun næst sá mikilvægi áfangi í innviðauppbyggingunni að hvergi verða meira en 100 kílómetrar á milli hraðhleðslna ON á hringveginum. Þessu má líkja við þegar hringvegurinn var opnaður fyrir bílaumferð 1974, nema nú er hann opinn rafbílum. Að auki stendur til að þétta þjónustunet ON enn frekar og opna fyrir páska nýjar hraðhleðslustöðvar á stöðum á borð við Þorlákshöfn, Minni-Borg í Grímsnesi, í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Fyrir sumarið 2018 verður fjöldi hraðhleðslustöðva ON því kominn upp í 33, sem er þreföldun á einu og hálfu ári. Tíminn til að skipta yfir á rafbíl er kominn og ekki bara fyrir áhugamenn og sérfræðinga, heldur alla sem bera virðingu fyrir náttúrunni og vilja vera sjálfbærir í sínum samgöngum. Þessu má líkja við þegar hringvegurinn var opnaður bílaumferð 1974, nema nú er hann opnaður rafbílum.Höfundur starfar hjá Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Um allan heim eru sérfræðingar sammála um að við séum að nálgast þann stað í tækni- og samgöngusögunni að rafbílavæðingin komist á fullt skrið. Tímamótum sem líkt hefur verið við það þegar stafrænar myndavélar komu í stað filmuvéla. Sú breyting virtist hröð en hefur átt sér aðdraganda. Áratuginn áður höfðu stafrænar vélar og stuðningur við þær verið að þróast, fyrst hægt, og svo mjög hratt. Svo, eins og hendi væri veifað, hurfu filmuvélarnar. Rafbílavæðingin er á þeim stað að á næstu mánuðum og örfáum árum taka hlutirnir að gerast mjög hratt. Rafbílar hafa verið að koma á markað í rúman áratug og verða sífellt betri. Þá hafa innviðir til stuðnings þeim líka verið efldir. Orka náttúrunnar (ON) er leiðandi í uppsetningu á hraðhleðslu um allt land. Í kring um hátíðarnar voru opnaðar þrjár nýjar hraðhleðslur, á Egilsstöðum, í Hveragerði og í Freysnesi vestan við Jökulsárslón. Þannig opnaði ON 13 hraðhleðslur á síðasta ári og tvöfaldaði með því fjölda hraðhleðslna fyrirtækisins. Fyrir páska opnar ON svo stöðvar við Mývatn, Skjöldólfsstaði, á Stöðvarfirði og í Nesjahverfi við Höfn í Hornafirði. Og með þeirri opnun næst sá mikilvægi áfangi í innviðauppbyggingunni að hvergi verða meira en 100 kílómetrar á milli hraðhleðslna ON á hringveginum. Þessu má líkja við þegar hringvegurinn var opnaður fyrir bílaumferð 1974, nema nú er hann opinn rafbílum. Að auki stendur til að þétta þjónustunet ON enn frekar og opna fyrir páska nýjar hraðhleðslustöðvar á stöðum á borð við Þorlákshöfn, Minni-Borg í Grímsnesi, í Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Fyrir sumarið 2018 verður fjöldi hraðhleðslustöðva ON því kominn upp í 33, sem er þreföldun á einu og hálfu ári. Tíminn til að skipta yfir á rafbíl er kominn og ekki bara fyrir áhugamenn og sérfræðinga, heldur alla sem bera virðingu fyrir náttúrunni og vilja vera sjálfbærir í sínum samgöngum. Þessu má líkja við þegar hringvegurinn var opnaður bílaumferð 1974, nema nú er hann opnaður rafbílum.Höfundur starfar hjá Orku náttúrunnar
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar