Get ekki hætt að anda Auður Jóhannesdóttir skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Ég fór nýlega inn í verslun sem ég á oft erindi við, í þetta sinn flýtti ég mér þó fljótlega út því að fúkkalykt lá yfir svæðinu. Ég ályktaði að kannski hefði starfsfólkið verið nýbúið að taka upp vörusendingu og lyktin hefði fylgt, svo ég ákvað að láta þessa upplifun ekki letja mig frá því að heimsækja verslunina nokkru síðar. Aftur mætti sama lyktin mér og í þetta skiptið hvíslaði ég að starfsmanni hvað væri með lyktina, viðkomandi yppti öxlum afsakandi og sagðist hættur að taka eftir þessu, þau væru að glíma við leka. Ég hef ekki komið þangað síðan og ég held mig langi aldrei aftur. Þessi tiltekna verslun er, fyrir utan þetta lekalyktarvandamál, fallega framsett og vel hugsað um uppstillingu vörunnar, starfsfólkið hjálpsamt og vel upplýst og upplifunin væri mjög góð ef ég aðeins gæti hætt að anda meðan ég væri þarna inni. En það er einmitt málið, lyktarskynið er eina skynfærið sem við hreinlega getum ekki slökkt á. Við getum lokað augunum, sleppt því að snerta og haldið fyrir eyrun en alltaf drögum við andann. Það sem meira er, lykt hefur beinni og skjótvirkari áhrif á tilfinningar okkar og upplifun en önnur skynupplifun. Engu að síður er lyktarupplifun verulega vannýtt tækifæri hjá íslenskum fyrirtækjum. Lyktarmarkaðssetning hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein erlendis og flest viðskiptamenntað fólk hefur heyrt af því að stórfyrirtæki láti setja saman einkennislykt sem notuð er til kalla fram ákveðin hughrif og er notuð á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Margir halda því að slíkt sé aðeins á færi risanna en sannleikurinn er sá að það er hægt að stýra lyktarupplifun með tiltölulega litlum tilkostnaði. Stundum snýst lyktarmarkaðssetning um að eyða óþægilegri lykt sem hefur letjandi áhrif en oftar snýst hún um að skapa ákveðna stemningu eða upplifun. Þægileg lykt hvetur viðskiptavini til að dvelja lengur í verslun og skoða meira á meðan annar ilmur er notaður til að draga úr kvíða á lokaðri sjúkradeild eða biðstofu tannlæknis og enn önnur til að auka sjálfstraust og einbeitingu á krefjandi vinnustað. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða lykt framkallar hvaða tilfinningar og það má blanda rétta ilminn til að ná þeirri tengingu sem hentar hverju sinni. Hefurðu hugleitt hvernig þinn vinnustaður lyktar?Höfundur er framkvæmdastjóri LIFA og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég fór nýlega inn í verslun sem ég á oft erindi við, í þetta sinn flýtti ég mér þó fljótlega út því að fúkkalykt lá yfir svæðinu. Ég ályktaði að kannski hefði starfsfólkið verið nýbúið að taka upp vörusendingu og lyktin hefði fylgt, svo ég ákvað að láta þessa upplifun ekki letja mig frá því að heimsækja verslunina nokkru síðar. Aftur mætti sama lyktin mér og í þetta skiptið hvíslaði ég að starfsmanni hvað væri með lyktina, viðkomandi yppti öxlum afsakandi og sagðist hættur að taka eftir þessu, þau væru að glíma við leka. Ég hef ekki komið þangað síðan og ég held mig langi aldrei aftur. Þessi tiltekna verslun er, fyrir utan þetta lekalyktarvandamál, fallega framsett og vel hugsað um uppstillingu vörunnar, starfsfólkið hjálpsamt og vel upplýst og upplifunin væri mjög góð ef ég aðeins gæti hætt að anda meðan ég væri þarna inni. En það er einmitt málið, lyktarskynið er eina skynfærið sem við hreinlega getum ekki slökkt á. Við getum lokað augunum, sleppt því að snerta og haldið fyrir eyrun en alltaf drögum við andann. Það sem meira er, lykt hefur beinni og skjótvirkari áhrif á tilfinningar okkar og upplifun en önnur skynupplifun. Engu að síður er lyktarupplifun verulega vannýtt tækifæri hjá íslenskum fyrirtækjum. Lyktarmarkaðssetning hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein erlendis og flest viðskiptamenntað fólk hefur heyrt af því að stórfyrirtæki láti setja saman einkennislykt sem notuð er til kalla fram ákveðin hughrif og er notuð á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Margir halda því að slíkt sé aðeins á færi risanna en sannleikurinn er sá að það er hægt að stýra lyktarupplifun með tiltölulega litlum tilkostnaði. Stundum snýst lyktarmarkaðssetning um að eyða óþægilegri lykt sem hefur letjandi áhrif en oftar snýst hún um að skapa ákveðna stemningu eða upplifun. Þægileg lykt hvetur viðskiptavini til að dvelja lengur í verslun og skoða meira á meðan annar ilmur er notaður til að draga úr kvíða á lokaðri sjúkradeild eða biðstofu tannlæknis og enn önnur til að auka sjálfstraust og einbeitingu á krefjandi vinnustað. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða lykt framkallar hvaða tilfinningar og það má blanda rétta ilminn til að ná þeirri tengingu sem hentar hverju sinni. Hefurðu hugleitt hvernig þinn vinnustaður lyktar?Höfundur er framkvæmdastjóri LIFA og FKA-félagskona.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar