Get ekki hætt að anda Auður Jóhannesdóttir skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Ég fór nýlega inn í verslun sem ég á oft erindi við, í þetta sinn flýtti ég mér þó fljótlega út því að fúkkalykt lá yfir svæðinu. Ég ályktaði að kannski hefði starfsfólkið verið nýbúið að taka upp vörusendingu og lyktin hefði fylgt, svo ég ákvað að láta þessa upplifun ekki letja mig frá því að heimsækja verslunina nokkru síðar. Aftur mætti sama lyktin mér og í þetta skiptið hvíslaði ég að starfsmanni hvað væri með lyktina, viðkomandi yppti öxlum afsakandi og sagðist hættur að taka eftir þessu, þau væru að glíma við leka. Ég hef ekki komið þangað síðan og ég held mig langi aldrei aftur. Þessi tiltekna verslun er, fyrir utan þetta lekalyktarvandamál, fallega framsett og vel hugsað um uppstillingu vörunnar, starfsfólkið hjálpsamt og vel upplýst og upplifunin væri mjög góð ef ég aðeins gæti hætt að anda meðan ég væri þarna inni. En það er einmitt málið, lyktarskynið er eina skynfærið sem við hreinlega getum ekki slökkt á. Við getum lokað augunum, sleppt því að snerta og haldið fyrir eyrun en alltaf drögum við andann. Það sem meira er, lykt hefur beinni og skjótvirkari áhrif á tilfinningar okkar og upplifun en önnur skynupplifun. Engu að síður er lyktarupplifun verulega vannýtt tækifæri hjá íslenskum fyrirtækjum. Lyktarmarkaðssetning hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein erlendis og flest viðskiptamenntað fólk hefur heyrt af því að stórfyrirtæki láti setja saman einkennislykt sem notuð er til kalla fram ákveðin hughrif og er notuð á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Margir halda því að slíkt sé aðeins á færi risanna en sannleikurinn er sá að það er hægt að stýra lyktarupplifun með tiltölulega litlum tilkostnaði. Stundum snýst lyktarmarkaðssetning um að eyða óþægilegri lykt sem hefur letjandi áhrif en oftar snýst hún um að skapa ákveðna stemningu eða upplifun. Þægileg lykt hvetur viðskiptavini til að dvelja lengur í verslun og skoða meira á meðan annar ilmur er notaður til að draga úr kvíða á lokaðri sjúkradeild eða biðstofu tannlæknis og enn önnur til að auka sjálfstraust og einbeitingu á krefjandi vinnustað. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða lykt framkallar hvaða tilfinningar og það má blanda rétta ilminn til að ná þeirri tengingu sem hentar hverju sinni. Hefurðu hugleitt hvernig þinn vinnustaður lyktar?Höfundur er framkvæmdastjóri LIFA og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór nýlega inn í verslun sem ég á oft erindi við, í þetta sinn flýtti ég mér þó fljótlega út því að fúkkalykt lá yfir svæðinu. Ég ályktaði að kannski hefði starfsfólkið verið nýbúið að taka upp vörusendingu og lyktin hefði fylgt, svo ég ákvað að láta þessa upplifun ekki letja mig frá því að heimsækja verslunina nokkru síðar. Aftur mætti sama lyktin mér og í þetta skiptið hvíslaði ég að starfsmanni hvað væri með lyktina, viðkomandi yppti öxlum afsakandi og sagðist hættur að taka eftir þessu, þau væru að glíma við leka. Ég hef ekki komið þangað síðan og ég held mig langi aldrei aftur. Þessi tiltekna verslun er, fyrir utan þetta lekalyktarvandamál, fallega framsett og vel hugsað um uppstillingu vörunnar, starfsfólkið hjálpsamt og vel upplýst og upplifunin væri mjög góð ef ég aðeins gæti hætt að anda meðan ég væri þarna inni. En það er einmitt málið, lyktarskynið er eina skynfærið sem við hreinlega getum ekki slökkt á. Við getum lokað augunum, sleppt því að snerta og haldið fyrir eyrun en alltaf drögum við andann. Það sem meira er, lykt hefur beinni og skjótvirkari áhrif á tilfinningar okkar og upplifun en önnur skynupplifun. Engu að síður er lyktarupplifun verulega vannýtt tækifæri hjá íslenskum fyrirtækjum. Lyktarmarkaðssetning hefur verið mjög vaxandi atvinnugrein erlendis og flest viðskiptamenntað fólk hefur heyrt af því að stórfyrirtæki láti setja saman einkennislykt sem notuð er til kalla fram ákveðin hughrif og er notuð á öllum starfsstöðvum fyrirtækisins. Margir halda því að slíkt sé aðeins á færi risanna en sannleikurinn er sá að það er hægt að stýra lyktarupplifun með tiltölulega litlum tilkostnaði. Stundum snýst lyktarmarkaðssetning um að eyða óþægilegri lykt sem hefur letjandi áhrif en oftar snýst hún um að skapa ákveðna stemningu eða upplifun. Þægileg lykt hvetur viðskiptavini til að dvelja lengur í verslun og skoða meira á meðan annar ilmur er notaður til að draga úr kvíða á lokaðri sjúkradeild eða biðstofu tannlæknis og enn önnur til að auka sjálfstraust og einbeitingu á krefjandi vinnustað. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á því hvaða lykt framkallar hvaða tilfinningar og það má blanda rétta ilminn til að ná þeirri tengingu sem hentar hverju sinni. Hefurðu hugleitt hvernig þinn vinnustaður lyktar?Höfundur er framkvæmdastjóri LIFA og FKA-félagskona.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar