Netverslun – hvað þarf að hafa í huga? Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 14. febrúar 2018 07:00 Netverslun hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Samkvæmt þjóðarpúls Gallup keyptu rúmlega 40 prósent landsmanna jólagjafir á netinu fyrir síðustu jól. Er þetta töluverð aukning frá árinu áður og ljóst er að bæði innlend og erlend netverslun eykst ár frá ári. Íslensk verslun á sem aldrei fyrr í samkeppni við erlenda verslun. Nú eru það ekki einungis utanlandsferðir landans sem verslanir þurfa að hafa áhyggjur af heldur einnig stóraukin erlend netverslun. Þessi þróun hlýtur að vekja verslanir til umhugsunar og eru margar líklega nú þegar lagðar af stað til að taka þátt í henni. Í boði eru ýmsar lausnir, sérsmíðaðar sem og fullbúnar alþjóðlegar lausnir (t.d. Shopify, Woocommerce, Magento, BigCommerce o.fl.), sem eru í stöðugri þróun. Hvað þarf hins vegar að hafa í huga þegar kemur að því að velja lausn fyrir netverslun? Þarfir eru ólíkar og áður en lausn er valin þarf meðal annars að skoða eftirfarandi atriði: Kostnaður Hvað hefur fyrirtækið mikið fjármagn í að þróa og reka vefverslun? Það er til dæmis almennt ódýrara að velja fullbúna vefverslunarlausn en sérsmíðaða. Tækniþekking Hversu mikilli tækniþekkingu býr fyrirtækið yfir? Þeim mun meiri tækniþekking, þeim mun meiri geta til að takast á við flóknari lausnir. Notendaviðmót Hversu notendavæn er lausnin? Notendaviðmótið er oftast það sem gefur vefverslunum forskot á markaði. Betri upplifun notenda ýtir undir sölu og viðskiptatryggð. Hins vegar kostar slík þróun peninga. Þjónusta Hversu góð er þjónusta fyrirtækisins sem þróar netverslunina? Fyrirtæki sem þróa og sérsmíða eigin lausnir bjóða upp á fulla þjónustu en fullbúnar staðlaðar lausnir bjóða oft upp á takmarkaða þjónustu, ekki nema að það sé milligönguaðili sem þjónustar lausnina. Sveigjanleiki og aðlögun Er hægt að laga lausnina að þörfum fyrirtækisins hvað varðar útlit, uppsetningu o.fl.? Þeim mun meira sem fyrirtækið aðlagar lausnina sínum þörfum, þeim mun líklegra er að það þurfi að búa yfir góðri tækniþekkingu eða treysta á góða tækniþjónustu. Auk þess sem kostnaður verður meiri. Hraði og öryggi Hversu hröð og örugg er vefverslunin? Flestar fullbúnar lausnir bjóða upp á hýsingu og stýra auk þess öryggismálunum. Ef fyrirtækið er með sérþarfir hvað þetta varðar, henta hugsanlega sérsmíðaðar lausnir betur. Binding Ef fyrirtækið velur fullbúna lausn þá er líklegt að það geti skipt um þjónustuaðila á einfaldan hátt þar sem margir þjónustuaðilar sérhæfa sig í lausninni. Með sérsmíðaða lausn er fyrirtækið í raun og veru fast hjá sama þjónustuaðilanum ef upp kemur óánægja. Leitarvélabestun og stafræn markaðssetning Þær lausnir sem eru í boði eru misvel þróaðar fyrir leitarvélabestun og stafræna markaðssetningu. Sum kerfi bjóða til dæmis upp á einfaldar tengingar við samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Netverslun hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Samkvæmt þjóðarpúls Gallup keyptu rúmlega 40 prósent landsmanna jólagjafir á netinu fyrir síðustu jól. Er þetta töluverð aukning frá árinu áður og ljóst er að bæði innlend og erlend netverslun eykst ár frá ári. Íslensk verslun á sem aldrei fyrr í samkeppni við erlenda verslun. Nú eru það ekki einungis utanlandsferðir landans sem verslanir þurfa að hafa áhyggjur af heldur einnig stóraukin erlend netverslun. Þessi þróun hlýtur að vekja verslanir til umhugsunar og eru margar líklega nú þegar lagðar af stað til að taka þátt í henni. Í boði eru ýmsar lausnir, sérsmíðaðar sem og fullbúnar alþjóðlegar lausnir (t.d. Shopify, Woocommerce, Magento, BigCommerce o.fl.), sem eru í stöðugri þróun. Hvað þarf hins vegar að hafa í huga þegar kemur að því að velja lausn fyrir netverslun? Þarfir eru ólíkar og áður en lausn er valin þarf meðal annars að skoða eftirfarandi atriði: Kostnaður Hvað hefur fyrirtækið mikið fjármagn í að þróa og reka vefverslun? Það er til dæmis almennt ódýrara að velja fullbúna vefverslunarlausn en sérsmíðaða. Tækniþekking Hversu mikilli tækniþekkingu býr fyrirtækið yfir? Þeim mun meiri tækniþekking, þeim mun meiri geta til að takast á við flóknari lausnir. Notendaviðmót Hversu notendavæn er lausnin? Notendaviðmótið er oftast það sem gefur vefverslunum forskot á markaði. Betri upplifun notenda ýtir undir sölu og viðskiptatryggð. Hins vegar kostar slík þróun peninga. Þjónusta Hversu góð er þjónusta fyrirtækisins sem þróar netverslunina? Fyrirtæki sem þróa og sérsmíða eigin lausnir bjóða upp á fulla þjónustu en fullbúnar staðlaðar lausnir bjóða oft upp á takmarkaða þjónustu, ekki nema að það sé milligönguaðili sem þjónustar lausnina. Sveigjanleiki og aðlögun Er hægt að laga lausnina að þörfum fyrirtækisins hvað varðar útlit, uppsetningu o.fl.? Þeim mun meira sem fyrirtækið aðlagar lausnina sínum þörfum, þeim mun líklegra er að það þurfi að búa yfir góðri tækniþekkingu eða treysta á góða tækniþjónustu. Auk þess sem kostnaður verður meiri. Hraði og öryggi Hversu hröð og örugg er vefverslunin? Flestar fullbúnar lausnir bjóða upp á hýsingu og stýra auk þess öryggismálunum. Ef fyrirtækið er með sérþarfir hvað þetta varðar, henta hugsanlega sérsmíðaðar lausnir betur. Binding Ef fyrirtækið velur fullbúna lausn þá er líklegt að það geti skipt um þjónustuaðila á einfaldan hátt þar sem margir þjónustuaðilar sérhæfa sig í lausninni. Með sérsmíðaða lausn er fyrirtækið í raun og veru fast hjá sama þjónustuaðilanum ef upp kemur óánægja. Leitarvélabestun og stafræn markaðssetning Þær lausnir sem eru í boði eru misvel þróaðar fyrir leitarvélabestun og stafræna markaðssetningu. Sum kerfi bjóða til dæmis upp á einfaldar tengingar við samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.Höfundur er framkvæmdastjóri WebMo Design
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun