Hin heilaga pynting Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. febrúar 2018 23:10 Þegar ég var pínulítill, aðeins nokkurra vikna gamall, var ég barinn þéttingsfast í höfuðið með kylfu. Ég man reyndar ekki eftir atvikinu, en skilst á viðstöddum – sem voru fjölmargir – að ég hafi háskælt og það nokkuð lengi. Höfuðhöggið hefur blessunarlega heldur ekki skaddað mig til langframa, fyrir utan litla dæld sem ég er með hægra megin á höfðinu og mun kannski sjást lítillega kjósi ég einn daginn að raka af mér hárið. Þetta var hins vegar stór dagur og tvímælalaust þess virði. Fjölskyldan öll og fleiri til voru saman komin að fylgjast með þessari stóru stund, þegar kylfan var reidd til höggs og látin gossa í höfuðið á litla krílinu. Heilagur andi sveif yfir vötnum. Undanfarið hefur frumvarp þingmannsins Silju Daggar Gunnarsdóttur verið á allra vörum. Þar leggur hún til, ásamt hópi þingmanna, að gert verði refsivert að taka kornunga og varnarlausa drengi og skera burt hluta af typpum þeirra. Fara síkar aðgerðir auðvitað fram að þeim forspurðum og án nokkurrar læknisfræðilegrar þarfar. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið, þó því virðist víðast hvar vel tekið. Á stöku stað má þó heyra gagnrýnisraddir. Umskurður af trúarlegum ástæðum sé rótgróin hefð í ýmsum menningarsamfélögum og siðurinn sé fólki mikilvægur. Þá lagði prestur í Fríkirkjunni orð í belg og benti á að umskurður varðaði „ævaforna siði“, „heiður“ og „hreinlæti“. Síðastnefnda mýtan hefur verið hrakin svo oft að hana þarf varla að nefna. Hinar þarfnast aftur á móti nánari skoðunar, enda er það umhugsunarefni hvernig virðing fyrir fornum siðum og „heiðri“ réttlæta slíka aðgerð. Í hegningarlögum okkar Íslendinga, og raunar flestra þjóða heims, er lögð refsing við því að beita annan mann ofbeldi. Auk þess erum við aðilar að mannréttindasáttmálum sem leggja blátt bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Oftast er það litið sérstaklega alvarlegum augum ef aðferðin sem beitt er við hið líkamlega ofbeldi þykir sérlega hættuleg eða hættulegu áhaldi beitt. Þannig eru til fjölmörg dæmi hérlendis um þunga refsidóma yfir einstaklingum sem hafa lagt til annars með hnífum, jafnvel þótt afleiðingarnar séu ekki stórfelldar. Ætla má að flestum þyki rétt að refsa fyrir slíka glæpi, enda ekki æskileg hegðun í samfélagi manna að gera atlögu að fólki með hnífum. Af einhverjum ástæðum virðist þó sem mörgum gagnrýnendum fyrrnefnds frumvarps, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar, þyki atlögur með hnífum í lagi ef þær eru gerðar að litlum varnarlausum börnum. Sársaukinn og samþykkisskorturinn af hálfu barnsins er þá aukaatriði, svo lengi sem pyntingarnar fara fram í nafni trúarinnar. Hér verður ekki reynt að gera lítið úr trúarbrögðunum sem slíkum, enda mynda hin ýmsu trúarbrögð hryggjarstykkið í lífshlaupi tug milljóna manna um allan heim. Alltént er ljóst að þegar trúarbrögðin krefjast þess að ómálga börn sæti pyntingum þá er mál að linni. Það er nefnilega sama hvernig umræðunni er velt og snúið, það er einfaldlega ómögulegt að komast að þeirri niðurstöðu að fullorðinn maður eigi rétt á að skera í typpið á litlu barni. Frásögnin í upphafi þessarar greinar var blessunarlega grín. Ég aldrei verið barinn í höfuðið með kylfu og það hefur aldrei verið skorið í typpið á mér með hníf. Raunar hef ég einfaldlega aldrei orðið fyrir grófri líkamsárás af neinu tagi, sem betur fer. Fyrir það er ég þakklátur og finnst ég afar heppinn. Ég vona að löggjafinn sjái sóma sinn í því að taka skynsamlegu frumvarpi þingmannanna vel og tryggja að allir hvítvoðungar framtíðarinnar verði jafn heppnir og ég.Höfundur er sjónvarpsfréttamaður og laganemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var pínulítill, aðeins nokkurra vikna gamall, var ég barinn þéttingsfast í höfuðið með kylfu. Ég man reyndar ekki eftir atvikinu, en skilst á viðstöddum – sem voru fjölmargir – að ég hafi háskælt og það nokkuð lengi. Höfuðhöggið hefur blessunarlega heldur ekki skaddað mig til langframa, fyrir utan litla dæld sem ég er með hægra megin á höfðinu og mun kannski sjást lítillega kjósi ég einn daginn að raka af mér hárið. Þetta var hins vegar stór dagur og tvímælalaust þess virði. Fjölskyldan öll og fleiri til voru saman komin að fylgjast með þessari stóru stund, þegar kylfan var reidd til höggs og látin gossa í höfuðið á litla krílinu. Heilagur andi sveif yfir vötnum. Undanfarið hefur frumvarp þingmannsins Silju Daggar Gunnarsdóttur verið á allra vörum. Þar leggur hún til, ásamt hópi þingmanna, að gert verði refsivert að taka kornunga og varnarlausa drengi og skera burt hluta af typpum þeirra. Fara síkar aðgerðir auðvitað fram að þeim forspurðum og án nokkurrar læknisfræðilegrar þarfar. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið, þó því virðist víðast hvar vel tekið. Á stöku stað má þó heyra gagnrýnisraddir. Umskurður af trúarlegum ástæðum sé rótgróin hefð í ýmsum menningarsamfélögum og siðurinn sé fólki mikilvægur. Þá lagði prestur í Fríkirkjunni orð í belg og benti á að umskurður varðaði „ævaforna siði“, „heiður“ og „hreinlæti“. Síðastnefnda mýtan hefur verið hrakin svo oft að hana þarf varla að nefna. Hinar þarfnast aftur á móti nánari skoðunar, enda er það umhugsunarefni hvernig virðing fyrir fornum siðum og „heiðri“ réttlæta slíka aðgerð. Í hegningarlögum okkar Íslendinga, og raunar flestra þjóða heims, er lögð refsing við því að beita annan mann ofbeldi. Auk þess erum við aðilar að mannréttindasáttmálum sem leggja blátt bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Oftast er það litið sérstaklega alvarlegum augum ef aðferðin sem beitt er við hið líkamlega ofbeldi þykir sérlega hættuleg eða hættulegu áhaldi beitt. Þannig eru til fjölmörg dæmi hérlendis um þunga refsidóma yfir einstaklingum sem hafa lagt til annars með hnífum, jafnvel þótt afleiðingarnar séu ekki stórfelldar. Ætla má að flestum þyki rétt að refsa fyrir slíka glæpi, enda ekki æskileg hegðun í samfélagi manna að gera atlögu að fólki með hnífum. Af einhverjum ástæðum virðist þó sem mörgum gagnrýnendum fyrrnefnds frumvarps, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar, þyki atlögur með hnífum í lagi ef þær eru gerðar að litlum varnarlausum börnum. Sársaukinn og samþykkisskorturinn af hálfu barnsins er þá aukaatriði, svo lengi sem pyntingarnar fara fram í nafni trúarinnar. Hér verður ekki reynt að gera lítið úr trúarbrögðunum sem slíkum, enda mynda hin ýmsu trúarbrögð hryggjarstykkið í lífshlaupi tug milljóna manna um allan heim. Alltént er ljóst að þegar trúarbrögðin krefjast þess að ómálga börn sæti pyntingum þá er mál að linni. Það er nefnilega sama hvernig umræðunni er velt og snúið, það er einfaldlega ómögulegt að komast að þeirri niðurstöðu að fullorðinn maður eigi rétt á að skera í typpið á litlu barni. Frásögnin í upphafi þessarar greinar var blessunarlega grín. Ég aldrei verið barinn í höfuðið með kylfu og það hefur aldrei verið skorið í typpið á mér með hníf. Raunar hef ég einfaldlega aldrei orðið fyrir grófri líkamsárás af neinu tagi, sem betur fer. Fyrir það er ég þakklátur og finnst ég afar heppinn. Ég vona að löggjafinn sjái sóma sinn í því að taka skynsamlegu frumvarpi þingmannanna vel og tryggja að allir hvítvoðungar framtíðarinnar verði jafn heppnir og ég.Höfundur er sjónvarpsfréttamaður og laganemi
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun