Hin heilaga pynting Hersir Aron Ólafsson skrifar 14. febrúar 2018 23:10 Þegar ég var pínulítill, aðeins nokkurra vikna gamall, var ég barinn þéttingsfast í höfuðið með kylfu. Ég man reyndar ekki eftir atvikinu, en skilst á viðstöddum – sem voru fjölmargir – að ég hafi háskælt og það nokkuð lengi. Höfuðhöggið hefur blessunarlega heldur ekki skaddað mig til langframa, fyrir utan litla dæld sem ég er með hægra megin á höfðinu og mun kannski sjást lítillega kjósi ég einn daginn að raka af mér hárið. Þetta var hins vegar stór dagur og tvímælalaust þess virði. Fjölskyldan öll og fleiri til voru saman komin að fylgjast með þessari stóru stund, þegar kylfan var reidd til höggs og látin gossa í höfuðið á litla krílinu. Heilagur andi sveif yfir vötnum. Undanfarið hefur frumvarp þingmannsins Silju Daggar Gunnarsdóttur verið á allra vörum. Þar leggur hún til, ásamt hópi þingmanna, að gert verði refsivert að taka kornunga og varnarlausa drengi og skera burt hluta af typpum þeirra. Fara síkar aðgerðir auðvitað fram að þeim forspurðum og án nokkurrar læknisfræðilegrar þarfar. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið, þó því virðist víðast hvar vel tekið. Á stöku stað má þó heyra gagnrýnisraddir. Umskurður af trúarlegum ástæðum sé rótgróin hefð í ýmsum menningarsamfélögum og siðurinn sé fólki mikilvægur. Þá lagði prestur í Fríkirkjunni orð í belg og benti á að umskurður varðaði „ævaforna siði“, „heiður“ og „hreinlæti“. Síðastnefnda mýtan hefur verið hrakin svo oft að hana þarf varla að nefna. Hinar þarfnast aftur á móti nánari skoðunar, enda er það umhugsunarefni hvernig virðing fyrir fornum siðum og „heiðri“ réttlæta slíka aðgerð. Í hegningarlögum okkar Íslendinga, og raunar flestra þjóða heims, er lögð refsing við því að beita annan mann ofbeldi. Auk þess erum við aðilar að mannréttindasáttmálum sem leggja blátt bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Oftast er það litið sérstaklega alvarlegum augum ef aðferðin sem beitt er við hið líkamlega ofbeldi þykir sérlega hættuleg eða hættulegu áhaldi beitt. Þannig eru til fjölmörg dæmi hérlendis um þunga refsidóma yfir einstaklingum sem hafa lagt til annars með hnífum, jafnvel þótt afleiðingarnar séu ekki stórfelldar. Ætla má að flestum þyki rétt að refsa fyrir slíka glæpi, enda ekki æskileg hegðun í samfélagi manna að gera atlögu að fólki með hnífum. Af einhverjum ástæðum virðist þó sem mörgum gagnrýnendum fyrrnefnds frumvarps, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar, þyki atlögur með hnífum í lagi ef þær eru gerðar að litlum varnarlausum börnum. Sársaukinn og samþykkisskorturinn af hálfu barnsins er þá aukaatriði, svo lengi sem pyntingarnar fara fram í nafni trúarinnar. Hér verður ekki reynt að gera lítið úr trúarbrögðunum sem slíkum, enda mynda hin ýmsu trúarbrögð hryggjarstykkið í lífshlaupi tug milljóna manna um allan heim. Alltént er ljóst að þegar trúarbrögðin krefjast þess að ómálga börn sæti pyntingum þá er mál að linni. Það er nefnilega sama hvernig umræðunni er velt og snúið, það er einfaldlega ómögulegt að komast að þeirri niðurstöðu að fullorðinn maður eigi rétt á að skera í typpið á litlu barni. Frásögnin í upphafi þessarar greinar var blessunarlega grín. Ég aldrei verið barinn í höfuðið með kylfu og það hefur aldrei verið skorið í typpið á mér með hníf. Raunar hef ég einfaldlega aldrei orðið fyrir grófri líkamsárás af neinu tagi, sem betur fer. Fyrir það er ég þakklátur og finnst ég afar heppinn. Ég vona að löggjafinn sjái sóma sinn í því að taka skynsamlegu frumvarpi þingmannanna vel og tryggja að allir hvítvoðungar framtíðarinnar verði jafn heppnir og ég.Höfundur er sjónvarpsfréttamaður og laganemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var pínulítill, aðeins nokkurra vikna gamall, var ég barinn þéttingsfast í höfuðið með kylfu. Ég man reyndar ekki eftir atvikinu, en skilst á viðstöddum – sem voru fjölmargir – að ég hafi háskælt og það nokkuð lengi. Höfuðhöggið hefur blessunarlega heldur ekki skaddað mig til langframa, fyrir utan litla dæld sem ég er með hægra megin á höfðinu og mun kannski sjást lítillega kjósi ég einn daginn að raka af mér hárið. Þetta var hins vegar stór dagur og tvímælalaust þess virði. Fjölskyldan öll og fleiri til voru saman komin að fylgjast með þessari stóru stund, þegar kylfan var reidd til höggs og látin gossa í höfuðið á litla krílinu. Heilagur andi sveif yfir vötnum. Undanfarið hefur frumvarp þingmannsins Silju Daggar Gunnarsdóttur verið á allra vörum. Þar leggur hún til, ásamt hópi þingmanna, að gert verði refsivert að taka kornunga og varnarlausa drengi og skera burt hluta af typpum þeirra. Fara síkar aðgerðir auðvitað fram að þeim forspurðum og án nokkurrar læknisfræðilegrar þarfar. Skiptar skoðanir eru um frumvarpið, þó því virðist víðast hvar vel tekið. Á stöku stað má þó heyra gagnrýnisraddir. Umskurður af trúarlegum ástæðum sé rótgróin hefð í ýmsum menningarsamfélögum og siðurinn sé fólki mikilvægur. Þá lagði prestur í Fríkirkjunni orð í belg og benti á að umskurður varðaði „ævaforna siði“, „heiður“ og „hreinlæti“. Síðastnefnda mýtan hefur verið hrakin svo oft að hana þarf varla að nefna. Hinar þarfnast aftur á móti nánari skoðunar, enda er það umhugsunarefni hvernig virðing fyrir fornum siðum og „heiðri“ réttlæta slíka aðgerð. Í hegningarlögum okkar Íslendinga, og raunar flestra þjóða heims, er lögð refsing við því að beita annan mann ofbeldi. Auk þess erum við aðilar að mannréttindasáttmálum sem leggja blátt bann við pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Oftast er það litið sérstaklega alvarlegum augum ef aðferðin sem beitt er við hið líkamlega ofbeldi þykir sérlega hættuleg eða hættulegu áhaldi beitt. Þannig eru til fjölmörg dæmi hérlendis um þunga refsidóma yfir einstaklingum sem hafa lagt til annars með hnífum, jafnvel þótt afleiðingarnar séu ekki stórfelldar. Ætla má að flestum þyki rétt að refsa fyrir slíka glæpi, enda ekki æskileg hegðun í samfélagi manna að gera atlögu að fólki með hnífum. Af einhverjum ástæðum virðist þó sem mörgum gagnrýnendum fyrrnefnds frumvarps, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar, þyki atlögur með hnífum í lagi ef þær eru gerðar að litlum varnarlausum börnum. Sársaukinn og samþykkisskorturinn af hálfu barnsins er þá aukaatriði, svo lengi sem pyntingarnar fara fram í nafni trúarinnar. Hér verður ekki reynt að gera lítið úr trúarbrögðunum sem slíkum, enda mynda hin ýmsu trúarbrögð hryggjarstykkið í lífshlaupi tug milljóna manna um allan heim. Alltént er ljóst að þegar trúarbrögðin krefjast þess að ómálga börn sæti pyntingum þá er mál að linni. Það er nefnilega sama hvernig umræðunni er velt og snúið, það er einfaldlega ómögulegt að komast að þeirri niðurstöðu að fullorðinn maður eigi rétt á að skera í typpið á litlu barni. Frásögnin í upphafi þessarar greinar var blessunarlega grín. Ég aldrei verið barinn í höfuðið með kylfu og það hefur aldrei verið skorið í typpið á mér með hníf. Raunar hef ég einfaldlega aldrei orðið fyrir grófri líkamsárás af neinu tagi, sem betur fer. Fyrir það er ég þakklátur og finnst ég afar heppinn. Ég vona að löggjafinn sjái sóma sinn í því að taka skynsamlegu frumvarpi þingmannanna vel og tryggja að allir hvítvoðungar framtíðarinnar verði jafn heppnir og ég.Höfundur er sjónvarpsfréttamaður og laganemi
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun