Alþingi – Flokkslínur í atkvæðagreiðslum – Gamaldags pólitík Birgir Þórarinsson skrifar 15. febrúar 2018 07:00 Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, sbr. 48. gr stjórnarskrárinnar. Þegar þingmaður sest á Alþingi í fyrsta sinn skrifar hann undir drengskaparheit. Í drengskaparheitinu felst að þingmaður mun fylgja sannfæringu sinni í starfinu sem þingmaður. Það er ófrávíkjanlegur hluti af starfi þingmanns að greiða atkvæði um hin ýmsu mál; lagafrumvörp, breytingartillögur, þingsályktanir o.s.frv. Í atkvæðagreiðslum, sem og öðru í starfinu, gildi því að fylgja sinni sannfæringu. Það er alkunna í stjórnmálum á Íslandi að flokkslínur ráða för í meirihluta mála og einnig þegar greitt er atkvæði. Flokkslínan felur það í sér að þeir sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki segjast allir vera sömu skoðunar í málinu og greiða allir atkvæði með sama hætti; segja allir nei, segja allir já eða allir sitja hjá. Þá er stóra spurningin þessi; er flokkslínan sú sama og sannfæring þingmanna? Flestir sem fylgjast með stjórnmálum vita að svarið við þessu er oft á tíðum, nei. Þannig hafa sumir þingmenn greitt atkvæði með málum með „óbragð í munni“ eða með því „að kyngja ælunni“ eins og frægt er.Fyrirskipað að fella góð mál Í atkvæðagreiðslum við fjárlagafrumvarpið á Alþingi fyrir jól greiddu stjórnarflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, atkvæði gegn öllum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Tökum dæmi: Flutt var breytingartillaga um að hækka barnabætur til þeirra sem lægstar tekjur hafa. Hún var felld af stjórnarflokkunum. Það er saga til næsta bæjar að Vinstri grænir hafi fellt tillögu um hækkun barnabóta. Það sama á við um Framsóknarflokkinn, sem gefur sig út fyrir að vera félagshyggjuflokkur. Annað dæmi: Undirritaður flutti breytingartillögu um að setja aukið fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar, sem er brýnt umferðaröryggismál. Tillagan var fullfjármögnuð og fól ekki í sér aukinn halla á ríkissjóði. Tillagan var felld. Meðal annars af þingmönnum búsettum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi. Allir hafa þessir sömu þingmenn talað fyrir mikilvægi þess að ráðast í þessa framkvæmd sem fyrst. Þeir gátu hins vegar ekki stutt málið, þó svo að þá hafi svo sannarlega langað til þess, vegna þess að þeim var fyrirskipað svo af flokksforystunni.Brýnt að auka tiltrú á störfum Alþingis Alþingi nýtur ekki mikils traust í störfum sínum meðal þjóðarinnar og er það fyrst og fremst stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Ráðherrar sitja t.d. sem fastast þrátt fyrir að hafa brotið lög og kenna öðrum um ófarir sínar. Flokkslína í atkvæðagreiðslum á Alþingi er gamaldags pólitík og ekki í anda nýrra og betri stjórnmála, sem þjóðin hefur kallað eftir. Miðflokkurinn hefur frá upphafi stofnunar lagt áherslu á að styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Þannig studdi flokkurinn nokkrar af breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Að styðja góð mál hvaðan sem þau koma er mikilvæg leið til aukinnar virðingar gagnvart störfum Alþingis og ekki síst sjálfsögð og eðlileg virðing gagnvart kjósendum, sem þingmenn eru kjörnir til að vinna fyrir.Höfundur er þingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, sbr. 48. gr stjórnarskrárinnar. Þegar þingmaður sest á Alþingi í fyrsta sinn skrifar hann undir drengskaparheit. Í drengskaparheitinu felst að þingmaður mun fylgja sannfæringu sinni í starfinu sem þingmaður. Það er ófrávíkjanlegur hluti af starfi þingmanns að greiða atkvæði um hin ýmsu mál; lagafrumvörp, breytingartillögur, þingsályktanir o.s.frv. Í atkvæðagreiðslum, sem og öðru í starfinu, gildi því að fylgja sinni sannfæringu. Það er alkunna í stjórnmálum á Íslandi að flokkslínur ráða för í meirihluta mála og einnig þegar greitt er atkvæði. Flokkslínan felur það í sér að þeir sem tilheyra ákveðnum stjórnmálaflokki segjast allir vera sömu skoðunar í málinu og greiða allir atkvæði með sama hætti; segja allir nei, segja allir já eða allir sitja hjá. Þá er stóra spurningin þessi; er flokkslínan sú sama og sannfæring þingmanna? Flestir sem fylgjast með stjórnmálum vita að svarið við þessu er oft á tíðum, nei. Þannig hafa sumir þingmenn greitt atkvæði með málum með „óbragð í munni“ eða með því „að kyngja ælunni“ eins og frægt er.Fyrirskipað að fella góð mál Í atkvæðagreiðslum við fjárlagafrumvarpið á Alþingi fyrir jól greiddu stjórnarflokkarnir; Sjálfstæðisflokkur, Vinstri grænir og Framsóknarflokkur, atkvæði gegn öllum breytingartillögum stjórnarandstöðunnar. Tökum dæmi: Flutt var breytingartillaga um að hækka barnabætur til þeirra sem lægstar tekjur hafa. Hún var felld af stjórnarflokkunum. Það er saga til næsta bæjar að Vinstri grænir hafi fellt tillögu um hækkun barnabóta. Það sama á við um Framsóknarflokkinn, sem gefur sig út fyrir að vera félagshyggjuflokkur. Annað dæmi: Undirritaður flutti breytingartillögu um að setja aukið fjármagn í tvöföldun Reykjanesbrautar innan Hafnarfjarðar, sem er brýnt umferðaröryggismál. Tillagan var fullfjármögnuð og fól ekki í sér aukinn halla á ríkissjóði. Tillagan var felld. Meðal annars af þingmönnum búsettum á Suðurnesjum og í Suðvesturkjördæmi. Allir hafa þessir sömu þingmenn talað fyrir mikilvægi þess að ráðast í þessa framkvæmd sem fyrst. Þeir gátu hins vegar ekki stutt málið, þó svo að þá hafi svo sannarlega langað til þess, vegna þess að þeim var fyrirskipað svo af flokksforystunni.Brýnt að auka tiltrú á störfum Alþingis Alþingi nýtur ekki mikils traust í störfum sínum meðal þjóðarinnar og er það fyrst og fremst stjórnmálamönnunum sjálfum að kenna. Ráðherrar sitja t.d. sem fastast þrátt fyrir að hafa brotið lög og kenna öðrum um ófarir sínar. Flokkslína í atkvæðagreiðslum á Alþingi er gamaldags pólitík og ekki í anda nýrra og betri stjórnmála, sem þjóðin hefur kallað eftir. Miðflokkurinn hefur frá upphafi stofnunar lagt áherslu á að styðja góð mál hvaðan sem þau koma. Þannig studdi flokkurinn nokkrar af breytingartillögum ríkisstjórnarinnar við fjárlagafrumvarpið. Að styðja góð mál hvaðan sem þau koma er mikilvæg leið til aukinnar virðingar gagnvart störfum Alþingis og ekki síst sjálfsögð og eðlileg virðing gagnvart kjósendum, sem þingmenn eru kjörnir til að vinna fyrir.Höfundur er þingmaður Miðflokksins
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun