Að skynja hjartsláttinn í heimabyggð Elfa Svanhildur Hermannsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 09:54 Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.Menntunin til fólksins Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.Starfsþróunarnámskeið á landsbyggðinni Mitt mat er að brýn nauðsyn sé á því að starfsmenntasjóðirnir, sem fólk greiðir til af launum sínum, bjóði upp á starfsþróunarnámskeið úti í hinum dreifðu byggðum. Það er ekki nóg að bjóða upp á slík námskeið á höfuðborgarsvæðinu, það kostar umtalsverða fjármuni og tekur tíma fyrir fólk af landsbyggðinni að sækja sér endurmenntun til Reykjavíkur. Það er mér því mikið gleðiefni að ítrekaðar óskir um að bjóða upp á starfsþróunarnámskeið á Vestfjörðum fyrir opinbera starfsmenn hafa loks borið ávöxt. Gerður hefur verið samningur við Ríkismennt til hálfs árs um námskeiðahald hér fyrir vestan og er litið á þetta sem tilraunaverkefni, sem vonandi verður framhald á. Einnig hefur verið gerður sambærilegur samningur við Sveitamennt til eins árs. Hér hafa verið stigin afar mikilvæg skref, að mínu mati, sem ég vænti að geti orðið öðrum starfsmenntasjóðum fordæmi.Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni skipta máli Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að allir eiga að hafa jafnan aðgang að menntun, óháð búsetu. Því eru símenntunarmiðstöðvarnar lykillinn að fólkinu á landsbyggðinni. Námskrár framhaldsfræðslunnar eru ódýr kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga og því er mikilvægt að þær séu sýnilegar og aðgengi að þeim fyrir flesta. En til þess að geta rekið námsleið eða námskrá þarf að lágmarki tíu einstaklinga. Til að mæta þessu eru þess dæmi að símenntunarmiðstöðvar hafi tekið upp samstarf og boðið upp á fjarnám í t.d. Menntastoðum og brúarnámi. Þetta er einkar mikilvægt til þess að einstaklingar sem búa í dreifbýli geti sótt sér framhaldsfræðslu til jafns við aðra.Höfundur er forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Skoðun Skoðun Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.Menntunin til fólksins Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.Starfsþróunarnámskeið á landsbyggðinni Mitt mat er að brýn nauðsyn sé á því að starfsmenntasjóðirnir, sem fólk greiðir til af launum sínum, bjóði upp á starfsþróunarnámskeið úti í hinum dreifðu byggðum. Það er ekki nóg að bjóða upp á slík námskeið á höfuðborgarsvæðinu, það kostar umtalsverða fjármuni og tekur tíma fyrir fólk af landsbyggðinni að sækja sér endurmenntun til Reykjavíkur. Það er mér því mikið gleðiefni að ítrekaðar óskir um að bjóða upp á starfsþróunarnámskeið á Vestfjörðum fyrir opinbera starfsmenn hafa loks borið ávöxt. Gerður hefur verið samningur við Ríkismennt til hálfs árs um námskeiðahald hér fyrir vestan og er litið á þetta sem tilraunaverkefni, sem vonandi verður framhald á. Einnig hefur verið gerður sambærilegur samningur við Sveitamennt til eins árs. Hér hafa verið stigin afar mikilvæg skref, að mínu mati, sem ég vænti að geti orðið öðrum starfsmenntasjóðum fordæmi.Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni skipta máli Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að allir eiga að hafa jafnan aðgang að menntun, óháð búsetu. Því eru símenntunarmiðstöðvarnar lykillinn að fólkinu á landsbyggðinni. Námskrár framhaldsfræðslunnar eru ódýr kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga og því er mikilvægt að þær séu sýnilegar og aðgengi að þeim fyrir flesta. En til þess að geta rekið námsleið eða námskrá þarf að lágmarki tíu einstaklinga. Til að mæta þessu eru þess dæmi að símenntunarmiðstöðvar hafi tekið upp samstarf og boðið upp á fjarnám í t.d. Menntastoðum og brúarnámi. Þetta er einkar mikilvægt til þess að einstaklingar sem búa í dreifbýli geti sótt sér framhaldsfræðslu til jafns við aðra.Höfundur er forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir Skoðun