Óþekktur sonur til Íslands hálfri öld síðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2018 07:45 Þær voru hlýjar móttökurnar sem Mitch fékk í flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þetta hefur verið súrrealískt,“ segir Bandaríkjamaðurinn Mitch Koster. Mitch hefur síðustu daga dvalið í faðmi íslenskrar fjölskyldu sinnar en hann uppgötvaði síðasta haust að faðir hans væri íslenskur. Mitch, sem verður fimmtugur í maí, var gefinn til ættleiðingar við fæðingu. Til að hafa upp á blóðfjölskyldu sinni fór hann í erfðarannsókn. Sú könnun leiddi hann að dóttur móðursystur sinnar og í gegnum hana fann hann móður sína. Sú sagði honum að faðir hans hefði borið nafnið Björn Antonsson. „Leit að honum reyndist í fyrstu smá bras því nafnið er nokkuð algengt í Skandinavíu,“ segir Mitch. Það var því lán þegar íslenskur ættingi hans í Texas, Hermann Kristinsson, hafði samband við hann eftir að Hermann komst að því að þeir væru fimmmenningar. Téður Hermann gat flett Birni, föður Mitch, upp í Íslendingabók og í kjölfarið fundu þeir hann á Facebook. „Hermann hafði samband við mig, kom mér í samband við Mitch og síðan fórum við í DNA-próf. Niðurstöður úr því bárust síðasta haust. Það voru 99,9 prósent líkur á að við værum feðgar,“ segir Björn og hlær. Björn hafði kynnst móður Mitch þegar hann var við nám í flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma. Þegar hann fór þaðan hafði hann ekki hugmynd um að hún væri þunguð.Hákarl og sviðaveisla biðu eftir honum Eftir þetta kom ekkert annað til greina en að Mitch kæmi í heimsókn til Íslands. „Við fjölskyldan sóttum hann út á flugvöllinn, gáfum honum morgunmat og höfum síðan verið að skoða borgina. Hann er búinn að smakka hákarl og á föstudaginn var sviðaveisla og þar át hann augun alveg eins og pabbi hans!“ segir Björn. „Það er ekki hið eina sem er líkt með okkur því húmorinn er svipaður og ýmsir taktar leyna sér ekki.“ „Hann varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð mín þar sem hann bjóst við því að ég myndi spýta þessu út úr mér,“ segir Mitch og hlær. Hann segir Ísland vera stórkostlegt og vonar að Íslendingar séu ekki orðnir ónæmir fyrir fegurð þess. Þá hefur hann kynnst því hve lítið Ísland er. „Svo eru allir svo vinalegir. Ég lenti í því á bílastæði við verslun að nafn mitt var kallað. Ég var eitt stórt spurningarmerki enda skildi ég ekki hver gæti þekkt mig hér á landi. Þá reyndist þetta vera góð vinkona systur minnar,“ segir Mitch og skellir upp úr. Íslandsdvöl Mitch rennur sitt skeið á fimmtudag en þangað til mun hann skoða sig um og njóta í faðmi fjölskyldunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
„Þetta hefur verið súrrealískt,“ segir Bandaríkjamaðurinn Mitch Koster. Mitch hefur síðustu daga dvalið í faðmi íslenskrar fjölskyldu sinnar en hann uppgötvaði síðasta haust að faðir hans væri íslenskur. Mitch, sem verður fimmtugur í maí, var gefinn til ættleiðingar við fæðingu. Til að hafa upp á blóðfjölskyldu sinni fór hann í erfðarannsókn. Sú könnun leiddi hann að dóttur móðursystur sinnar og í gegnum hana fann hann móður sína. Sú sagði honum að faðir hans hefði borið nafnið Björn Antonsson. „Leit að honum reyndist í fyrstu smá bras því nafnið er nokkuð algengt í Skandinavíu,“ segir Mitch. Það var því lán þegar íslenskur ættingi hans í Texas, Hermann Kristinsson, hafði samband við hann eftir að Hermann komst að því að þeir væru fimmmenningar. Téður Hermann gat flett Birni, föður Mitch, upp í Íslendingabók og í kjölfarið fundu þeir hann á Facebook. „Hermann hafði samband við mig, kom mér í samband við Mitch og síðan fórum við í DNA-próf. Niðurstöður úr því bárust síðasta haust. Það voru 99,9 prósent líkur á að við værum feðgar,“ segir Björn og hlær. Björn hafði kynnst móður Mitch þegar hann var við nám í flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma. Þegar hann fór þaðan hafði hann ekki hugmynd um að hún væri þunguð.Hákarl og sviðaveisla biðu eftir honum Eftir þetta kom ekkert annað til greina en að Mitch kæmi í heimsókn til Íslands. „Við fjölskyldan sóttum hann út á flugvöllinn, gáfum honum morgunmat og höfum síðan verið að skoða borgina. Hann er búinn að smakka hákarl og á föstudaginn var sviðaveisla og þar át hann augun alveg eins og pabbi hans!“ segir Björn. „Það er ekki hið eina sem er líkt með okkur því húmorinn er svipaður og ýmsir taktar leyna sér ekki.“ „Hann varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð mín þar sem hann bjóst við því að ég myndi spýta þessu út úr mér,“ segir Mitch og hlær. Hann segir Ísland vera stórkostlegt og vonar að Íslendingar séu ekki orðnir ónæmir fyrir fegurð þess. Þá hefur hann kynnst því hve lítið Ísland er. „Svo eru allir svo vinalegir. Ég lenti í því á bílastæði við verslun að nafn mitt var kallað. Ég var eitt stórt spurningarmerki enda skildi ég ekki hver gæti þekkt mig hér á landi. Þá reyndist þetta vera góð vinkona systur minnar,“ segir Mitch og skellir upp úr. Íslandsdvöl Mitch rennur sitt skeið á fimmtudag en þangað til mun hann skoða sig um og njóta í faðmi fjölskyldunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira