Óþekktur sonur til Íslands hálfri öld síðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2018 07:45 Þær voru hlýjar móttökurnar sem Mitch fékk í flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þetta hefur verið súrrealískt,“ segir Bandaríkjamaðurinn Mitch Koster. Mitch hefur síðustu daga dvalið í faðmi íslenskrar fjölskyldu sinnar en hann uppgötvaði síðasta haust að faðir hans væri íslenskur. Mitch, sem verður fimmtugur í maí, var gefinn til ættleiðingar við fæðingu. Til að hafa upp á blóðfjölskyldu sinni fór hann í erfðarannsókn. Sú könnun leiddi hann að dóttur móðursystur sinnar og í gegnum hana fann hann móður sína. Sú sagði honum að faðir hans hefði borið nafnið Björn Antonsson. „Leit að honum reyndist í fyrstu smá bras því nafnið er nokkuð algengt í Skandinavíu,“ segir Mitch. Það var því lán þegar íslenskur ættingi hans í Texas, Hermann Kristinsson, hafði samband við hann eftir að Hermann komst að því að þeir væru fimmmenningar. Téður Hermann gat flett Birni, föður Mitch, upp í Íslendingabók og í kjölfarið fundu þeir hann á Facebook. „Hermann hafði samband við mig, kom mér í samband við Mitch og síðan fórum við í DNA-próf. Niðurstöður úr því bárust síðasta haust. Það voru 99,9 prósent líkur á að við værum feðgar,“ segir Björn og hlær. Björn hafði kynnst móður Mitch þegar hann var við nám í flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma. Þegar hann fór þaðan hafði hann ekki hugmynd um að hún væri þunguð.Hákarl og sviðaveisla biðu eftir honum Eftir þetta kom ekkert annað til greina en að Mitch kæmi í heimsókn til Íslands. „Við fjölskyldan sóttum hann út á flugvöllinn, gáfum honum morgunmat og höfum síðan verið að skoða borgina. Hann er búinn að smakka hákarl og á föstudaginn var sviðaveisla og þar át hann augun alveg eins og pabbi hans!“ segir Björn. „Það er ekki hið eina sem er líkt með okkur því húmorinn er svipaður og ýmsir taktar leyna sér ekki.“ „Hann varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð mín þar sem hann bjóst við því að ég myndi spýta þessu út úr mér,“ segir Mitch og hlær. Hann segir Ísland vera stórkostlegt og vonar að Íslendingar séu ekki orðnir ónæmir fyrir fegurð þess. Þá hefur hann kynnst því hve lítið Ísland er. „Svo eru allir svo vinalegir. Ég lenti í því á bílastæði við verslun að nafn mitt var kallað. Ég var eitt stórt spurningarmerki enda skildi ég ekki hver gæti þekkt mig hér á landi. Þá reyndist þetta vera góð vinkona systur minnar,“ segir Mitch og skellir upp úr. Íslandsdvöl Mitch rennur sitt skeið á fimmtudag en þangað til mun hann skoða sig um og njóta í faðmi fjölskyldunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Þetta hefur verið súrrealískt,“ segir Bandaríkjamaðurinn Mitch Koster. Mitch hefur síðustu daga dvalið í faðmi íslenskrar fjölskyldu sinnar en hann uppgötvaði síðasta haust að faðir hans væri íslenskur. Mitch, sem verður fimmtugur í maí, var gefinn til ættleiðingar við fæðingu. Til að hafa upp á blóðfjölskyldu sinni fór hann í erfðarannsókn. Sú könnun leiddi hann að dóttur móðursystur sinnar og í gegnum hana fann hann móður sína. Sú sagði honum að faðir hans hefði borið nafnið Björn Antonsson. „Leit að honum reyndist í fyrstu smá bras því nafnið er nokkuð algengt í Skandinavíu,“ segir Mitch. Það var því lán þegar íslenskur ættingi hans í Texas, Hermann Kristinsson, hafði samband við hann eftir að Hermann komst að því að þeir væru fimmmenningar. Téður Hermann gat flett Birni, föður Mitch, upp í Íslendingabók og í kjölfarið fundu þeir hann á Facebook. „Hermann hafði samband við mig, kom mér í samband við Mitch og síðan fórum við í DNA-próf. Niðurstöður úr því bárust síðasta haust. Það voru 99,9 prósent líkur á að við værum feðgar,“ segir Björn og hlær. Björn hafði kynnst móður Mitch þegar hann var við nám í flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma. Þegar hann fór þaðan hafði hann ekki hugmynd um að hún væri þunguð.Hákarl og sviðaveisla biðu eftir honum Eftir þetta kom ekkert annað til greina en að Mitch kæmi í heimsókn til Íslands. „Við fjölskyldan sóttum hann út á flugvöllinn, gáfum honum morgunmat og höfum síðan verið að skoða borgina. Hann er búinn að smakka hákarl og á föstudaginn var sviðaveisla og þar át hann augun alveg eins og pabbi hans!“ segir Björn. „Það er ekki hið eina sem er líkt með okkur því húmorinn er svipaður og ýmsir taktar leyna sér ekki.“ „Hann varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð mín þar sem hann bjóst við því að ég myndi spýta þessu út úr mér,“ segir Mitch og hlær. Hann segir Ísland vera stórkostlegt og vonar að Íslendingar séu ekki orðnir ónæmir fyrir fegurð þess. Þá hefur hann kynnst því hve lítið Ísland er. „Svo eru allir svo vinalegir. Ég lenti í því á bílastæði við verslun að nafn mitt var kallað. Ég var eitt stórt spurningarmerki enda skildi ég ekki hver gæti þekkt mig hér á landi. Þá reyndist þetta vera góð vinkona systur minnar,“ segir Mitch og skellir upp úr. Íslandsdvöl Mitch rennur sitt skeið á fimmtudag en þangað til mun hann skoða sig um og njóta í faðmi fjölskyldunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira