Óþekktur sonur til Íslands hálfri öld síðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. febrúar 2018 07:45 Þær voru hlýjar móttökurnar sem Mitch fékk í flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Þetta hefur verið súrrealískt,“ segir Bandaríkjamaðurinn Mitch Koster. Mitch hefur síðustu daga dvalið í faðmi íslenskrar fjölskyldu sinnar en hann uppgötvaði síðasta haust að faðir hans væri íslenskur. Mitch, sem verður fimmtugur í maí, var gefinn til ættleiðingar við fæðingu. Til að hafa upp á blóðfjölskyldu sinni fór hann í erfðarannsókn. Sú könnun leiddi hann að dóttur móðursystur sinnar og í gegnum hana fann hann móður sína. Sú sagði honum að faðir hans hefði borið nafnið Björn Antonsson. „Leit að honum reyndist í fyrstu smá bras því nafnið er nokkuð algengt í Skandinavíu,“ segir Mitch. Það var því lán þegar íslenskur ættingi hans í Texas, Hermann Kristinsson, hafði samband við hann eftir að Hermann komst að því að þeir væru fimmmenningar. Téður Hermann gat flett Birni, föður Mitch, upp í Íslendingabók og í kjölfarið fundu þeir hann á Facebook. „Hermann hafði samband við mig, kom mér í samband við Mitch og síðan fórum við í DNA-próf. Niðurstöður úr því bárust síðasta haust. Það voru 99,9 prósent líkur á að við værum feðgar,“ segir Björn og hlær. Björn hafði kynnst móður Mitch þegar hann var við nám í flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma. Þegar hann fór þaðan hafði hann ekki hugmynd um að hún væri þunguð.Hákarl og sviðaveisla biðu eftir honum Eftir þetta kom ekkert annað til greina en að Mitch kæmi í heimsókn til Íslands. „Við fjölskyldan sóttum hann út á flugvöllinn, gáfum honum morgunmat og höfum síðan verið að skoða borgina. Hann er búinn að smakka hákarl og á föstudaginn var sviðaveisla og þar át hann augun alveg eins og pabbi hans!“ segir Björn. „Það er ekki hið eina sem er líkt með okkur því húmorinn er svipaður og ýmsir taktar leyna sér ekki.“ „Hann varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð mín þar sem hann bjóst við því að ég myndi spýta þessu út úr mér,“ segir Mitch og hlær. Hann segir Ísland vera stórkostlegt og vonar að Íslendingar séu ekki orðnir ónæmir fyrir fegurð þess. Þá hefur hann kynnst því hve lítið Ísland er. „Svo eru allir svo vinalegir. Ég lenti í því á bílastæði við verslun að nafn mitt var kallað. Ég var eitt stórt spurningarmerki enda skildi ég ekki hver gæti þekkt mig hér á landi. Þá reyndist þetta vera góð vinkona systur minnar,“ segir Mitch og skellir upp úr. Íslandsdvöl Mitch rennur sitt skeið á fimmtudag en þangað til mun hann skoða sig um og njóta í faðmi fjölskyldunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
„Þetta hefur verið súrrealískt,“ segir Bandaríkjamaðurinn Mitch Koster. Mitch hefur síðustu daga dvalið í faðmi íslenskrar fjölskyldu sinnar en hann uppgötvaði síðasta haust að faðir hans væri íslenskur. Mitch, sem verður fimmtugur í maí, var gefinn til ættleiðingar við fæðingu. Til að hafa upp á blóðfjölskyldu sinni fór hann í erfðarannsókn. Sú könnun leiddi hann að dóttur móðursystur sinnar og í gegnum hana fann hann móður sína. Sú sagði honum að faðir hans hefði borið nafnið Björn Antonsson. „Leit að honum reyndist í fyrstu smá bras því nafnið er nokkuð algengt í Skandinavíu,“ segir Mitch. Það var því lán þegar íslenskur ættingi hans í Texas, Hermann Kristinsson, hafði samband við hann eftir að Hermann komst að því að þeir væru fimmmenningar. Téður Hermann gat flett Birni, föður Mitch, upp í Íslendingabók og í kjölfarið fundu þeir hann á Facebook. „Hermann hafði samband við mig, kom mér í samband við Mitch og síðan fórum við í DNA-próf. Niðurstöður úr því bárust síðasta haust. Það voru 99,9 prósent líkur á að við værum feðgar,“ segir Björn og hlær. Björn hafði kynnst móður Mitch þegar hann var við nám í flugvirkjun í Tulsa í Oklahoma. Þegar hann fór þaðan hafði hann ekki hugmynd um að hún væri þunguð.Hákarl og sviðaveisla biðu eftir honum Eftir þetta kom ekkert annað til greina en að Mitch kæmi í heimsókn til Íslands. „Við fjölskyldan sóttum hann út á flugvöllinn, gáfum honum morgunmat og höfum síðan verið að skoða borgina. Hann er búinn að smakka hákarl og á föstudaginn var sviðaveisla og þar át hann augun alveg eins og pabbi hans!“ segir Björn. „Það er ekki hið eina sem er líkt með okkur því húmorinn er svipaður og ýmsir taktar leyna sér ekki.“ „Hann varð eiginlega fyrir nokkrum vonbrigðum með viðbrögð mín þar sem hann bjóst við því að ég myndi spýta þessu út úr mér,“ segir Mitch og hlær. Hann segir Ísland vera stórkostlegt og vonar að Íslendingar séu ekki orðnir ónæmir fyrir fegurð þess. Þá hefur hann kynnst því hve lítið Ísland er. „Svo eru allir svo vinalegir. Ég lenti í því á bílastæði við verslun að nafn mitt var kallað. Ég var eitt stórt spurningarmerki enda skildi ég ekki hver gæti þekkt mig hér á landi. Þá reyndist þetta vera góð vinkona systur minnar,“ segir Mitch og skellir upp úr. Íslandsdvöl Mitch rennur sitt skeið á fimmtudag en þangað til mun hann skoða sig um og njóta í faðmi fjölskyldunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira