„Viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 14:15 Melkorka segir að hringurinn hafi mjög tilfinningalegt gildi. Mynd/Kristín Jónsdóttir „Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“ Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
„Þetta eru engin smáræðis viðbrögð, við erum alveg dolfallin við hjónin,“ segir Melkorka Óskarsdóttir en þúsundir hafa aðstoðað hana við að leita að giftingarhring sem hún týndi í London á Valentínusardaginn. „Því miður bólar enn ekkert á hringnum, en viðbrögðin ylja manni um hjartaræturnar í staðinn,“ segir Melkorka í samtali við Vísi. Melkorka kynntist Adam Slynn eiginmanni sínum í leiklistarnámi í London árið 2005 en þau giftu sig á Íslandi sumarið 2016. Giftingarhringar þeirra eru einstakir en grafnar voru í þá sérstakar rúnir, nöfn brúðhjónanna skrifuð með höfðaletri. „Ísland er okkur báðum svo mikilvægt svo að vildum íslenska hringa og okkur fannst höfðaletrið vera svo mikið íslenskt eitthvað. Þetta eru nöfnin okkar sem eru grafin utan á, Adam og Melkorka.“Melkorka og Adam létu skrifa nöfnin sín utan á hringana með höfðaletri.Mynd/Kristín JónsdóttirVonaðist til að fitna Hringnum týndi Melkorka í London þar sem hún er búsett með eiginmanni sínum og telur hún að hringurinn hafi týnst annaðhvort í Hammersmith hverfinu eða í strætisvagni númer 267. „Hringana þurftum við að panta frá Jóni og Óskari að utan en minn var alltaf aðeins of víður. Ég vonaði bara að ég myndi fljótt fitna því ég vildi ekki þurfa að eyðileggja höfðaletrið til að þrengja hann. En á Valentínusardaginn var svakalega kalt hér úti og ég með hanska, en hringurinn hlýtur að hafa dottið af þegar ég tók hanskana af á leiðinni í vinnuna.“ Melkorka segir að hún hafi leitað alls staðar án árangurs og því leitaði hún á mátt samfélagsmiðla. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og meira en 10.600 einstaklingar deilt færslu hennar á Twitter þegar þetta er skrifað. Eins og kom fram á Vísi í morgun hefur fjöldi fólks sett í athugasemdir sögur af skartgripum sem týndust og fundust svo aftur nokkrum vikum, mánuðum eða árum síðar. „Fólk hefur verið alveg yndislegt, svona mestmegnis, auðvitað er eitthvað ógæfufólk á Twitter sem stenst ekki mátið. Það væri frábært ef þetta skilar sér í að hringurinn finnist, en ef ekki þá höfum við allavega fundið hjartagæsku mannfólksins almennt.“
Tengdar fréttir Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Þúsundir hjálpa Melkorku að leita að týndum giftingarhring Týndi giftingarhringnum á Valentínusardaginn. Ókunnugir hughreysta Melkorku Óskarsdóttur með sögum sem enduðu vel. 19. febrúar 2018 11:30