Pólitísk hentistefna og siðferðilegt gjaldþrot Stefán Erlendsson skrifar 1. febrúar 2018 07:00 Viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur vegna dóms Hæstaréttar yfir embættisfærslu Sigríðar Á. Andersen eru býsna afhjúpandi fyrir siðferðisskilning forsætisráðherrans. Katrín telur ekki ástæðu til að dómsmálaráðherra, sem braut stjórnsýslulög við skipun dómara í Landsrétt þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, axli ábyrgð með því að segja af sér. Af orðum hennar má ráða að hún aðhyllist siðferðilega afstæðishyggju – að sinn er siður í hverju landi – og þá tegund „pólitískrar hentistefnu“ sem hefur löngum verið aðalsmerki Framsóknarflokksins. Meginréttlæting Katrínar fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – sem hún og aðrir fulltrúar VG höfðu þráfaldlega sagt að væri óstjórntækur vegna spillingar og valdníðslu – er að völdin skapi forsendur eða tækifæri til að hrinda hugsjónum eða stefnumiðum flokksins í framkvæmd. Samkvæmt þessu, að hennar mati, felst pólitísk ábyrgð í því að lúta niðurstöðum kosninga og nýta tækifærin sem bjóðast til að byggja betra samfélag. Ríkisstjórnarþátttaka VG á þannig að skapa mótvægi við hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins og sveigja landsstjórnina í áttina að félagshyggju og náttúruvernd. Hér helgar tilgangurinn meðalið. Auk þess að flagga pólitískri hentistefnu lítur Katrín Jakobsdóttir svo á að pólitísk ábyrgð sé „að mörgu leyti menningarbundin“ og að á Íslandi sé ekki hefð fyrir því að „láta ráðherra segja af sér“. Siðferði sem byggist á hefðum og venjum en ekki almennum reglum eða lögmálum er afstætt. Á hinn bóginn segir Katrín að hlutverk hennar, sem forsætisráðherra, sé að „stuðla að því að við tölum um þessi mál með nýrri eða öðruvísi hætti en gert hefur verið“. Þetta er mikilvægt svo langt sem það nær. Við sköpum og endursköpum siðferðið með því að ræða saman um það, en vandséð er að hún muni sjálf leggja eitthvað nýtt til málanna í slíkum samræðum. Fyrir síðustu Alþingiskosningar var það yfirlýst keppikefli formanns VG að bola Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Eftir kosningar var komið nýtt hljóð í strokkinn og ekki lengur neitt því til fyrirstöðu að flokkarnir störfuðu saman. Vinstri græn sögðu eitt en gerðu annað. Katrín bendir þó réttilega á að hún hafi ekki kallað eftir afsögn dómsmálaráðherra síðastliðið vor og geri það ekki núna: „[Ég] hef ekki almennt lagt það í vana minn hvorki í stjórnarandstöðu né ríkistjórn að horfa á það að ráðherra beri að segja af sér þegar svona kemur upp.“ Þessi afstaða ræðst ekki af almennri reglu heldur því sem Katrín leggur eða leggur ekki „í vana sinn“. Þannig sýnir hún vissa samkvæmni. En eins og bandaríski hugsuðurinn og ljóðskáldið Ralph Waldo Emerson segir: Heimskuleg samkvæmni er húsálfur þeirra sem hugsa smátt. Loks klykkir forsætisráðherrann út með því að öllu máli skipti hvernig „við lærum af þessum dómi“ Hæstaréttar. Í stað þess að Sigríður Á. Andersen sæti ábyrgð eigum „við“ að draga lærdóm af því sem gerðist. „Við eigum að horfa á það hvernig við getum látið þetta kerfi virka þannig að það sé hafið yfir vafa.“ Ábyrgð og traust eru tvær hliðar á sama peningi og eina leiðin til að skapa traust á einstaklingum og kerfinu er að persónur og leikendur innan þess axli ábyrgð sína. Traust á kerfinu verður aldrei meira en traustið á þeim sem þar starfa eða eru í fyrirsvari. Sannur leiðtogi er fremstur meðal jafningja. Hann tekur af skarið, veitir ákveðna leiðsögn, er fyrirmynd og sýnir gott fordæmi. Hér er sterk dómgreind lykilatriði; hún byggist á greiningarhæfni, prinsippfestu og innsæi í mannlegt eðli og aðstæður. Martin Luther King og Nelson Mandela eru skýr dæmi um svona leiðtoga. Forsætisráðherra sem hagar seglum eftir vindi, daðrar við siðferðilega afstæðishyggju, segir eitt í dag og annað á morgun, þverbrýtur margyfirlýst prinsipp og varpar ábyrgðinni á gerðum dómsmálaráðherra yfir á okkur og kerfið, er ekki leiðtogi í þessum skilningi. Slíkur forystumaður er í rauninni siðferðilega gjaldþrota. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur vegna dóms Hæstaréttar yfir embættisfærslu Sigríðar Á. Andersen eru býsna afhjúpandi fyrir siðferðisskilning forsætisráðherrans. Katrín telur ekki ástæðu til að dómsmálaráðherra, sem braut stjórnsýslulög við skipun dómara í Landsrétt þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir, axli ábyrgð með því að segja af sér. Af orðum hennar má ráða að hún aðhyllist siðferðilega afstæðishyggju – að sinn er siður í hverju landi – og þá tegund „pólitískrar hentistefnu“ sem hefur löngum verið aðalsmerki Framsóknarflokksins. Meginréttlæting Katrínar fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn – sem hún og aðrir fulltrúar VG höfðu þráfaldlega sagt að væri óstjórntækur vegna spillingar og valdníðslu – er að völdin skapi forsendur eða tækifæri til að hrinda hugsjónum eða stefnumiðum flokksins í framkvæmd. Samkvæmt þessu, að hennar mati, felst pólitísk ábyrgð í því að lúta niðurstöðum kosninga og nýta tækifærin sem bjóðast til að byggja betra samfélag. Ríkisstjórnarþátttaka VG á þannig að skapa mótvægi við hægri stefnu Sjálfstæðisflokksins og sveigja landsstjórnina í áttina að félagshyggju og náttúruvernd. Hér helgar tilgangurinn meðalið. Auk þess að flagga pólitískri hentistefnu lítur Katrín Jakobsdóttir svo á að pólitísk ábyrgð sé „að mörgu leyti menningarbundin“ og að á Íslandi sé ekki hefð fyrir því að „láta ráðherra segja af sér“. Siðferði sem byggist á hefðum og venjum en ekki almennum reglum eða lögmálum er afstætt. Á hinn bóginn segir Katrín að hlutverk hennar, sem forsætisráðherra, sé að „stuðla að því að við tölum um þessi mál með nýrri eða öðruvísi hætti en gert hefur verið“. Þetta er mikilvægt svo langt sem það nær. Við sköpum og endursköpum siðferðið með því að ræða saman um það, en vandséð er að hún muni sjálf leggja eitthvað nýtt til málanna í slíkum samræðum. Fyrir síðustu Alþingiskosningar var það yfirlýst keppikefli formanns VG að bola Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Eftir kosningar var komið nýtt hljóð í strokkinn og ekki lengur neitt því til fyrirstöðu að flokkarnir störfuðu saman. Vinstri græn sögðu eitt en gerðu annað. Katrín bendir þó réttilega á að hún hafi ekki kallað eftir afsögn dómsmálaráðherra síðastliðið vor og geri það ekki núna: „[Ég] hef ekki almennt lagt það í vana minn hvorki í stjórnarandstöðu né ríkistjórn að horfa á það að ráðherra beri að segja af sér þegar svona kemur upp.“ Þessi afstaða ræðst ekki af almennri reglu heldur því sem Katrín leggur eða leggur ekki „í vana sinn“. Þannig sýnir hún vissa samkvæmni. En eins og bandaríski hugsuðurinn og ljóðskáldið Ralph Waldo Emerson segir: Heimskuleg samkvæmni er húsálfur þeirra sem hugsa smátt. Loks klykkir forsætisráðherrann út með því að öllu máli skipti hvernig „við lærum af þessum dómi“ Hæstaréttar. Í stað þess að Sigríður Á. Andersen sæti ábyrgð eigum „við“ að draga lærdóm af því sem gerðist. „Við eigum að horfa á það hvernig við getum látið þetta kerfi virka þannig að það sé hafið yfir vafa.“ Ábyrgð og traust eru tvær hliðar á sama peningi og eina leiðin til að skapa traust á einstaklingum og kerfinu er að persónur og leikendur innan þess axli ábyrgð sína. Traust á kerfinu verður aldrei meira en traustið á þeim sem þar starfa eða eru í fyrirsvari. Sannur leiðtogi er fremstur meðal jafningja. Hann tekur af skarið, veitir ákveðna leiðsögn, er fyrirmynd og sýnir gott fordæmi. Hér er sterk dómgreind lykilatriði; hún byggist á greiningarhæfni, prinsippfestu og innsæi í mannlegt eðli og aðstæður. Martin Luther King og Nelson Mandela eru skýr dæmi um svona leiðtoga. Forsætisráðherra sem hagar seglum eftir vindi, daðrar við siðferðilega afstæðishyggju, segir eitt í dag og annað á morgun, þverbrýtur margyfirlýst prinsipp og varpar ábyrgðinni á gerðum dómsmálaráðherra yfir á okkur og kerfið, er ekki leiðtogi í þessum skilningi. Slíkur forystumaður er í rauninni siðferðilega gjaldþrota. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun