Umfjöllun um húsnæðismál Listaháskóla Íslands – athugasemd Fríða Björk Ingvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2018 07:00 Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir. Umfjöllun leiðandi fjölmiðla, t.a.m. RÚV og fréttatíma Stöðvar 2 í þessari viku, hefur verið mikilvæg og uppbyggileg, enda hafa blaðamenn allir sem einn leitað viðbragða og/eða upplýsinga hjá rektor, auk þess að ræða við nemendur. Leiðari, eða „Skoðun“, Magnúsar Guðmundssonar í Fréttablaðinu í fyrradag, er þó undantekning er sýnir hvernig slök vinnubrögð verða til þess að mála upp mynd gagnvart almenningi sem ekki byggir á staðreyndum. Magnús staðhæfir að húsnæðismálin séu slagur „sem stjórnendur hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu“ eða víkja ella. Hann horfir alfarið framhjá allri þeirri vinnu sem stjórnendur hafa lagt í húsnæðismálin undanfarin ár og allir mikilvægustu fjölmiðlar landsins hafa ítrekað gert grein fyrir. Allt er þetta aðgengilegt á vef LHÍ og með einfaldri leit á netinu (https://www.lhi.is/frettir/husnaedismal-listahaskolans). Árangur þessa sleitulausa starfs er m.a. sú að lausn á húsnæðismálum skólans rataði inn í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar, auk þess sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gerði nýverið grein fyrir sínum aðgerðum: (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/12/21/Husnaedismal-Listahaskolans-komin-i-farveg/) Meginkrafa nemenda um bætt húsnæði er það sem skiptir höfuðmáli í þessu tilliti, enda réttmæt og brýn. Í erindi því sem þau sendu fjölmiðlum eru þó einnig fullyrðingar um innra starf sem eru mjög orðum auknar en skiljanlegar vegna þess hve mjög húsnæðismálin hafa reynt á þolrif allra. Í stað þess að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga gerir Magnús þær beinlínis að sínum eigin og heldur þeim þar með fram sem staðreyndum á opinberum vettvangi í Fréttablaðinu. Hann, öfugt við alla aðra fjölmiðlamenn, hafði ekki samband við LHÍ þótt kjarni málsins sé fyrir betra húsnæði nemendum til handa. Hann sannreyndi m.ö.o. ekki það sem hann heldur fram sem staðreyndum og bregst þannig meginskyldu upplýstrar og áreiðanlegrar blaðamennsku. Magnús heldur því aukinheldur fram að nemendur LHÍ séu þeir einu í „ríkisreknum háskóla“ sem þurfi að greiða skólagjöld. LHÍ er ekki ríkisháskóli, heldur sjálfseignarstofnun sem innheimtir skólagjöld á sömu forsendum og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn að Bifröst, sem rétt eins og LHÍ njóta fjárframlaga frá ríkinu skv. reiknilíkani. Í ljósi fullyrðinga Magnúsar um stjórnendur LHÍ er vert að taka fram að núverandi rektor, sem kom til starfa í ágúst 2013, hefur ásamt stjórn skólans ítrekað farið yfir málið með þremur menntamálaráðherrum í þremur ríkisstjórnum, auk þess að standa fyrir margvíslegum aðgerðum til að vinna bug á uppsöfnuðum og áratugalöngum vanda. LHÍ gerir alvarlega athugasemd við það sem ranglega er haldið fram af Magnúsi að stjórnendur skólans standi ekki með nemendum í baráttu fyrir lausn húsnæðisvandans, sem allt frá síðasta ári er kominn verulegur skriður á. Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöfunar til uppbyggingar samfélagsinnviða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nemendum og þeim stjórnvöldum sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsynlegu fjármagni til uppbyggingar – í þessu tilfelli viðunandi umgjarðar um fræðasvið lista í Listaháskóla Íslands. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Listaháskóli Íslands (LHÍ) fagnar mjög þeirri athygli sem fjölmiðlar hafa sýnt húsnæðisvanda sviðslistadeildar skólans eftir aðgerðir nemenda sl. mánudag. Jafnframt fagna stjórnendur LHÍ, frumkvæði og hugrekki nemenda við að koma þessu brýna málefni á framfæri og kröfu þeirra um tafarlausar aðgerðir. Umfjöllun leiðandi fjölmiðla, t.a.m. RÚV og fréttatíma Stöðvar 2 í þessari viku, hefur verið mikilvæg og uppbyggileg, enda hafa blaðamenn allir sem einn leitað viðbragða og/eða upplýsinga hjá rektor, auk þess að ræða við nemendur. Leiðari, eða „Skoðun“, Magnúsar Guðmundssonar í Fréttablaðinu í fyrradag, er þó undantekning er sýnir hvernig slök vinnubrögð verða til þess að mála upp mynd gagnvart almenningi sem ekki byggir á staðreyndum. Magnús staðhæfir að húsnæðismálin séu slagur „sem stjórnendur hefðu átt að taka á opinberum vettvangi fyrir lifandis löngu“ eða víkja ella. Hann horfir alfarið framhjá allri þeirri vinnu sem stjórnendur hafa lagt í húsnæðismálin undanfarin ár og allir mikilvægustu fjölmiðlar landsins hafa ítrekað gert grein fyrir. Allt er þetta aðgengilegt á vef LHÍ og með einfaldri leit á netinu (https://www.lhi.is/frettir/husnaedismal-listahaskolans). Árangur þessa sleitulausa starfs er m.a. sú að lausn á húsnæðismálum skólans rataði inn í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar, auk þess sem Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gerði nýverið grein fyrir sínum aðgerðum: (https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2017/12/21/Husnaedismal-Listahaskolans-komin-i-farveg/) Meginkrafa nemenda um bætt húsnæði er það sem skiptir höfuðmáli í þessu tilliti, enda réttmæt og brýn. Í erindi því sem þau sendu fjölmiðlum eru þó einnig fullyrðingar um innra starf sem eru mjög orðum auknar en skiljanlegar vegna þess hve mjög húsnæðismálin hafa reynt á þolrif allra. Í stað þess að kanna sannleiksgildi þessara fullyrðinga gerir Magnús þær beinlínis að sínum eigin og heldur þeim þar með fram sem staðreyndum á opinberum vettvangi í Fréttablaðinu. Hann, öfugt við alla aðra fjölmiðlamenn, hafði ekki samband við LHÍ þótt kjarni málsins sé fyrir betra húsnæði nemendum til handa. Hann sannreyndi m.ö.o. ekki það sem hann heldur fram sem staðreyndum og bregst þannig meginskyldu upplýstrar og áreiðanlegrar blaðamennsku. Magnús heldur því aukinheldur fram að nemendur LHÍ séu þeir einu í „ríkisreknum háskóla“ sem þurfi að greiða skólagjöld. LHÍ er ekki ríkisháskóli, heldur sjálfseignarstofnun sem innheimtir skólagjöld á sömu forsendum og Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn að Bifröst, sem rétt eins og LHÍ njóta fjárframlaga frá ríkinu skv. reiknilíkani. Í ljósi fullyrðinga Magnúsar um stjórnendur LHÍ er vert að taka fram að núverandi rektor, sem kom til starfa í ágúst 2013, hefur ásamt stjórn skólans ítrekað farið yfir málið með þremur menntamálaráðherrum í þremur ríkisstjórnum, auk þess að standa fyrir margvíslegum aðgerðum til að vinna bug á uppsöfnuðum og áratugalöngum vanda. LHÍ gerir alvarlega athugasemd við það sem ranglega er haldið fram af Magnúsi að stjórnendur skólans standi ekki með nemendum í baráttu fyrir lausn húsnæðisvandans, sem allt frá síðasta ári er kominn verulegur skriður á. Almenningur í landinu á rétt á því að vita að þeir sem hafa skattfé til ráðstöfunar til uppbyggingar samfélagsinnviða séu starfi sínu vaxnir og ábyrgir bæði gagnvart nemendum og þeim stjórnvöldum sem úthluta stofnunum rekstrarfé eða nauðsynlegu fjármagni til uppbyggingar – í þessu tilfelli viðunandi umgjarðar um fræðasvið lista í Listaháskóla Íslands. Höfundur er rektor Listaháskóla Íslands.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar