Hækka þarf lægstu laun háskólamenntaðra með varanlegum aðgerðum Maríanna Hugrún Helgadóttir skrifar 5. febrúar 2018 14:00 Það er almenn krafa Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) að samningsaðilar setji saman vegvísi til að þróa einn vinnumarkað á Íslandi. FÍN telur mikilvægt almennt að jákvæð kaupmáttarþróun ráðstöfunartekna eigi sér stað hjá félagsmönnum FÍN á samningstíma kjarasamninga. Markmið FÍN í kjaraviðræðum við ríkið er að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf og að menntun sé metin til launa. Launasetning er mismunandi á stofnum ríkisins og leiðrétta þarf lægstu laun okkar félagsmanna þannig að þau verði ekki lakari en 400 þ.kr. hjá þeim sem eru fyrstu háskólagráðu. Slík aðgerð verður að vera varanleg og því fer félagið fram á að launaflokkar undir 400 þ.kr. verð klipptir af launatöflunni og launataflan síkkuð. Menntun þarf að meta til launa og því er mikilvægt að ákvæði gerðardóms um mat á menntun haldi sér, þannig að lágmarkslaun þeirra sem eru með mastersgráðu eða doktorsgráðu sem nýtist í starfi sé eigi lakari en 400 þ.kr. að viðbættu menntunarálagi gerðardóms. Brýnasta verkefnið framundan er að leiðrétta laun félagsmanna okkar þar sem breytingar voru gerðar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna 1. júní 2017. Leiðrétta þarf laun milli opinbera markaðarins og hins almenna sbr. 7. gr. um jöfnun launa í samkomulagi aðila vegna breytinga á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Því er mikilvægt að launatölfræði sé til staðar sem byggir á raunverulegum gögnum allra launamanna í landinu sem er kerfislega safnað saman. Samkvæmt úttekt FÍN á launakjörum okkar félagsmanna á stofnunum ríkisins þá er mikill launamunur milli stofnana sé horft til meðaltal mánaðarlauna vegna dagvinnu. Horfa þarf til framtíðar með launakerfi háskólamanna með það að markmiði að það sé gegnsætt og skilvirkt. Setja þarf inn ákvæði í miðlæga kjarasamninga um starfslýsingar, starfsmannasamtöl, launaviðtöl og launablöð. Stéttarfélög, samstarfsnefndir og trúnaðarmenn verða að hafa aðgang að launaupplýsingum félagsmanna sinna og samsetningu þeirra til að geta fylgt eftir framkvæmd stofnanasamninga.Gera þarf samningsferlið virkara hvað varðar stofnanasamninga og koma í veg fyrir að aðgerðarleysi eitt og sér komi í veg fyrir endurskoðun þeirra. Félagið krefst þess að friðarskylda verði afnumin vegna viðræðna um stofnanasamninga við stofnanir ríkisins. Fjölskylduvænn vinnumarkaður er að mati félagsins samfélagslega mikilvægur og því leggur félagið til að vinnuvikan sé stytt án breytinga á launum, færri vinnustundir en sömu laun. Þess má geta að á Íslandi eru vinnuvikan lengst sé borin saman fjöldi vinnustunda á ári milli Norðurlandanna, sbr. grein Whitney Leach á vef World Economic Forum frá 16. janúar 2018.Höfundur er formaður félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er almenn krafa Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) að samningsaðilar setji saman vegvísi til að þróa einn vinnumarkað á Íslandi. FÍN telur mikilvægt almennt að jákvæð kaupmáttarþróun ráðstöfunartekna eigi sér stað hjá félagsmönnum FÍN á samningstíma kjarasamninga. Markmið FÍN í kjaraviðræðum við ríkið er að laun og önnur kjör hjá hinu opinbera séu samkeppnishæf og að menntun sé metin til launa. Launasetning er mismunandi á stofnum ríkisins og leiðrétta þarf lægstu laun okkar félagsmanna þannig að þau verði ekki lakari en 400 þ.kr. hjá þeim sem eru fyrstu háskólagráðu. Slík aðgerð verður að vera varanleg og því fer félagið fram á að launaflokkar undir 400 þ.kr. verð klipptir af launatöflunni og launataflan síkkuð. Menntun þarf að meta til launa og því er mikilvægt að ákvæði gerðardóms um mat á menntun haldi sér, þannig að lágmarkslaun þeirra sem eru með mastersgráðu eða doktorsgráðu sem nýtist í starfi sé eigi lakari en 400 þ.kr. að viðbættu menntunarálagi gerðardóms. Brýnasta verkefnið framundan er að leiðrétta laun félagsmanna okkar þar sem breytingar voru gerðar á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna 1. júní 2017. Leiðrétta þarf laun milli opinbera markaðarins og hins almenna sbr. 7. gr. um jöfnun launa í samkomulagi aðila vegna breytinga á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Því er mikilvægt að launatölfræði sé til staðar sem byggir á raunverulegum gögnum allra launamanna í landinu sem er kerfislega safnað saman. Samkvæmt úttekt FÍN á launakjörum okkar félagsmanna á stofnunum ríkisins þá er mikill launamunur milli stofnana sé horft til meðaltal mánaðarlauna vegna dagvinnu. Horfa þarf til framtíðar með launakerfi háskólamanna með það að markmiði að það sé gegnsætt og skilvirkt. Setja þarf inn ákvæði í miðlæga kjarasamninga um starfslýsingar, starfsmannasamtöl, launaviðtöl og launablöð. Stéttarfélög, samstarfsnefndir og trúnaðarmenn verða að hafa aðgang að launaupplýsingum félagsmanna sinna og samsetningu þeirra til að geta fylgt eftir framkvæmd stofnanasamninga.Gera þarf samningsferlið virkara hvað varðar stofnanasamninga og koma í veg fyrir að aðgerðarleysi eitt og sér komi í veg fyrir endurskoðun þeirra. Félagið krefst þess að friðarskylda verði afnumin vegna viðræðna um stofnanasamninga við stofnanir ríkisins. Fjölskylduvænn vinnumarkaður er að mati félagsins samfélagslega mikilvægur og því leggur félagið til að vinnuvikan sé stytt án breytinga á launum, færri vinnustundir en sömu laun. Þess má geta að á Íslandi eru vinnuvikan lengst sé borin saman fjöldi vinnustunda á ári milli Norðurlandanna, sbr. grein Whitney Leach á vef World Economic Forum frá 16. janúar 2018.Höfundur er formaður félags íslenskra náttúrufræðinga.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar