Farið í grafgötur Þórhildur Þorleifsdóttir skrifar 6. febrúar 2018 07:00 Ekki aftur – ekki aftur, kveinaði gamla stjórnarskráin, þar sem hún lá lúin og þreytt eftir 144 ára stanslausa notkun. Enn á að senda hana í sömu ferð, eftir gamla troðningnum sem eftir rúmlega 70 ára umferð þingmanna er orðinn svo djúpur að ekki sést lengur upp úr honum. Líkist meir skotgröfum en troðningi. Sannkallaðar grafgötur. Samkvæmt forsætisráðherra á að senda stjórnarskrána í enn eina ferðina í þessar grafgötur. Fyrri ferðir sem hafa verið ófáar allt frá stofnun lýðveldisins 1944 hafa litlu sem engu skilað. Einstaka lagfæringum til samræmis við alþjóðasamninga. Þó var henni aldrei ætlað langlífi þegar henni var í hasti breytt til að aðlaga hana lýðveldinu. Aðalbreytingin var að konungi var skipt út fyrir forseta. Þannig hefur hún samt tórt í þrjá aldarfjórðunga. Gömul, illa skóuð og örþreytt hefur hún arkað grafgöturnar nær linnulaust. Fyrrverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hafði lengi borið þá gömlu fyrir brjósti og margsinnis lagt til á Alþingi að henni yrði bjargað úr grafgötunum en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Bara skipuð ný nefnd! Þegar Jóhanna, skömmu eftir hrun, komst svo í aðstöðu til að gera eitthvað í málunum, hófst hún handa. Fyrst var boðað til þjóðfundar. Eitt þúsund Íslendingarnar voru kallaðir til starfa og skoðanaskipta, þar sem, meðal annars, stjórnarskráin gamla kom við sögu. Næst var svo skipuð stjórnlaganefnd. Fimm valinkunnar manneskjur lágu yfir þeirri gömlu, veltu öllum steinum og leituðu víða kunnáttu og fanga. Niðurstöður þjóðfundar voru hafðar til hliðsjónar, því stjórnlaganefndin vissi sem var að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og því varð að gefa skoðunum hennar gaum. Afrakstur þessarar miklu vinnu voru tvær hnausþykkar bækur og hvorki meira né minna en tvær tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þá var boðað til almennra kosninga til stjórnlagaþings. Stjórnarskrárgjafinn, þjóðin, kaus 25 fulltrúa til að leggja drög að nýrri stjórnarskrá, eða bæta þá gömlu. Það þarf ekki að rekja litlu raunasöguna þegar íhaldsöflin, sem alltaf voru á vaktinni gegn breytingum, kreistu út úr þremur hæstaréttardómurum álit þess efnis að kosningarnar væru ólöglegar. Skilrúm milli kjörklefa hefðu verið nokkrum sentimetrum of lág. Nokkuð sem hafði sannarlega engin áhrif á niðurstöðu kosninganna. En þáverandi forsætisráðherra brást snaggaralega við og skipaði þessa 25 sem þjóðin hafði kosið til stjórnlagaþings í stjórnlagaráð. Skaut íhaldsöflunum ref fyrir rass og stjórnlagaráð tók til starfa. Stjórnlagaráð tók við keflinu af stjórnlaganefndinni. Hafði verk hennar og niðurstöður þjóðfundar að leiðarljósi. Ótal sérfræðingar í ýmsum greinum voru kallaðir til, lögfræðingar, stjórnmálafræðingar, náttúruvísindamenn, læknar, kirkjunnar menn svo eitthvað sé talið – auk embættismanna víða úr kerfinu. Erlendar stjórnarskrár lesnar, kostir þeirra og gallar metnir allt eftir því hvað þótti henta íslensku samfélagi. Leitað ráða hjá innlendum og erlendum stjórnarskrárfræðingum. Og – síðast en ekki síst, var þjóðinni veittur aðgangur að ferlinu öllu og hafði tillögurétt allan tímann. Allir fundir stjórnlagaráðs voru opnir, upplýsingar og tillögur í mótun settar á vef stjórnlagaráðs sem öllum var opinn, og þeim breytt eftir því sem málum vatt fram. Þannig varð smám saman til nýtt frumvarp til stjórnarskrár. Það var þó ekki frumlegra en svo að 80% af þeirri 144 ára gömlu rataði inn í þá nýju, þannig að ekki er um neina byltingu að ræða. Þó nægar til þess að sú gamla fengi hvíld. Um þessar hófsömu tillögur náðist algjör samstaða í stjórnlagaráðinu og frumvarpið afhent hinu háa Alþingi. Íhalds- og tregðuöflin tóku aftur til óspilltra málanna og því þótti ráðlegt að kalla til þjóðina einu sinni enn til að reyna að hafa vit fyrir þinginu. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um helstu tillögur í stjórnarskrárfrumvarpinu, svo sem þjóðareign á auðlindum, persónukjör og jafnt vægi atkvæða, en þó fyrst og fremst um hvort ný stjórnarskrá ætti að byggja á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda svöruðu játandi. Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er kannski mikilvægasti áfanginn í ferlinu því vert er að hafa í huga að stjórnarskrá er ekki fyrir þingmenn, ráðherra, stjórnmálaflokka eða hagsmunahópa, heldur þjóðina. Réttindi hennar og skyldur, auk þess að vera hugsanleg vörn hennar gegn yfirgangi stjórnvalda. Þetta hlaut að duga. En – nei, enn var þrjóskast við og grafgöturnar troðnar. Gamla stjórnarskráin mátti enn velkjast þar og veðrast. Allir stjórnmálaflokkar, utan einn, sögðust vilja hjálpa þeirri gömlu upp úr grafgötunum og aflétta áþján förukonunnar, en eitthvað fór úrskeiðis. Líklega var hún alltaf látin í vöruskiptum, eða þótti ekki nógu merkileg, fremur en kerlingar yfirleitt, til að vera í fararbroddi. En nú dregur til tíðinda. Forsætisráðherra boðar enn nýja endurskoðun! Sú á meðal annars að byggja á tillögum stjórnlaganefndar og stjórnlagaráðs. Einfalt mál – þær liggja þegar fyrir og hafa gert árum saman. Þjóðin, stjórnarskrárgjafinn, hefur samþykkt þær. Hvað er þá að vanbúnaði? Forsætisráðherra lætur alveg hjá líða að víkja einu orði að því hverju þarf að breyta frá fyrirliggjandi tillögum og af hverju. Einungis sagt að skipuð verði þingnefnd. Einu sinni enn! Hvern er verið að reyna að friða? Rúmlega sjötíu ára reynsla ætti að hafa kennt að það að setja aumingja gömlu förukonuna aftur í þingnefnd leiðir ekki til nokkurs annars en þess að enn á ný er farið í grafgötur og þær dýpkaðar. Er það furða að sú gamla kveini: „Kæra Katrín, ekki aftur – ekki aftur!” Höfundur er leikstjóri og átti sæti í stjórnlagaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki aftur – ekki aftur, kveinaði gamla stjórnarskráin, þar sem hún lá lúin og þreytt eftir 144 ára stanslausa notkun. Enn á að senda hana í sömu ferð, eftir gamla troðningnum sem eftir rúmlega 70 ára umferð þingmanna er orðinn svo djúpur að ekki sést lengur upp úr honum. Líkist meir skotgröfum en troðningi. Sannkallaðar grafgötur. Samkvæmt forsætisráðherra á að senda stjórnarskrána í enn eina ferðina í þessar grafgötur. Fyrri ferðir sem hafa verið ófáar allt frá stofnun lýðveldisins 1944 hafa litlu sem engu skilað. Einstaka lagfæringum til samræmis við alþjóðasamninga. Þó var henni aldrei ætlað langlífi þegar henni var í hasti breytt til að aðlaga hana lýðveldinu. Aðalbreytingin var að konungi var skipt út fyrir forseta. Þannig hefur hún samt tórt í þrjá aldarfjórðunga. Gömul, illa skóuð og örþreytt hefur hún arkað grafgöturnar nær linnulaust. Fyrrverandi forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hafði lengi borið þá gömlu fyrir brjósti og margsinnis lagt til á Alþingi að henni yrði bjargað úr grafgötunum en alltaf talað fyrir daufum eyrum. Bara skipuð ný nefnd! Þegar Jóhanna, skömmu eftir hrun, komst svo í aðstöðu til að gera eitthvað í málunum, hófst hún handa. Fyrst var boðað til þjóðfundar. Eitt þúsund Íslendingarnar voru kallaðir til starfa og skoðanaskipta, þar sem, meðal annars, stjórnarskráin gamla kom við sögu. Næst var svo skipuð stjórnlaganefnd. Fimm valinkunnar manneskjur lágu yfir þeirri gömlu, veltu öllum steinum og leituðu víða kunnáttu og fanga. Niðurstöður þjóðfundar voru hafðar til hliðsjónar, því stjórnlaganefndin vissi sem var að þjóðin er stjórnarskrárgjafinn og því varð að gefa skoðunum hennar gaum. Afrakstur þessarar miklu vinnu voru tvær hnausþykkar bækur og hvorki meira né minna en tvær tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þá var boðað til almennra kosninga til stjórnlagaþings. Stjórnarskrárgjafinn, þjóðin, kaus 25 fulltrúa til að leggja drög að nýrri stjórnarskrá, eða bæta þá gömlu. Það þarf ekki að rekja litlu raunasöguna þegar íhaldsöflin, sem alltaf voru á vaktinni gegn breytingum, kreistu út úr þremur hæstaréttardómurum álit þess efnis að kosningarnar væru ólöglegar. Skilrúm milli kjörklefa hefðu verið nokkrum sentimetrum of lág. Nokkuð sem hafði sannarlega engin áhrif á niðurstöðu kosninganna. En þáverandi forsætisráðherra brást snaggaralega við og skipaði þessa 25 sem þjóðin hafði kosið til stjórnlagaþings í stjórnlagaráð. Skaut íhaldsöflunum ref fyrir rass og stjórnlagaráð tók til starfa. Stjórnlagaráð tók við keflinu af stjórnlaganefndinni. Hafði verk hennar og niðurstöður þjóðfundar að leiðarljósi. Ótal sérfræðingar í ýmsum greinum voru kallaðir til, lögfræðingar, stjórnmálafræðingar, náttúruvísindamenn, læknar, kirkjunnar menn svo eitthvað sé talið – auk embættismanna víða úr kerfinu. Erlendar stjórnarskrár lesnar, kostir þeirra og gallar metnir allt eftir því hvað þótti henta íslensku samfélagi. Leitað ráða hjá innlendum og erlendum stjórnarskrárfræðingum. Og – síðast en ekki síst, var þjóðinni veittur aðgangur að ferlinu öllu og hafði tillögurétt allan tímann. Allir fundir stjórnlagaráðs voru opnir, upplýsingar og tillögur í mótun settar á vef stjórnlagaráðs sem öllum var opinn, og þeim breytt eftir því sem málum vatt fram. Þannig varð smám saman til nýtt frumvarp til stjórnarskrár. Það var þó ekki frumlegra en svo að 80% af þeirri 144 ára gömlu rataði inn í þá nýju, þannig að ekki er um neina byltingu að ræða. Þó nægar til þess að sú gamla fengi hvíld. Um þessar hófsömu tillögur náðist algjör samstaða í stjórnlagaráðinu og frumvarpið afhent hinu háa Alþingi. Íhalds- og tregðuöflin tóku aftur til óspilltra málanna og því þótti ráðlegt að kalla til þjóðina einu sinni enn til að reyna að hafa vit fyrir þinginu. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um helstu tillögur í stjórnarskrárfrumvarpinu, svo sem þjóðareign á auðlindum, persónukjör og jafnt vægi atkvæða, en þó fyrst og fremst um hvort ný stjórnarskrá ætti að byggja á tillögum stjórnlagaráðs. Tveir þriðju kjósenda svöruðu játandi. Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er kannski mikilvægasti áfanginn í ferlinu því vert er að hafa í huga að stjórnarskrá er ekki fyrir þingmenn, ráðherra, stjórnmálaflokka eða hagsmunahópa, heldur þjóðina. Réttindi hennar og skyldur, auk þess að vera hugsanleg vörn hennar gegn yfirgangi stjórnvalda. Þetta hlaut að duga. En – nei, enn var þrjóskast við og grafgöturnar troðnar. Gamla stjórnarskráin mátti enn velkjast þar og veðrast. Allir stjórnmálaflokkar, utan einn, sögðust vilja hjálpa þeirri gömlu upp úr grafgötunum og aflétta áþján förukonunnar, en eitthvað fór úrskeiðis. Líklega var hún alltaf látin í vöruskiptum, eða þótti ekki nógu merkileg, fremur en kerlingar yfirleitt, til að vera í fararbroddi. En nú dregur til tíðinda. Forsætisráðherra boðar enn nýja endurskoðun! Sú á meðal annars að byggja á tillögum stjórnlaganefndar og stjórnlagaráðs. Einfalt mál – þær liggja þegar fyrir og hafa gert árum saman. Þjóðin, stjórnarskrárgjafinn, hefur samþykkt þær. Hvað er þá að vanbúnaði? Forsætisráðherra lætur alveg hjá líða að víkja einu orði að því hverju þarf að breyta frá fyrirliggjandi tillögum og af hverju. Einungis sagt að skipuð verði þingnefnd. Einu sinni enn! Hvern er verið að reyna að friða? Rúmlega sjötíu ára reynsla ætti að hafa kennt að það að setja aumingja gömlu förukonuna aftur í þingnefnd leiðir ekki til nokkurs annars en þess að enn á ný er farið í grafgötur og þær dýpkaðar. Er það furða að sú gamla kveini: „Kæra Katrín, ekki aftur – ekki aftur!” Höfundur er leikstjóri og átti sæti í stjórnlagaráði.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun