Guðmundur: Snýst ekki um peninga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. febrúar 2018 17:39 Guðmundur Guðmundsson á fundinum í dag. Vísir Guðmundur Guðmundsson segist hafa verið stoltur af því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í þriðja sinn á ferlinum. Hann tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hafði stýrt liðinu í tvö ár. Guðmundur var síðast þjálfari Íslands árið 2012 en hann hefur síðan þá stýrt Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni sem og landsliðum Danmerkur og Barein. Hann vann til verðlauna með báðum liðum - hann varð Ólympíumeistari með Danmörku árið 2016 og vann svo nýlega silfur á Asíuleikunum með Barein. Árangur Íslands hefur ekki verið eftir væntingum síðastliðin ár og komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni á EM í Króatíu. Geir hefur tekið inn marga unga leikmenn í landsliðið síðustu ár og aðrir reynslumiklir leikmenn kvatt. „Það er ákveðin ögrun fólgin í því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur við íþróttadeild í dag. „Árangurinn hefur ekki verið sá sem vonast hafði verið eftir en það helgast meðal annars af því að það eru yngri leikmenn í liðinu en áður. Því lagði ég sérstaka áherslu á það í viðræðum mínum við HSÍ að það myndi taka tíma að byggja upp liðið á nýjan leik,“ sagði Guðmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning. Á þeim tíma vill Guðmundur koma Íslandi aftur í hóp átta bestu liða heims og segir að það sé mikil áskorun og verðugt verkefni. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum drengjum. Við verðum því að vona að það takist að skapa stöðugleika í landsliðinu svo að hægt verði að bæta árangurinn.“ Guðmundur á glæsilega ferilsskrá að baki og viðurkennir að hann hefði sjálfsagt geta tekið að sér arðbærari störf en að taka við landsliði Íslands. „Já, örugglega. En þetta snýst ekki um peninga. Mér finnst verkefnið spennandi. Mér hefur alla tíð liðið vel að þjálfa íslenska landsliðið. Það eru gerðar kröfur til manns og ég hef ekkert nema gott um það að segja.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segist hafa verið stoltur af því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í þriðja sinn á ferlinum. Hann tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hafði stýrt liðinu í tvö ár. Guðmundur var síðast þjálfari Íslands árið 2012 en hann hefur síðan þá stýrt Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni sem og landsliðum Danmerkur og Barein. Hann vann til verðlauna með báðum liðum - hann varð Ólympíumeistari með Danmörku árið 2016 og vann svo nýlega silfur á Asíuleikunum með Barein. Árangur Íslands hefur ekki verið eftir væntingum síðastliðin ár og komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni á EM í Króatíu. Geir hefur tekið inn marga unga leikmenn í landsliðið síðustu ár og aðrir reynslumiklir leikmenn kvatt. „Það er ákveðin ögrun fólgin í því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur við íþróttadeild í dag. „Árangurinn hefur ekki verið sá sem vonast hafði verið eftir en það helgast meðal annars af því að það eru yngri leikmenn í liðinu en áður. Því lagði ég sérstaka áherslu á það í viðræðum mínum við HSÍ að það myndi taka tíma að byggja upp liðið á nýjan leik,“ sagði Guðmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning. Á þeim tíma vill Guðmundur koma Íslandi aftur í hóp átta bestu liða heims og segir að það sé mikil áskorun og verðugt verkefni. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum drengjum. Við verðum því að vona að það takist að skapa stöðugleika í landsliðinu svo að hægt verði að bæta árangurinn.“ Guðmundur á glæsilega ferilsskrá að baki og viðurkennir að hann hefði sjálfsagt geta tekið að sér arðbærari störf en að taka við landsliði Íslands. „Já, örugglega. En þetta snýst ekki um peninga. Mér finnst verkefnið spennandi. Mér hefur alla tíð liðið vel að þjálfa íslenska landsliðið. Það eru gerðar kröfur til manns og ég hef ekkert nema gott um það að segja.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Burnley - Chelsea | Vinna gestirnir þriðja í röð? Enski boltinn Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira