Hvernig skal bregðast við nýjum veruleika? Helga Árnadóttir skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Ísland er lítið opið hagkerfi með mjög hátt hlutfall nettenginga á hverja 100 íbúa. Líklega er þetta ein mikilvægasta skýringin á því að Ísland er ekki „eyland“ í sama skilningi og áður – Ísland er nú partur af alþjóðlegum hringvegi netheima. Byltingakenndar breytingar á undanförnum árum hafa þau áhrif að nú er hægt að bera saman, í rauntíma, framboð í ferðaþjónustu þvert á landamæri og menningarheima – án þess að standa upp frá tölvunni. Samkeppnin um athygli ferðamanna er mikil en á hinn bóginn er markaðssetning í gegnum samfélagsmiðla á stóran alþjóðlegan markað mun aðgengilegri en áður og skilin á milli einstaklinga og fyrirtækja sem deila og skiptast á vörum sínum á samkeppnismarkaði orðin óljós.Mikilvægt að ná heildaryfirsýn Meðal alþjóðastofnana og einstakra landa hafa viðbrögð við „deilihagkerfinu“ (s.s. Airbnb og Uber) einkennst af „wait and see“ viðhorfi. Á sama tíma og menn fagna nýrri tækni og framþróun á mörgum sviðum í þeim tilgangi að auka hagkvæmni, eykst sjálfsögð krafa um að ná heildaryfirsýn yfir starfsemina. Að sammælst sé um alþjóðlega skilgreiningu á þjónustustarfsemi eins og Airbnb, að hún sé mátuð við gildandi regluverk og það aðlagað eða nýtt mótað og skilvirkni þannig tryggð. Starfsemina þarf að bóka í hið formlega hagkerfi. Slík krafa er ekki síst til komin vegna samfélagslegra þolmarka íbúa hvers svæðis. Þannig hafa borgir og stjórnvöld í sívaxandi mæli verið að bregðast við gjörbreyttu landslagi með því að úthluta takmörkuðum leyfisfjölda á framboðsaðila á einstökum svæðum og/eða dagafjölda í útleigu. Jafnframt hafa lönd gert tilraunir með að innheimta skatt af hinu erlenda fyrirtæki Airbnb, en óljóst er hvaða árangri það hefur skilað.Eigum enn langt í land Samkvæmt lögum hér á landi ber aðilum að skrá eign sína til útleigu hjá sýslumanni. Rúmlega 1.000 einstaklingar hafa nú þegar skráð sig. Samkvæmt þeim úttektum sem gerðar hafa verið hér á landi á umfangi Airbnb má hins vegar gera ráð fyrir að í fyrra hafi um 6.000 gestgjafar boðið fram gistiþjónustu á Airbnb. Fyrrgreind skráning hjá sýslumanni sýnir að enn er langt í land með að hægt sé að ná utan um framboð á gistirými í netheimum. Á sama tíma eru ríki og sveitarfélög að verða af gífurlegum skatttekjum auk þess sem samkeppnisumhverfi hótela og annarra hefðbundinna gististaða er orðið algerlega óásættanlegt. Í árslok 2017 bárust fréttir frá Evrópusambandinu þar sem skýrt er kveðið á um að leigubílafyrirtækið Uber sé ekki lengur skilgreint sem „digital milliliður“ (stafrænn milliliður) með þjónustu milli neytenda og þess sem veitir þjónustuna. Þar með fellur Uber undir hefðbundnar reglugerðir og tilskipanir um fyrirtæki í leigubílaakstri og þarf að lúta lögum og reglum sem gildir um þá starfsemi.Marka þarf rammann Það er íslenskra stjórnvalda og sveitarstjórna að marka rammann hér á landi. Íbúðagistingu vex ásmegin í skjóli úrræðaleysis og ákvörðunarfælni. Markmið og umgjörð er ábótavant. Sveitastjórnarkosningar eru fram undan og ég vænti þess að umræða um skipulagsmál tengd íbúðagistingu og þannig félagslegum þolmörkum íbúanna verði þar ofarlega á dagskrá.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Ísland er lítið opið hagkerfi með mjög hátt hlutfall nettenginga á hverja 100 íbúa. Líklega er þetta ein mikilvægasta skýringin á því að Ísland er ekki „eyland“ í sama skilningi og áður – Ísland er nú partur af alþjóðlegum hringvegi netheima. Byltingakenndar breytingar á undanförnum árum hafa þau áhrif að nú er hægt að bera saman, í rauntíma, framboð í ferðaþjónustu þvert á landamæri og menningarheima – án þess að standa upp frá tölvunni. Samkeppnin um athygli ferðamanna er mikil en á hinn bóginn er markaðssetning í gegnum samfélagsmiðla á stóran alþjóðlegan markað mun aðgengilegri en áður og skilin á milli einstaklinga og fyrirtækja sem deila og skiptast á vörum sínum á samkeppnismarkaði orðin óljós.Mikilvægt að ná heildaryfirsýn Meðal alþjóðastofnana og einstakra landa hafa viðbrögð við „deilihagkerfinu“ (s.s. Airbnb og Uber) einkennst af „wait and see“ viðhorfi. Á sama tíma og menn fagna nýrri tækni og framþróun á mörgum sviðum í þeim tilgangi að auka hagkvæmni, eykst sjálfsögð krafa um að ná heildaryfirsýn yfir starfsemina. Að sammælst sé um alþjóðlega skilgreiningu á þjónustustarfsemi eins og Airbnb, að hún sé mátuð við gildandi regluverk og það aðlagað eða nýtt mótað og skilvirkni þannig tryggð. Starfsemina þarf að bóka í hið formlega hagkerfi. Slík krafa er ekki síst til komin vegna samfélagslegra þolmarka íbúa hvers svæðis. Þannig hafa borgir og stjórnvöld í sívaxandi mæli verið að bregðast við gjörbreyttu landslagi með því að úthluta takmörkuðum leyfisfjölda á framboðsaðila á einstökum svæðum og/eða dagafjölda í útleigu. Jafnframt hafa lönd gert tilraunir með að innheimta skatt af hinu erlenda fyrirtæki Airbnb, en óljóst er hvaða árangri það hefur skilað.Eigum enn langt í land Samkvæmt lögum hér á landi ber aðilum að skrá eign sína til útleigu hjá sýslumanni. Rúmlega 1.000 einstaklingar hafa nú þegar skráð sig. Samkvæmt þeim úttektum sem gerðar hafa verið hér á landi á umfangi Airbnb má hins vegar gera ráð fyrir að í fyrra hafi um 6.000 gestgjafar boðið fram gistiþjónustu á Airbnb. Fyrrgreind skráning hjá sýslumanni sýnir að enn er langt í land með að hægt sé að ná utan um framboð á gistirými í netheimum. Á sama tíma eru ríki og sveitarfélög að verða af gífurlegum skatttekjum auk þess sem samkeppnisumhverfi hótela og annarra hefðbundinna gististaða er orðið algerlega óásættanlegt. Í árslok 2017 bárust fréttir frá Evrópusambandinu þar sem skýrt er kveðið á um að leigubílafyrirtækið Uber sé ekki lengur skilgreint sem „digital milliliður“ (stafrænn milliliður) með þjónustu milli neytenda og þess sem veitir þjónustuna. Þar með fellur Uber undir hefðbundnar reglugerðir og tilskipanir um fyrirtæki í leigubílaakstri og þarf að lúta lögum og reglum sem gildir um þá starfsemi.Marka þarf rammann Það er íslenskra stjórnvalda og sveitarstjórna að marka rammann hér á landi. Íbúðagistingu vex ásmegin í skjóli úrræðaleysis og ákvörðunarfælni. Markmið og umgjörð er ábótavant. Sveitastjórnarkosningar eru fram undan og ég vænti þess að umræða um skipulagsmál tengd íbúðagistingu og þannig félagslegum þolmörkum íbúanna verði þar ofarlega á dagskrá.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar