Eftirlaun lægri hér en í ríkjum OECD; þó meiri hagvöxtur hér Björgvin Guðmundsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag? Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra, sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi. Það eru 6.000 börn, sem búa við fátækt á Íslandi í dag. Það er smánarblettur á íslensku þjóðfélagi. Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin vill gera. Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Þeir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR. Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr. eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð). Það lifir enginn af þessari upphæð. Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor. Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að gerast strax.Eftirlaun hækki um 36 milljarða Hvað þarf að hækka lífeyri aldraðra mikið svo hann sé mannsæmandi og dugi vel fyrir öllum útgjöldum. Að mínu mati þarf að hækka hann í 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, 320 þúsund kr. eftir skatt. Ég tel það vera lágmark til þess að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er lífeyrir eftir skatt 243 þúsund á mánuði. Hér er því verið að leggja til 77 þúsund króna hækkun á mánuði eftir skatt. Ýmsum mun ef til vill finnast þetta mikil hækkun. Og víst er það rétt. En á það er að líta, að lífeyrir í dag er mjög lágur, alltof lágur og þess vegna þarf að hækka hann mikið. Nýlega vann dr. Haukur Arnþórsson skýrslu fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík um kjör aldraðra. Í henni kemur fram, að eftirlaun aldraðra á Íslandi eru mun lægri en eftirlaun í OECD-ríkjunum, þ.e. sem hlutfall af þjóðartekjum. Eftirlaun aldraðra á Íslandi eru 5,1% af þjóðartekjum en í ríkjum OECD eru eftirlaun aldraðra 8,2% af þjóðartekjum, þ.e. meðaltalið. Hér er fjallað um eftirlaun (lífeyri) frá hinu opinbera, þ.e. almannatryggingum. Dr. Haukur Arnþórsson segir, að til þess að jafna metin og lyfta eftirlaunum á Íslandi upp í það sama og þau eru að meðaltali í OECD-ríkjunum þurfi að hækka eftirlaun aldraðra á Íslandi um 36 milljarða. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og leiða í ljós, að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig gagnvart eldri borgurum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa brugðist öldruðum. Enda er það svo, að alþingismenn hafa flestir hverjir engan áhuga á kjaramálum aldraðra. Ýmist eru kjaramál aldraðra í neðsta sæti forgangslistans hjá þeim eða alls ekki á listanum.Hækkun eftirlauna strax Ég hef lagt til, að afnám skerðinga eigi sér stað á þremur árum en þá er það auðvelt í framkvæmd fyrir ríkið. Hins vegar tel ég, að hækkun eftirlauna eigi að gerast strax. Það er óforsvaranlegt að hafa eftirlaun lægri hér á landi en í löndum OECD, þegar hagvöxtur er meiri hér en í ríkjum OECD. Það er í rauninni verið að svíkja eldri borgara um hlutdeild í hagvextinum. Það er illa komið fram við eldri borgara. Það eru aldraðir sem hafa skapað það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Þegar mikil uppsveifla er í efnahagslífi landsins og hámarkshagvöxtur er kjörum aldraðra haldið niðri og þau höfð lægri en í ríkjum OECD. Þetta verður að leiðrétta strax. Það þolir enga bið.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Hvað er brýnast að gera í íslenskum þjóðmálum í dag? Brýnast er að útrýma fátækt og bæta kjör þeirra, sem lakast standa í íslensku þjóðfélagi. Það eru 6.000 börn, sem búa við fátækt á Íslandi í dag. Það er smánarblettur á íslensku þjóðfélagi. Það þarf strax í dag að ganga í að leysa það mál; ekki setja málið í nefnd eins og ríkisstjórnin vill gera. Síðan þarf einnig strax að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja. Þeir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum geta ekki lifað af lífeyrinum frá TR. Giftur aldraður hefur í dag 204 þúsund kr. eftir skatt (hefur ekki lífeyrissjóð). Það lifir enginn af þessari upphæð. Lyf og læknishjálp verða útundan; það er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin ætlar að athuga þetta mál í vor. Það er alltof seint. Það á að leysa það strax í dag. Það þolir enga bið að leiðrétta lífeyrinn. Það verður að gerast strax.Eftirlaun hækki um 36 milljarða Hvað þarf að hækka lífeyri aldraðra mikið svo hann sé mannsæmandi og dugi vel fyrir öllum útgjöldum. Að mínu mati þarf að hækka hann í 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt, 320 þúsund kr. eftir skatt. Ég tel það vera lágmark til þess að lifa sómasamlegu lífi. Í dag er lífeyrir eftir skatt 243 þúsund á mánuði. Hér er því verið að leggja til 77 þúsund króna hækkun á mánuði eftir skatt. Ýmsum mun ef til vill finnast þetta mikil hækkun. Og víst er það rétt. En á það er að líta, að lífeyrir í dag er mjög lágur, alltof lágur og þess vegna þarf að hækka hann mikið. Nýlega vann dr. Haukur Arnþórsson skýrslu fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík um kjör aldraðra. Í henni kemur fram, að eftirlaun aldraðra á Íslandi eru mun lægri en eftirlaun í OECD-ríkjunum, þ.e. sem hlutfall af þjóðartekjum. Eftirlaun aldraðra á Íslandi eru 5,1% af þjóðartekjum en í ríkjum OECD eru eftirlaun aldraðra 8,2% af þjóðartekjum, þ.e. meðaltalið. Hér er fjallað um eftirlaun (lífeyri) frá hinu opinbera, þ.e. almannatryggingum. Dr. Haukur Arnþórsson segir, að til þess að jafna metin og lyfta eftirlaunum á Íslandi upp í það sama og þau eru að meðaltali í OECD-ríkjunum þurfi að hækka eftirlaun aldraðra á Íslandi um 36 milljarða. Þetta eru athyglisverðar upplýsingar og leiða í ljós, að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki staðið sig gagnvart eldri borgurum. Íslenskir stjórnmálamenn hafa brugðist öldruðum. Enda er það svo, að alþingismenn hafa flestir hverjir engan áhuga á kjaramálum aldraðra. Ýmist eru kjaramál aldraðra í neðsta sæti forgangslistans hjá þeim eða alls ekki á listanum.Hækkun eftirlauna strax Ég hef lagt til, að afnám skerðinga eigi sér stað á þremur árum en þá er það auðvelt í framkvæmd fyrir ríkið. Hins vegar tel ég, að hækkun eftirlauna eigi að gerast strax. Það er óforsvaranlegt að hafa eftirlaun lægri hér á landi en í löndum OECD, þegar hagvöxtur er meiri hér en í ríkjum OECD. Það er í rauninni verið að svíkja eldri borgara um hlutdeild í hagvextinum. Það er illa komið fram við eldri borgara. Það eru aldraðir sem hafa skapað það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Þegar mikil uppsveifla er í efnahagslífi landsins og hámarkshagvöxtur er kjörum aldraðra haldið niðri og þau höfð lægri en í ríkjum OECD. Þetta verður að leiðrétta strax. Það þolir enga bið.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun