Olíusjóðir Íslands Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Við Íslendingar stærum okkur af því að vera þjóðin sem reddar hlutunum. Við vöðum í verkin og klárum þau á undraskömmum tíma og jafnvel líka með nánast engum fyrirvara. Fátt lýsir þjóðarsálinni betur en orðin „þetta reddast“ sem við segjum með stolti þó oftar en ekki fylgi einnig vottur af skömm. Við erum stolt af útsjónarseminni sem þetta útheimtir en skömmin felst í að þetta sýnir að við sem þjóð erum ekkert sérstaklega framsýn. Íslenskir stjórnmálamenn hugsa í kjörtímabilum. Íslenskir nemar í önnum. Íslenskir launþegar í Visa-tímabilum. Og svo framvegis. Á þessu eru líklega ekki nægilega margar undantekningar, en þær eru þó til. Og sumar þeirra eru ansi merkilegar.Mörg stór skref Ein þeirra eru lífeyrissjóðir landsmanna. Til að koma þeim á þurftu menn að horfa til framtíðar og taka ákvarðanir sem öllum var ljóst að myndu ekki gagnast landsmönnum fyrr en árum og jafnvel áratugum síðar. Eitt af fjölmörgum skrefum sem tekin voru á langri leið að því lífeyrissjóðakerfi sem við þekkjum í dag var tekið árið 1904 þegar sett voru lög um að embættismenn skyldu safna sér ellistyrk. Annað skref var tekið árið 1919 þegar settur var á laggirnar lífeyrissjóður fyrir embættismenn og miklu síðar, eða árið 1943, var lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stofnaður. Mjög stórt skref var stigið árið 1969 þegar samið var um í kjarasamningum að stofnaðir yrðu atvinnutengdir lífeyrissjóðir. Í öll skiptin var horft ár og áratugi fram í tímann en ekki tjaldað til einnar nætur.Stærðin er styrkur Lífeyrissjóðakerfið er í dag risavaxið og þar með afar öflugt. Í raun kerfi sem við sem þjóð ættum að stæra okkur af á sama hátt og t.d. Norðmenn gera þegar rætt er um olíusjóð þeirra. Því margt er líkt með norska sjóðnum og lífeyriskerfinu íslenska, þótt fjármögnun kerfanna sé augljóslega afar ólík. Hlutverkið í báðum löndum er þó í grunninn það sama, þ.e. að tryggja þeim framfærslu sem látið hafa af störfum sökum aldurs. Í opinberri umræðu er gagnrýni á lífeyrissjóðina þó mun meira áberandi en umræða um styrkleikana. Talað er um lífeyrissjóðakerfið sem gímald sem gnæfi yfir atvinnulífinu á Íslandi, bákn sem kosti óhemju fjármuni að reka og óskilvirkt kerfi sem skili sjóðfélögum litlu. Sem er einfaldlega rangt. Það er hins vegar staðreynd að lífeyrissjóðirnir greiða í dag um 70% af öllum ellilífeyri í landinu. Það sem upp á vantar er greitt af ríkinu í gegnum Tryggingastofnun. Þær greiðslur lúta alls konar reglum um skerðingar og tekjutengingar, og því miður virðist sem að ásýnd alls kerfisins sem greiðir út ellilífeyri mótist af því. Það gleymist hins vegar að ellilífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna taka einmitt ekki þessum skerðingum. Þar hafa menn áunnið sér réttindi og fá greitt í samræmi við þau, óháð öðrum eigin tekjum eða tekjum maka. Greiðslur lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga, í formi elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris námu árið 2016 rúmlega 119 milljörðum króna.Persónuleg þjónusta Lífeyrissjóðir leggja allt kapp á að veita sjóðfélögum sínum fyrirtaks þjónustu. Á tækniöld, þar sem þjónustuver fjármálastofnana minna sífellt meira á tölvuver, leggja lífeyrissjóðir áherslu á persónulega þjónustu og vinalegt viðmót. Víða er einnig boðið upp á rafræna þjónustu fyrir þá sem það kjósa, en þar er persónulegum samskiptum ekki fórnað, þótt slík þjónusta kosti augljóslega einhverja fjármuni. Lífeyrissjóðirnir eru enn fremur mikilvægir fjárfestar í atvinnulífinu hér á landi og eru þannig sterkur bakhjarl bæði stórra og smárra rótgróinna fyrirtækja en einnig nýrra fyrirtækja sem eru að byggja sig upp. Því til viðbótar eru lífeyrissjóðirnir aðallánveitendur íbúðakaupenda og bjóða þar upp á hagstæðari kjör en aðrir. Umræða um lífeyrissjóðina mun halda áfram næstu árin og áratugina. Hún er þörf því málefnaleg gagnrýni er holl og tryggir að kerfið heldur áfram að þróast og þroskast. En við verðum líka að þora að segja frá því sem vel er gert og draga fram styrkleika kerfisins enda er margt í lífeyrissjóðakerfinu sem við megum vera stolt af.Höfundur er forstöðumaður upplýsingamála hjá lífeyrissjóðnum Gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stærum okkur af því að vera þjóðin sem reddar hlutunum. Við vöðum í verkin og klárum þau á undraskömmum tíma og jafnvel líka með nánast engum fyrirvara. Fátt lýsir þjóðarsálinni betur en orðin „þetta reddast“ sem við segjum með stolti þó oftar en ekki fylgi einnig vottur af skömm. Við erum stolt af útsjónarseminni sem þetta útheimtir en skömmin felst í að þetta sýnir að við sem þjóð erum ekkert sérstaklega framsýn. Íslenskir stjórnmálamenn hugsa í kjörtímabilum. Íslenskir nemar í önnum. Íslenskir launþegar í Visa-tímabilum. Og svo framvegis. Á þessu eru líklega ekki nægilega margar undantekningar, en þær eru þó til. Og sumar þeirra eru ansi merkilegar.Mörg stór skref Ein þeirra eru lífeyrissjóðir landsmanna. Til að koma þeim á þurftu menn að horfa til framtíðar og taka ákvarðanir sem öllum var ljóst að myndu ekki gagnast landsmönnum fyrr en árum og jafnvel áratugum síðar. Eitt af fjölmörgum skrefum sem tekin voru á langri leið að því lífeyrissjóðakerfi sem við þekkjum í dag var tekið árið 1904 þegar sett voru lög um að embættismenn skyldu safna sér ellistyrk. Annað skref var tekið árið 1919 þegar settur var á laggirnar lífeyrissjóður fyrir embættismenn og miklu síðar, eða árið 1943, var lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stofnaður. Mjög stórt skref var stigið árið 1969 þegar samið var um í kjarasamningum að stofnaðir yrðu atvinnutengdir lífeyrissjóðir. Í öll skiptin var horft ár og áratugi fram í tímann en ekki tjaldað til einnar nætur.Stærðin er styrkur Lífeyrissjóðakerfið er í dag risavaxið og þar með afar öflugt. Í raun kerfi sem við sem þjóð ættum að stæra okkur af á sama hátt og t.d. Norðmenn gera þegar rætt er um olíusjóð þeirra. Því margt er líkt með norska sjóðnum og lífeyriskerfinu íslenska, þótt fjármögnun kerfanna sé augljóslega afar ólík. Hlutverkið í báðum löndum er þó í grunninn það sama, þ.e. að tryggja þeim framfærslu sem látið hafa af störfum sökum aldurs. Í opinberri umræðu er gagnrýni á lífeyrissjóðina þó mun meira áberandi en umræða um styrkleikana. Talað er um lífeyrissjóðakerfið sem gímald sem gnæfi yfir atvinnulífinu á Íslandi, bákn sem kosti óhemju fjármuni að reka og óskilvirkt kerfi sem skili sjóðfélögum litlu. Sem er einfaldlega rangt. Það er hins vegar staðreynd að lífeyrissjóðirnir greiða í dag um 70% af öllum ellilífeyri í landinu. Það sem upp á vantar er greitt af ríkinu í gegnum Tryggingastofnun. Þær greiðslur lúta alls konar reglum um skerðingar og tekjutengingar, og því miður virðist sem að ásýnd alls kerfisins sem greiðir út ellilífeyri mótist af því. Það gleymist hins vegar að ellilífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna taka einmitt ekki þessum skerðingum. Þar hafa menn áunnið sér réttindi og fá greitt í samræmi við þau, óháð öðrum eigin tekjum eða tekjum maka. Greiðslur lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga, í formi elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris námu árið 2016 rúmlega 119 milljörðum króna.Persónuleg þjónusta Lífeyrissjóðir leggja allt kapp á að veita sjóðfélögum sínum fyrirtaks þjónustu. Á tækniöld, þar sem þjónustuver fjármálastofnana minna sífellt meira á tölvuver, leggja lífeyrissjóðir áherslu á persónulega þjónustu og vinalegt viðmót. Víða er einnig boðið upp á rafræna þjónustu fyrir þá sem það kjósa, en þar er persónulegum samskiptum ekki fórnað, þótt slík þjónusta kosti augljóslega einhverja fjármuni. Lífeyrissjóðirnir eru enn fremur mikilvægir fjárfestar í atvinnulífinu hér á landi og eru þannig sterkur bakhjarl bæði stórra og smárra rótgróinna fyrirtækja en einnig nýrra fyrirtækja sem eru að byggja sig upp. Því til viðbótar eru lífeyrissjóðirnir aðallánveitendur íbúðakaupenda og bjóða þar upp á hagstæðari kjör en aðrir. Umræða um lífeyrissjóðina mun halda áfram næstu árin og áratugina. Hún er þörf því málefnaleg gagnrýni er holl og tryggir að kerfið heldur áfram að þróast og þroskast. En við verðum líka að þora að segja frá því sem vel er gert og draga fram styrkleika kerfisins enda er margt í lífeyrissjóðakerfinu sem við megum vera stolt af.Höfundur er forstöðumaður upplýsingamála hjá lífeyrissjóðnum Gildi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun