Olíusjóðir Íslands Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Við Íslendingar stærum okkur af því að vera þjóðin sem reddar hlutunum. Við vöðum í verkin og klárum þau á undraskömmum tíma og jafnvel líka með nánast engum fyrirvara. Fátt lýsir þjóðarsálinni betur en orðin „þetta reddast“ sem við segjum með stolti þó oftar en ekki fylgi einnig vottur af skömm. Við erum stolt af útsjónarseminni sem þetta útheimtir en skömmin felst í að þetta sýnir að við sem þjóð erum ekkert sérstaklega framsýn. Íslenskir stjórnmálamenn hugsa í kjörtímabilum. Íslenskir nemar í önnum. Íslenskir launþegar í Visa-tímabilum. Og svo framvegis. Á þessu eru líklega ekki nægilega margar undantekningar, en þær eru þó til. Og sumar þeirra eru ansi merkilegar.Mörg stór skref Ein þeirra eru lífeyrissjóðir landsmanna. Til að koma þeim á þurftu menn að horfa til framtíðar og taka ákvarðanir sem öllum var ljóst að myndu ekki gagnast landsmönnum fyrr en árum og jafnvel áratugum síðar. Eitt af fjölmörgum skrefum sem tekin voru á langri leið að því lífeyrissjóðakerfi sem við þekkjum í dag var tekið árið 1904 þegar sett voru lög um að embættismenn skyldu safna sér ellistyrk. Annað skref var tekið árið 1919 þegar settur var á laggirnar lífeyrissjóður fyrir embættismenn og miklu síðar, eða árið 1943, var lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stofnaður. Mjög stórt skref var stigið árið 1969 þegar samið var um í kjarasamningum að stofnaðir yrðu atvinnutengdir lífeyrissjóðir. Í öll skiptin var horft ár og áratugi fram í tímann en ekki tjaldað til einnar nætur.Stærðin er styrkur Lífeyrissjóðakerfið er í dag risavaxið og þar með afar öflugt. Í raun kerfi sem við sem þjóð ættum að stæra okkur af á sama hátt og t.d. Norðmenn gera þegar rætt er um olíusjóð þeirra. Því margt er líkt með norska sjóðnum og lífeyriskerfinu íslenska, þótt fjármögnun kerfanna sé augljóslega afar ólík. Hlutverkið í báðum löndum er þó í grunninn það sama, þ.e. að tryggja þeim framfærslu sem látið hafa af störfum sökum aldurs. Í opinberri umræðu er gagnrýni á lífeyrissjóðina þó mun meira áberandi en umræða um styrkleikana. Talað er um lífeyrissjóðakerfið sem gímald sem gnæfi yfir atvinnulífinu á Íslandi, bákn sem kosti óhemju fjármuni að reka og óskilvirkt kerfi sem skili sjóðfélögum litlu. Sem er einfaldlega rangt. Það er hins vegar staðreynd að lífeyrissjóðirnir greiða í dag um 70% af öllum ellilífeyri í landinu. Það sem upp á vantar er greitt af ríkinu í gegnum Tryggingastofnun. Þær greiðslur lúta alls konar reglum um skerðingar og tekjutengingar, og því miður virðist sem að ásýnd alls kerfisins sem greiðir út ellilífeyri mótist af því. Það gleymist hins vegar að ellilífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna taka einmitt ekki þessum skerðingum. Þar hafa menn áunnið sér réttindi og fá greitt í samræmi við þau, óháð öðrum eigin tekjum eða tekjum maka. Greiðslur lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga, í formi elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris námu árið 2016 rúmlega 119 milljörðum króna.Persónuleg þjónusta Lífeyrissjóðir leggja allt kapp á að veita sjóðfélögum sínum fyrirtaks þjónustu. Á tækniöld, þar sem þjónustuver fjármálastofnana minna sífellt meira á tölvuver, leggja lífeyrissjóðir áherslu á persónulega þjónustu og vinalegt viðmót. Víða er einnig boðið upp á rafræna þjónustu fyrir þá sem það kjósa, en þar er persónulegum samskiptum ekki fórnað, þótt slík þjónusta kosti augljóslega einhverja fjármuni. Lífeyrissjóðirnir eru enn fremur mikilvægir fjárfestar í atvinnulífinu hér á landi og eru þannig sterkur bakhjarl bæði stórra og smárra rótgróinna fyrirtækja en einnig nýrra fyrirtækja sem eru að byggja sig upp. Því til viðbótar eru lífeyrissjóðirnir aðallánveitendur íbúðakaupenda og bjóða þar upp á hagstæðari kjör en aðrir. Umræða um lífeyrissjóðina mun halda áfram næstu árin og áratugina. Hún er þörf því málefnaleg gagnrýni er holl og tryggir að kerfið heldur áfram að þróast og þroskast. En við verðum líka að þora að segja frá því sem vel er gert og draga fram styrkleika kerfisins enda er margt í lífeyrissjóðakerfinu sem við megum vera stolt af.Höfundur er forstöðumaður upplýsingamála hjá lífeyrissjóðnum Gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stærum okkur af því að vera þjóðin sem reddar hlutunum. Við vöðum í verkin og klárum þau á undraskömmum tíma og jafnvel líka með nánast engum fyrirvara. Fátt lýsir þjóðarsálinni betur en orðin „þetta reddast“ sem við segjum með stolti þó oftar en ekki fylgi einnig vottur af skömm. Við erum stolt af útsjónarseminni sem þetta útheimtir en skömmin felst í að þetta sýnir að við sem þjóð erum ekkert sérstaklega framsýn. Íslenskir stjórnmálamenn hugsa í kjörtímabilum. Íslenskir nemar í önnum. Íslenskir launþegar í Visa-tímabilum. Og svo framvegis. Á þessu eru líklega ekki nægilega margar undantekningar, en þær eru þó til. Og sumar þeirra eru ansi merkilegar.Mörg stór skref Ein þeirra eru lífeyrissjóðir landsmanna. Til að koma þeim á þurftu menn að horfa til framtíðar og taka ákvarðanir sem öllum var ljóst að myndu ekki gagnast landsmönnum fyrr en árum og jafnvel áratugum síðar. Eitt af fjölmörgum skrefum sem tekin voru á langri leið að því lífeyrissjóðakerfi sem við þekkjum í dag var tekið árið 1904 þegar sett voru lög um að embættismenn skyldu safna sér ellistyrk. Annað skref var tekið árið 1919 þegar settur var á laggirnar lífeyrissjóður fyrir embættismenn og miklu síðar, eða árið 1943, var lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stofnaður. Mjög stórt skref var stigið árið 1969 þegar samið var um í kjarasamningum að stofnaðir yrðu atvinnutengdir lífeyrissjóðir. Í öll skiptin var horft ár og áratugi fram í tímann en ekki tjaldað til einnar nætur.Stærðin er styrkur Lífeyrissjóðakerfið er í dag risavaxið og þar með afar öflugt. Í raun kerfi sem við sem þjóð ættum að stæra okkur af á sama hátt og t.d. Norðmenn gera þegar rætt er um olíusjóð þeirra. Því margt er líkt með norska sjóðnum og lífeyriskerfinu íslenska, þótt fjármögnun kerfanna sé augljóslega afar ólík. Hlutverkið í báðum löndum er þó í grunninn það sama, þ.e. að tryggja þeim framfærslu sem látið hafa af störfum sökum aldurs. Í opinberri umræðu er gagnrýni á lífeyrissjóðina þó mun meira áberandi en umræða um styrkleikana. Talað er um lífeyrissjóðakerfið sem gímald sem gnæfi yfir atvinnulífinu á Íslandi, bákn sem kosti óhemju fjármuni að reka og óskilvirkt kerfi sem skili sjóðfélögum litlu. Sem er einfaldlega rangt. Það er hins vegar staðreynd að lífeyrissjóðirnir greiða í dag um 70% af öllum ellilífeyri í landinu. Það sem upp á vantar er greitt af ríkinu í gegnum Tryggingastofnun. Þær greiðslur lúta alls konar reglum um skerðingar og tekjutengingar, og því miður virðist sem að ásýnd alls kerfisins sem greiðir út ellilífeyri mótist af því. Það gleymist hins vegar að ellilífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna taka einmitt ekki þessum skerðingum. Þar hafa menn áunnið sér réttindi og fá greitt í samræmi við þau, óháð öðrum eigin tekjum eða tekjum maka. Greiðslur lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga, í formi elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris námu árið 2016 rúmlega 119 milljörðum króna.Persónuleg þjónusta Lífeyrissjóðir leggja allt kapp á að veita sjóðfélögum sínum fyrirtaks þjónustu. Á tækniöld, þar sem þjónustuver fjármálastofnana minna sífellt meira á tölvuver, leggja lífeyrissjóðir áherslu á persónulega þjónustu og vinalegt viðmót. Víða er einnig boðið upp á rafræna þjónustu fyrir þá sem það kjósa, en þar er persónulegum samskiptum ekki fórnað, þótt slík þjónusta kosti augljóslega einhverja fjármuni. Lífeyrissjóðirnir eru enn fremur mikilvægir fjárfestar í atvinnulífinu hér á landi og eru þannig sterkur bakhjarl bæði stórra og smárra rótgróinna fyrirtækja en einnig nýrra fyrirtækja sem eru að byggja sig upp. Því til viðbótar eru lífeyrissjóðirnir aðallánveitendur íbúðakaupenda og bjóða þar upp á hagstæðari kjör en aðrir. Umræða um lífeyrissjóðina mun halda áfram næstu árin og áratugina. Hún er þörf því málefnaleg gagnrýni er holl og tryggir að kerfið heldur áfram að þróast og þroskast. En við verðum líka að þora að segja frá því sem vel er gert og draga fram styrkleika kerfisins enda er margt í lífeyrissjóðakerfinu sem við megum vera stolt af.Höfundur er forstöðumaður upplýsingamála hjá lífeyrissjóðnum Gildi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun