Olíusjóðir Íslands Aðalbjörn Sigurðsson skrifar 8. febrúar 2018 07:00 Við Íslendingar stærum okkur af því að vera þjóðin sem reddar hlutunum. Við vöðum í verkin og klárum þau á undraskömmum tíma og jafnvel líka með nánast engum fyrirvara. Fátt lýsir þjóðarsálinni betur en orðin „þetta reddast“ sem við segjum með stolti þó oftar en ekki fylgi einnig vottur af skömm. Við erum stolt af útsjónarseminni sem þetta útheimtir en skömmin felst í að þetta sýnir að við sem þjóð erum ekkert sérstaklega framsýn. Íslenskir stjórnmálamenn hugsa í kjörtímabilum. Íslenskir nemar í önnum. Íslenskir launþegar í Visa-tímabilum. Og svo framvegis. Á þessu eru líklega ekki nægilega margar undantekningar, en þær eru þó til. Og sumar þeirra eru ansi merkilegar.Mörg stór skref Ein þeirra eru lífeyrissjóðir landsmanna. Til að koma þeim á þurftu menn að horfa til framtíðar og taka ákvarðanir sem öllum var ljóst að myndu ekki gagnast landsmönnum fyrr en árum og jafnvel áratugum síðar. Eitt af fjölmörgum skrefum sem tekin voru á langri leið að því lífeyrissjóðakerfi sem við þekkjum í dag var tekið árið 1904 þegar sett voru lög um að embættismenn skyldu safna sér ellistyrk. Annað skref var tekið árið 1919 þegar settur var á laggirnar lífeyrissjóður fyrir embættismenn og miklu síðar, eða árið 1943, var lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stofnaður. Mjög stórt skref var stigið árið 1969 þegar samið var um í kjarasamningum að stofnaðir yrðu atvinnutengdir lífeyrissjóðir. Í öll skiptin var horft ár og áratugi fram í tímann en ekki tjaldað til einnar nætur.Stærðin er styrkur Lífeyrissjóðakerfið er í dag risavaxið og þar með afar öflugt. Í raun kerfi sem við sem þjóð ættum að stæra okkur af á sama hátt og t.d. Norðmenn gera þegar rætt er um olíusjóð þeirra. Því margt er líkt með norska sjóðnum og lífeyriskerfinu íslenska, þótt fjármögnun kerfanna sé augljóslega afar ólík. Hlutverkið í báðum löndum er þó í grunninn það sama, þ.e. að tryggja þeim framfærslu sem látið hafa af störfum sökum aldurs. Í opinberri umræðu er gagnrýni á lífeyrissjóðina þó mun meira áberandi en umræða um styrkleikana. Talað er um lífeyrissjóðakerfið sem gímald sem gnæfi yfir atvinnulífinu á Íslandi, bákn sem kosti óhemju fjármuni að reka og óskilvirkt kerfi sem skili sjóðfélögum litlu. Sem er einfaldlega rangt. Það er hins vegar staðreynd að lífeyrissjóðirnir greiða í dag um 70% af öllum ellilífeyri í landinu. Það sem upp á vantar er greitt af ríkinu í gegnum Tryggingastofnun. Þær greiðslur lúta alls konar reglum um skerðingar og tekjutengingar, og því miður virðist sem að ásýnd alls kerfisins sem greiðir út ellilífeyri mótist af því. Það gleymist hins vegar að ellilífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna taka einmitt ekki þessum skerðingum. Þar hafa menn áunnið sér réttindi og fá greitt í samræmi við þau, óháð öðrum eigin tekjum eða tekjum maka. Greiðslur lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga, í formi elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris námu árið 2016 rúmlega 119 milljörðum króna.Persónuleg þjónusta Lífeyrissjóðir leggja allt kapp á að veita sjóðfélögum sínum fyrirtaks þjónustu. Á tækniöld, þar sem þjónustuver fjármálastofnana minna sífellt meira á tölvuver, leggja lífeyrissjóðir áherslu á persónulega þjónustu og vinalegt viðmót. Víða er einnig boðið upp á rafræna þjónustu fyrir þá sem það kjósa, en þar er persónulegum samskiptum ekki fórnað, þótt slík þjónusta kosti augljóslega einhverja fjármuni. Lífeyrissjóðirnir eru enn fremur mikilvægir fjárfestar í atvinnulífinu hér á landi og eru þannig sterkur bakhjarl bæði stórra og smárra rótgróinna fyrirtækja en einnig nýrra fyrirtækja sem eru að byggja sig upp. Því til viðbótar eru lífeyrissjóðirnir aðallánveitendur íbúðakaupenda og bjóða þar upp á hagstæðari kjör en aðrir. Umræða um lífeyrissjóðina mun halda áfram næstu árin og áratugina. Hún er þörf því málefnaleg gagnrýni er holl og tryggir að kerfið heldur áfram að þróast og þroskast. En við verðum líka að þora að segja frá því sem vel er gert og draga fram styrkleika kerfisins enda er margt í lífeyrissjóðakerfinu sem við megum vera stolt af.Höfundur er forstöðumaður upplýsingamála hjá lífeyrissjóðnum Gildi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Við Íslendingar stærum okkur af því að vera þjóðin sem reddar hlutunum. Við vöðum í verkin og klárum þau á undraskömmum tíma og jafnvel líka með nánast engum fyrirvara. Fátt lýsir þjóðarsálinni betur en orðin „þetta reddast“ sem við segjum með stolti þó oftar en ekki fylgi einnig vottur af skömm. Við erum stolt af útsjónarseminni sem þetta útheimtir en skömmin felst í að þetta sýnir að við sem þjóð erum ekkert sérstaklega framsýn. Íslenskir stjórnmálamenn hugsa í kjörtímabilum. Íslenskir nemar í önnum. Íslenskir launþegar í Visa-tímabilum. Og svo framvegis. Á þessu eru líklega ekki nægilega margar undantekningar, en þær eru þó til. Og sumar þeirra eru ansi merkilegar.Mörg stór skref Ein þeirra eru lífeyrissjóðir landsmanna. Til að koma þeim á þurftu menn að horfa til framtíðar og taka ákvarðanir sem öllum var ljóst að myndu ekki gagnast landsmönnum fyrr en árum og jafnvel áratugum síðar. Eitt af fjölmörgum skrefum sem tekin voru á langri leið að því lífeyrissjóðakerfi sem við þekkjum í dag var tekið árið 1904 þegar sett voru lög um að embættismenn skyldu safna sér ellistyrk. Annað skref var tekið árið 1919 þegar settur var á laggirnar lífeyrissjóður fyrir embættismenn og miklu síðar, eða árið 1943, var lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stofnaður. Mjög stórt skref var stigið árið 1969 þegar samið var um í kjarasamningum að stofnaðir yrðu atvinnutengdir lífeyrissjóðir. Í öll skiptin var horft ár og áratugi fram í tímann en ekki tjaldað til einnar nætur.Stærðin er styrkur Lífeyrissjóðakerfið er í dag risavaxið og þar með afar öflugt. Í raun kerfi sem við sem þjóð ættum að stæra okkur af á sama hátt og t.d. Norðmenn gera þegar rætt er um olíusjóð þeirra. Því margt er líkt með norska sjóðnum og lífeyriskerfinu íslenska, þótt fjármögnun kerfanna sé augljóslega afar ólík. Hlutverkið í báðum löndum er þó í grunninn það sama, þ.e. að tryggja þeim framfærslu sem látið hafa af störfum sökum aldurs. Í opinberri umræðu er gagnrýni á lífeyrissjóðina þó mun meira áberandi en umræða um styrkleikana. Talað er um lífeyrissjóðakerfið sem gímald sem gnæfi yfir atvinnulífinu á Íslandi, bákn sem kosti óhemju fjármuni að reka og óskilvirkt kerfi sem skili sjóðfélögum litlu. Sem er einfaldlega rangt. Það er hins vegar staðreynd að lífeyrissjóðirnir greiða í dag um 70% af öllum ellilífeyri í landinu. Það sem upp á vantar er greitt af ríkinu í gegnum Tryggingastofnun. Þær greiðslur lúta alls konar reglum um skerðingar og tekjutengingar, og því miður virðist sem að ásýnd alls kerfisins sem greiðir út ellilífeyri mótist af því. Það gleymist hins vegar að ellilífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna taka einmitt ekki þessum skerðingum. Þar hafa menn áunnið sér réttindi og fá greitt í samræmi við þau, óháð öðrum eigin tekjum eða tekjum maka. Greiðslur lífeyrissjóðanna til sjóðfélaga, í formi elli-, örorku-, maka- og barnalífeyris námu árið 2016 rúmlega 119 milljörðum króna.Persónuleg þjónusta Lífeyrissjóðir leggja allt kapp á að veita sjóðfélögum sínum fyrirtaks þjónustu. Á tækniöld, þar sem þjónustuver fjármálastofnana minna sífellt meira á tölvuver, leggja lífeyrissjóðir áherslu á persónulega þjónustu og vinalegt viðmót. Víða er einnig boðið upp á rafræna þjónustu fyrir þá sem það kjósa, en þar er persónulegum samskiptum ekki fórnað, þótt slík þjónusta kosti augljóslega einhverja fjármuni. Lífeyrissjóðirnir eru enn fremur mikilvægir fjárfestar í atvinnulífinu hér á landi og eru þannig sterkur bakhjarl bæði stórra og smárra rótgróinna fyrirtækja en einnig nýrra fyrirtækja sem eru að byggja sig upp. Því til viðbótar eru lífeyrissjóðirnir aðallánveitendur íbúðakaupenda og bjóða þar upp á hagstæðari kjör en aðrir. Umræða um lífeyrissjóðina mun halda áfram næstu árin og áratugina. Hún er þörf því málefnaleg gagnrýni er holl og tryggir að kerfið heldur áfram að þróast og þroskast. En við verðum líka að þora að segja frá því sem vel er gert og draga fram styrkleika kerfisins enda er margt í lífeyrissjóðakerfinu sem við megum vera stolt af.Höfundur er forstöðumaður upplýsingamála hjá lífeyrissjóðnum Gildi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun