Eftirhrunssaga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir 36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of?
36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun