Eftirhrunssaga Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 08:00 Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Tengdar fréttir 36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00 Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þrjátíu og sex bankamenn hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Fullyrða má að hvergi í heiminum hafi nokkuð hliðstætt átt sér stað á síðari tímum. En nú er rannsókn hrunmála nýlokið, tíu árum frá hruni. Þessi saga var rakin í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, í gær. Frá því embætti sérstaks saksóknara var komið á fót í byrjun árs 2009 – gagngert í þeim tilgangi að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda fjármálahrunsins haustið 2008 – hafa 202 mál sem tengjast hruninu komið inn á borð þess. Rannsókn 84 mála var hætt og átján voru felld niður að lokinni rannsókn. Samanlagt er það um helmingur málanna. Á annan tug mála voru sameinuð öðrum málum, fjögur send til annarra embætta og sjö flokkuð sem aðstoð við önnur yfirvöld. Ein ákæra var afturkölluð eftir útgáfu. Samkvæmt samantekt Markaðarins, sem byggist á tiltölulega þröngri skilgreiningu á hrunmálum, hefur nítján málum lokið með dómi. Sakfellt var að öllu leyti eða að hluta til í fjórtán þeirra og sýknað í fimm. Sex mál eru enn fyrir dómi. Fjögur þeirra eru í annarri umferð fyrir dómstólum. Sérstakur saksóknari hafði allt frá hruni her manns í fullu starfi við rannsókn og saksókn hrunmála. Að auki menn sem voru í fullu starfi annars staðar, í verktakavinnu fyrir sérstakan saksóknara og þáðu milljónir ofan á dagvinnulaun sín. Þegar mest var störfuðu um 110 manns hjá embættinu. Embættið kostaði að minnsta kosti 6,2 milljarða á núvirði samkvæmt ríkisreikningi 2009 til 2014 og árshlutauppgjöri fyrstu níu mánuðina á árinu 2015. Gera má ráð fyrir að þessi tala hafi hækkað, þegar allt er talið í hátt í 10 milljarða. Sérstakur saksóknari hætti starfsemi í lok árs 2015 og tók héraðssaksóknari við öllum verkefnum embættisins. Þessi saga snertir miklu fleiri en þá sem dæmdir voru. Fjöldi fólks sat á sakamannabekk um árabil meðan mál voru rannsökuð. Þeim var haldið í spennitreyju meðan rannsókn fór fram – dæmdir úr leik á vinnumarkaði. Sumir hristu það af sér og standa keikir eftir, aðrir þoldu það síður. Dæmi eru um mikla harmleiki fólks sem hvorki var dæmt né ákært á þessari vegferð. Það verður barna okkar og barnabarna að dæma, þegar frá líður, hvort þessum tíma og peningum hafi verið vel varið. Var eftirtekjan rýr eða var þetta ill nauðsyn – allt þess virði? Flestir geta fallist á að oft var farið geyst í bankarekstri fyrir hrun. Þeir sem töldu að Ísland gæti á örfáum árum orðið ein af fjármálamiðstöðvum heimsins líkt og marga dreymdi um voru slegnir blindu. En framtíðin mun skera úr um hvort raunhæft var að ætla sér að verða fyrirmynd heimsins í refsimálum gegn bankamönnum. Eru þetta kannski greinar af sama meiði – að ætla sér um of?
36 manns í samtals 96 ára fangelsi í hrunmálunum 36 manns hafa verið dæmdir til samanlagðrar 96 ára fangelsisvistar í svonefndum hrunmálum. Þyngstu dómarnir féllu í málum sem beindust að störfum Kaupþings. Rannsókn allra hrunmála er lokið. 7. febrúar 2018 07:00
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun