Helgun starfsfólks á áratug breytinga Tómas Bjarnason skrifar 31. janúar 2018 07:00 Í vinnustaðagreiningum Gallup er lögð áhersla á að fanga að minnsta kosti þrjú grundvallarhugtök; helgun, hollustu og tryggð. „Helgun“ er þýðing á enska orðinu „employee engagement“. Gallup mælir helgun með því að meta hversu vel vinnustaðurinn mætir tólf lykilþörfum starfsfólks. Mæti vinnustaðurinn þessum lykilþörfum vel leiðir það til helgunar starfsfólks. Helgað starfsfólk er tilfinningalega tengt vinnustaðnum, það vinnur af ástríðu, er virkt og áhugasamt. Spurningarnar sem mæla þessar lykilþarfir snúa að daglegri reynslu starfsfólks, t.d. hvort væntingar séu skýrar, hvort nauðsynleg tæki og gögn séu til staðar, hvort einhver beri umhyggju fyrir starfsfólki og stuðli að þróun þess í starfi. Gallup í Bandaríkjunum metur svo reglulega áhrif helgunar á rekstrarlega þætti sem sýnir að helgað starfsfólk skilar vinnustöðum margvíslegum ávinningi í formi hagnaðar, skilvirkni, betri þjónustu, færri gæðafrávikum og minni fjarvistum. Tímabilið 2000-2008 á Íslandi einkennist af nær samfelldri hækkun á helgun, ef frá er talin lækkun árið 2004, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Það bendir til þess að á þessu tímabili hafi vinnustaðir og stjórnendur hugað æ betur að þörfum starfsfólks. Til samanburðar er sýnd þróun hollustu og tryggðar við vinnustaðinn. Hollusta fólks við vinnustaðinn, þ.e. ánægja þeirra, stolt af vinnustaðnum, samsömun og hvort fólk er tilbúið að mæla með vinnustaðnum, hækkar jafnt og þétt og nær hámarki árið 2008, ef frá er talin lítilsháttar lækkun árið 2005. Hollustan var mun meiri en helgunin á þessum tíma sem bendir til þess að starfsfólk hafi í meginatriðum verið ánægt í starfi og stolt af fyrirtækinu, þó ýmislegt hafi mátt betur fara í daglegri stjórnun, þá einkum hvað varðar hrós og endurgjöf. Þegar tryggðin er skoðuð, þ.e. hvort svarandinn telji líklegt eða ólíklegt að hún eða hann muni leita að nýju starfi á næstu 12 mánuðum, sjáum við aðeins aðra mynd. Tryggðin vex fram til 2005 en tekur þá snarpa dýfu en byrjar að aukast aftur árið 2008.Efnahagshrunið í lok árs 2008 hafði veruleg áhrif á allt samfélagið, vinnustaði, einstaklinga og fjölskyldur, eins og allir þekkja. Einnig kom hrunið skýrt fram í starfstengdum viðhorfum starfsfólks. Mikil breyting varð svo á viðhorfum fólks árið 2009. Hollustan breyttist mest af þessum þremur þáttum. Helgunin lækkaði einnig, þó mun minna. Hollustan er, eins og áður sagði, samsett úr heildarviðhorfum til fyrirtækisins og mótast af ýmsu í nærumhverfi starfsfólks, en einnig af viðhorfi til yfirstjórnar, ímyndar fyrirtækisins, skipulagsbreytinga, uppsagna, starfsöryggis, álags, launa, vinnutíma og fleiri þátta. Hrunið var starfsfólki ekki einungis efnahagslegt áfall, heldur einnig siðferðislegt áfall og mótaði viðhorf fólks til fyrirtækisins og æðstu stjórnenda þess. Helgunin mótast á hinn bóginn mest af nærumhverfi starfsfólks sem bendir til þess að það hafi haldist nokkuð sterkt þrátt fyrir hrunið. Í kjölfar efnahagshrunsins jókst tryggð við vinnustaðinn vegna þess að tækifærum á vinnumarkaði fækkaði mikið sem gerði starfaskipti áhættusöm eða jafnvel ómöguleg. Áhugavert er að á árunum eftir hrun fengu sumir vinnustaðir sína verstu útkomu í vinnustaðagreiningu á meðan aðrir vinnustaðir fengu sína bestu útkomu. Aðstæður vinnustaðanna voru ólíkar þegar kreppan reið yfir. Viðbrögð þeirra við kreppunni því einnig ólík, mismikil og einnig misvel framkvæmdar. Viðbrögð starfsfólks við kreppunni voru því ekki einhlít. Þessi ólíku viðbrögð komu enn skýrar í ljós þegar niðurstöður könnunar VR á Fyrirtæki ársins litu dagsins ljós í maí 2009. Þvert á allar væntingar var viðhorf VR félaga jákvæðara í sumum þáttum árið 2009 en það hafði verið árið 2008, þrátt fyrir gjaldþrot, uppsagnir og launalækkanir. Í VR blaðinu birtist umfjöllun um niðurstöðurnar og voru tvær megintilgátur settar fram um þessa merkilegu niðurstöðu. Fyrri tilgátan var sú að erfiðar ytri aðstæður hefðu að einhverju leyti þjappað fólki saman, en seinni tilgátan að hrunið hefði breytt gildismati fólks. Það sem fólk tók áður sem sjálfsögðum hlut, eins og vinnu, launum og húsnæði, væri langt í frá sjálfsagt. Allur samanburður fólks um hvað væri sjálfsagt hefði því breyst við hrunið. Niðurstöður vinnustaðagreininga sýndu að helgun breyttist ekki mikið næstu fjögur ár, en tók loks að hækka að nýju árið 2013. Það var svo árið 2014 sem helgun náði aftur nánast sömu hæðum og hún hafði verið í 2008. Endurgjöf, hrós, tækifæri og hvatning til að þróast eru þau atriði sem mest áhrif hafa haft á hækkun helgunar. Síðustu ár hafa helgun og hollusta starfsfólks verið með því hæsta sem Gallup hefur mælt frá upphafi mælinga, en tryggð starfsfólks við vinnustaðina er á hinn bóginn enn lág í samanburði við fyrri mælingar og þarf að fara aftur til ársins 2002 til að finna lægri tölur. Höfundur er sviðsstjóri starfsmannarannsókna hjá Gallup.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Í vinnustaðagreiningum Gallup er lögð áhersla á að fanga að minnsta kosti þrjú grundvallarhugtök; helgun, hollustu og tryggð. „Helgun“ er þýðing á enska orðinu „employee engagement“. Gallup mælir helgun með því að meta hversu vel vinnustaðurinn mætir tólf lykilþörfum starfsfólks. Mæti vinnustaðurinn þessum lykilþörfum vel leiðir það til helgunar starfsfólks. Helgað starfsfólk er tilfinningalega tengt vinnustaðnum, það vinnur af ástríðu, er virkt og áhugasamt. Spurningarnar sem mæla þessar lykilþarfir snúa að daglegri reynslu starfsfólks, t.d. hvort væntingar séu skýrar, hvort nauðsynleg tæki og gögn séu til staðar, hvort einhver beri umhyggju fyrir starfsfólki og stuðli að þróun þess í starfi. Gallup í Bandaríkjunum metur svo reglulega áhrif helgunar á rekstrarlega þætti sem sýnir að helgað starfsfólk skilar vinnustöðum margvíslegum ávinningi í formi hagnaðar, skilvirkni, betri þjónustu, færri gæðafrávikum og minni fjarvistum. Tímabilið 2000-2008 á Íslandi einkennist af nær samfelldri hækkun á helgun, ef frá er talin lækkun árið 2004, eins og sést á meðfylgjandi grafi. Það bendir til þess að á þessu tímabili hafi vinnustaðir og stjórnendur hugað æ betur að þörfum starfsfólks. Til samanburðar er sýnd þróun hollustu og tryggðar við vinnustaðinn. Hollusta fólks við vinnustaðinn, þ.e. ánægja þeirra, stolt af vinnustaðnum, samsömun og hvort fólk er tilbúið að mæla með vinnustaðnum, hækkar jafnt og þétt og nær hámarki árið 2008, ef frá er talin lítilsháttar lækkun árið 2005. Hollustan var mun meiri en helgunin á þessum tíma sem bendir til þess að starfsfólk hafi í meginatriðum verið ánægt í starfi og stolt af fyrirtækinu, þó ýmislegt hafi mátt betur fara í daglegri stjórnun, þá einkum hvað varðar hrós og endurgjöf. Þegar tryggðin er skoðuð, þ.e. hvort svarandinn telji líklegt eða ólíklegt að hún eða hann muni leita að nýju starfi á næstu 12 mánuðum, sjáum við aðeins aðra mynd. Tryggðin vex fram til 2005 en tekur þá snarpa dýfu en byrjar að aukast aftur árið 2008.Efnahagshrunið í lok árs 2008 hafði veruleg áhrif á allt samfélagið, vinnustaði, einstaklinga og fjölskyldur, eins og allir þekkja. Einnig kom hrunið skýrt fram í starfstengdum viðhorfum starfsfólks. Mikil breyting varð svo á viðhorfum fólks árið 2009. Hollustan breyttist mest af þessum þremur þáttum. Helgunin lækkaði einnig, þó mun minna. Hollustan er, eins og áður sagði, samsett úr heildarviðhorfum til fyrirtækisins og mótast af ýmsu í nærumhverfi starfsfólks, en einnig af viðhorfi til yfirstjórnar, ímyndar fyrirtækisins, skipulagsbreytinga, uppsagna, starfsöryggis, álags, launa, vinnutíma og fleiri þátta. Hrunið var starfsfólki ekki einungis efnahagslegt áfall, heldur einnig siðferðislegt áfall og mótaði viðhorf fólks til fyrirtækisins og æðstu stjórnenda þess. Helgunin mótast á hinn bóginn mest af nærumhverfi starfsfólks sem bendir til þess að það hafi haldist nokkuð sterkt þrátt fyrir hrunið. Í kjölfar efnahagshrunsins jókst tryggð við vinnustaðinn vegna þess að tækifærum á vinnumarkaði fækkaði mikið sem gerði starfaskipti áhættusöm eða jafnvel ómöguleg. Áhugavert er að á árunum eftir hrun fengu sumir vinnustaðir sína verstu útkomu í vinnustaðagreiningu á meðan aðrir vinnustaðir fengu sína bestu útkomu. Aðstæður vinnustaðanna voru ólíkar þegar kreppan reið yfir. Viðbrögð þeirra við kreppunni því einnig ólík, mismikil og einnig misvel framkvæmdar. Viðbrögð starfsfólks við kreppunni voru því ekki einhlít. Þessi ólíku viðbrögð komu enn skýrar í ljós þegar niðurstöður könnunar VR á Fyrirtæki ársins litu dagsins ljós í maí 2009. Þvert á allar væntingar var viðhorf VR félaga jákvæðara í sumum þáttum árið 2009 en það hafði verið árið 2008, þrátt fyrir gjaldþrot, uppsagnir og launalækkanir. Í VR blaðinu birtist umfjöllun um niðurstöðurnar og voru tvær megintilgátur settar fram um þessa merkilegu niðurstöðu. Fyrri tilgátan var sú að erfiðar ytri aðstæður hefðu að einhverju leyti þjappað fólki saman, en seinni tilgátan að hrunið hefði breytt gildismati fólks. Það sem fólk tók áður sem sjálfsögðum hlut, eins og vinnu, launum og húsnæði, væri langt í frá sjálfsagt. Allur samanburður fólks um hvað væri sjálfsagt hefði því breyst við hrunið. Niðurstöður vinnustaðagreininga sýndu að helgun breyttist ekki mikið næstu fjögur ár, en tók loks að hækka að nýju árið 2013. Það var svo árið 2014 sem helgun náði aftur nánast sömu hæðum og hún hafði verið í 2008. Endurgjöf, hrós, tækifæri og hvatning til að þróast eru þau atriði sem mest áhrif hafa haft á hækkun helgunar. Síðustu ár hafa helgun og hollusta starfsfólks verið með því hæsta sem Gallup hefur mælt frá upphafi mælinga, en tryggð starfsfólks við vinnustaðina er á hinn bóginn enn lág í samanburði við fyrri mælingar og þarf að fara aftur til ársins 2002 til að finna lægri tölur. Höfundur er sviðsstjóri starfsmannarannsókna hjá Gallup.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar