Ofbeldi og áreitni hjá Sameinuðu þjóðunum: „hér er ekkert réttlæti“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. janúar 2018 17:59 Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. visir/getty Gerendur hafa fengið að athafna sig óáreittir í starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna víða um heim að því er fram kemur í afhjúpandi frétt Guardian sem byggir á frásögnum fjölda kvenna. Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. Frásagnir starfsfólksins varpa ljósi á að víða sé pottur brotinn þegar komi að verkferlum sem eigi að taka á áreitni og ofbeldismálum. Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum yfirmanna sinna þegar það hafi greint frá reynslu sinni af áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Yfirmenn hafi ekki haft frumkvæði að því að koma málunum í réttan farveg og gerendur hafi fengið að athafna sig óáreittir í skjóli þagnar og aðgerðaleysis. Tugir kvenna sem ýmist starfa eða hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar lýsa vinnustaðamenningunni með orðinu „þöggunarmenning.“ Ferlar sem taki á kynferðislegri áreitni á vinnustað virki ekki sem skyldi. Af þeim sem Guardian tók viðtal við sögðust fimmtán hafa annað hvort upplifað eða lagt fram formlega kvörtun um kynferðislega áreitni á síðustu fimm árum. Í frásögnum starfsfólksins kom í ljós að brotin voru allt frá kynferðislegri áreitni að nauðgunum. Sjö konur tilkynntu brotin með formlegum hætti en heimildarmenn Guardian segja að það sé afar sjaldgæft að þolendur leggi fram kvörtun því þeir séu annað hvort hræddir um að missa störf sín eða að þeir hafi ekki trú á verkferlunum.„Ef þú leggur fram kvörtun er ferlinum þínum svo gott sem lokið, sérstaklega ef þú ert ráðgjafi.“ Þetta segir kona sem kveðst hafa orðið fyrir áreitni af hendi yfirmanns síns þegar hún vann fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að starfsfólki sé ljóst hverjar afleiðingarnar séu fyrir þolendur ef þeir aðhafast frekar. Þrjár konur, sem starfa á mismunandi starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna í heiminum og lögðu fram kvörtun vegna áreitni, hafa allar verið, með einum eða öðrum hætti, þvingaðar úr starfi í kjölfarið. Kona sem kveðst hafa verið nauðgað af hátt settum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna segir að sér standi ekki til boða neinar leiðir til þess að ná fram réttlæti og bætir við að henni hafi verið sagt upp störfum í kjölfarið.Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að mál tengd kynferðislegri áreitni verði sett í algjöran forgang.Vísir/AFPForsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að vantraust starfsfólks á þá verkferla sem eiga að taka á áreitni á vinnustaðnum væri mikið vandamál. Starfsfólk hefði ekki trú á þeim leiðum sem eru fyrir hendi til taka á málum af þessum toga. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu tekið þá ákvörðun að setja þessi mál í algjöran forgang. Kynferðisleg áreitni verði ekki liðin innan starfsstöðva Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Gerendur hafa fengið að athafna sig óáreittir í starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna víða um heim að því er fram kemur í afhjúpandi frétt Guardian sem byggir á frásögnum fjölda kvenna. Vinnustaðamenningin á skrifstofum Sameinuðu þjóðanna einkennist af þöggun að sögn viðmælenda Guardian. Frásagnir starfsfólksins varpa ljósi á að víða sé pottur brotinn þegar komi að verkferlum sem eigi að taka á áreitni og ofbeldismálum. Starfsfólk hafi talað fyrir daufum eyrum yfirmanna sinna þegar það hafi greint frá reynslu sinni af áreitni eða ofbeldi á vinnustaðnum. Yfirmenn hafi ekki haft frumkvæði að því að koma málunum í réttan farveg og gerendur hafi fengið að athafna sig óáreittir í skjóli þagnar og aðgerðaleysis. Tugir kvenna sem ýmist starfa eða hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar lýsa vinnustaðamenningunni með orðinu „þöggunarmenning.“ Ferlar sem taki á kynferðislegri áreitni á vinnustað virki ekki sem skyldi. Af þeim sem Guardian tók viðtal við sögðust fimmtán hafa annað hvort upplifað eða lagt fram formlega kvörtun um kynferðislega áreitni á síðustu fimm árum. Í frásögnum starfsfólksins kom í ljós að brotin voru allt frá kynferðislegri áreitni að nauðgunum. Sjö konur tilkynntu brotin með formlegum hætti en heimildarmenn Guardian segja að það sé afar sjaldgæft að þolendur leggi fram kvörtun því þeir séu annað hvort hræddir um að missa störf sín eða að þeir hafi ekki trú á verkferlunum.„Ef þú leggur fram kvörtun er ferlinum þínum svo gott sem lokið, sérstaklega ef þú ert ráðgjafi.“ Þetta segir kona sem kveðst hafa orðið fyrir áreitni af hendi yfirmanns síns þegar hún vann fyrir Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna. Hún segir að starfsfólki sé ljóst hverjar afleiðingarnar séu fyrir þolendur ef þeir aðhafast frekar. Þrjár konur, sem starfa á mismunandi starfsstöðvum Sameinuðu þjóðanna í heiminum og lögðu fram kvörtun vegna áreitni, hafa allar verið, með einum eða öðrum hætti, þvingaðar úr starfi í kjölfarið. Kona sem kveðst hafa verið nauðgað af hátt settum starfsmanni Sameinuðu þjóðanna segir að sér standi ekki til boða neinar leiðir til þess að ná fram réttlæti og bætir við að henni hafi verið sagt upp störfum í kjölfarið.Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að mál tengd kynferðislegri áreitni verði sett í algjöran forgang.Vísir/AFPForsvarsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að vantraust starfsfólks á þá verkferla sem eiga að taka á áreitni á vinnustaðnum væri mikið vandamál. Starfsfólk hefði ekki trú á þeim leiðum sem eru fyrir hendi til taka á málum af þessum toga. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu tekið þá ákvörðun að setja þessi mál í algjöran forgang. Kynferðisleg áreitni verði ekki liðin innan starfsstöðva Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira