Krabbamein kemur öllum við 22. janúar 2018 07:00 Nú stendur yfir átak Krafts, stuðningsfélags, undir yfirskriftinni „Krabbamein kemur öllum við“. Um er að ræða vitundarvakningu um ungt fólk og krabbamein. Árlega greinast um 70 manns á aldrinum 18 – 40 ára með krabbamein hér á landi. Það eru vondu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar að á undanförnum 45 árum hefur þeim, sem lifa lengur en fimm ár eftir greiningu, fjölgað um 25%. Ástæðan er án efa fólgin í betri meðferð og fullkomnari lyfjum. En þótt líkurnar á því að læknast af krabbameini, eða lifa með ólæknandi krabbameini, hafi aukist til muna, er auðvitað enn mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með þennan sjúkdóm og það er ekki síður þungbært fyrir aðstandendur að takast á við aðstæður þegar ástvinir þeirra greinast. Það álag er ekki bara tilfinningalegt – heldur hefur það ekki síður áhrif á lífsgæði allrar fjölskyldunnar auk fjárhagslegra byrða. Þar kemur Kraftur, stuðningsfélag, til sögunnar; félag sem styður við bakið á bæði þeim krabbameinsgreinda og aðstandendum hans. Kraftur er lítið félag sem byggir afkomu sína á frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum og nýtur auk þess ómetanlegs stuðnings frá Krabbameinsfélagi Íslands. Undanfarin þrjú ár hefur félagsmönnum Krafts fjölgað ört og að sama skapi hefur umfang félagsins aukist. Æ fleiri leita því til félagsins, t.d. eftir sálfræðiþjónustu, jafningjastuðningi eða styrk úr Neyðarsjóðnum. Því aukna álagi hefði félagið ekki getað mætt nema vegna þess að almenningur leggst á sveif með Krafti við að perla armbönd sem seld eru til fjáröflunar svo hægt sé að standa straum af fjölþættri starfsemi félagsins. Flestir fjölmiðlar landsins hafa sameinast um að styðja við bakið á Krafti varðandi birtingar á efni átaksins og með umfjöllun um það á annan hátt. Fyrir það, stuðning fyrirtækja og almennings auk allrar vinnu sjálfboðaliðanna við að perla armböndin, er félagið óendanlega þakklátt. Kraftur mun hér eftir sem hingað til standa undir trausti þeirra sem styrkja félagið með því að fara vel með söfnunarfé í þágu félagsmanna sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir átak Krafts, stuðningsfélags, undir yfirskriftinni „Krabbamein kemur öllum við“. Um er að ræða vitundarvakningu um ungt fólk og krabbamein. Árlega greinast um 70 manns á aldrinum 18 – 40 ára með krabbamein hér á landi. Það eru vondu fréttirnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar að á undanförnum 45 árum hefur þeim, sem lifa lengur en fimm ár eftir greiningu, fjölgað um 25%. Ástæðan er án efa fólgin í betri meðferð og fullkomnari lyfjum. En þótt líkurnar á því að læknast af krabbameini, eða lifa með ólæknandi krabbameini, hafi aukist til muna, er auðvitað enn mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með þennan sjúkdóm og það er ekki síður þungbært fyrir aðstandendur að takast á við aðstæður þegar ástvinir þeirra greinast. Það álag er ekki bara tilfinningalegt – heldur hefur það ekki síður áhrif á lífsgæði allrar fjölskyldunnar auk fjárhagslegra byrða. Þar kemur Kraftur, stuðningsfélag, til sögunnar; félag sem styður við bakið á bæði þeim krabbameinsgreinda og aðstandendum hans. Kraftur er lítið félag sem byggir afkomu sína á frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum og nýtur auk þess ómetanlegs stuðnings frá Krabbameinsfélagi Íslands. Undanfarin þrjú ár hefur félagsmönnum Krafts fjölgað ört og að sama skapi hefur umfang félagsins aukist. Æ fleiri leita því til félagsins, t.d. eftir sálfræðiþjónustu, jafningjastuðningi eða styrk úr Neyðarsjóðnum. Því aukna álagi hefði félagið ekki getað mætt nema vegna þess að almenningur leggst á sveif með Krafti við að perla armbönd sem seld eru til fjáröflunar svo hægt sé að standa straum af fjölþættri starfsemi félagsins. Flestir fjölmiðlar landsins hafa sameinast um að styðja við bakið á Krafti varðandi birtingar á efni átaksins og með umfjöllun um það á annan hátt. Fyrir það, stuðning fyrirtækja og almennings auk allrar vinnu sjálfboðaliðanna við að perla armböndin, er félagið óendanlega þakklátt. Kraftur mun hér eftir sem hingað til standa undir trausti þeirra sem styrkja félagið með því að fara vel með söfnunarfé í þágu félagsmanna sinna.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar