Samfélagsábyrgð borgar sig Fanney Karlsdóttir skrifar 24. janúar 2018 07:00 Hvað er sammerkt með gosrisanum Coca-Cola annars vegar og hins vegar Novo Nordisk, einu fremsta fyrirtæki í baráttunni gegn sykursýki og offitu? Bæði fyrirtækin hafa látið sig samfélagsábyrgð varða með markvissum hætti þannig að þess eru skýr merki í viðskiptastefnu þeirra. Þetta hefur skilað sér í meiri arðsemi fyrirtækjanna um leið og samfélagið nýtur góðs af. Fulltrúar fyrirtækjanna munu segja frá ávinningi sínum af samfélagsábyrgð á árlegri ráðstefnu Festu í Hörpu 25. janúar. Á Íslandi má greina aukinn áhuga fyrirtækja á samfélagsábyrgð. Fyrirtæki sjá að það getur skilað sér í betri rekstri, til dæmis með betri nýtingu auðlinda, minni rekstraráhættu, aukinni viðskiptavild, minni starfsmannaveltu og nýjum viðskiptatækifærum. Það eru þó einkum og sér í lagi þau fyrirtæki sem ná að beintengja samfélagsábyrgð við viðskiptastefnu sína sem ná miklum árangri út frá arðsemi. Hjá þeim verður viðskiptaforskotið gjarnan mikið miðað við þau fyrirtæki sem hlúa síður að ábyrgð sinni gagnvart samfélagi og umhverfi. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi, styður fyrirtæki og stofnanir sem vilja innleiða samfélagsábyrgð með markvissum hætti. Flest fyrirtæki gera það af fúsum og frjálsum vilja þar sem þau sjá viðskiptatækifærin í því. Önnur komast ekki hjá því vegna breytinga á lögum, svo sem um jafnara hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja og jöfn laun þeirra. Auk þess hafa nú tekið gildi ný ársreikningalög sem skylda fyrirtæki af ákveðinni stærð og gerð til að gera grein fyrir sinni samfélagsábyrgð. Á alþjóðavísu eru fyrirtæki nú hvött til þess að taka virkan þátt í að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030. Markmiðin benda á mikilvægi þess að vinna taktfast að brýnum verkefnum eins og loftslagsmálum, auknum jöfnuði og útrýmingu fátæktar. Mörg Heimsmarkmiðanna snúast um sjálfbærni í nýtingu auðlinda og nýsköpun. Án þátttöku fyrirtækja er talið að Heimsmarkmiðin muni ekki nást. Á Íslandi sjáum við að fyrirtæki sem eru félagar í Festu eru farin að tengja starfsemi sína og markmiðasetningu við ákveðin Heimsmarkmið og leggja þannig sitt af mörkum. Fyrst samfélagsábyrgð felur í sér tækifæri til aukinnar arðsemi fyrir fyrirtæki er þá ekki augljóst að allir stjórnendur ættu að kynna sér hvernig innleiða má samfélagsábyrgð með markvissum hætti í reksturinn til heilla fyrir fyrirtækið og samfélagið? Fyrirtæki geta stuðlað að betri heimi og ákallið til þeirra um það verður sífellt háværara. Höfundur er stjórnarformaður Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er sammerkt með gosrisanum Coca-Cola annars vegar og hins vegar Novo Nordisk, einu fremsta fyrirtæki í baráttunni gegn sykursýki og offitu? Bæði fyrirtækin hafa látið sig samfélagsábyrgð varða með markvissum hætti þannig að þess eru skýr merki í viðskiptastefnu þeirra. Þetta hefur skilað sér í meiri arðsemi fyrirtækjanna um leið og samfélagið nýtur góðs af. Fulltrúar fyrirtækjanna munu segja frá ávinningi sínum af samfélagsábyrgð á árlegri ráðstefnu Festu í Hörpu 25. janúar. Á Íslandi má greina aukinn áhuga fyrirtækja á samfélagsábyrgð. Fyrirtæki sjá að það getur skilað sér í betri rekstri, til dæmis með betri nýtingu auðlinda, minni rekstraráhættu, aukinni viðskiptavild, minni starfsmannaveltu og nýjum viðskiptatækifærum. Það eru þó einkum og sér í lagi þau fyrirtæki sem ná að beintengja samfélagsábyrgð við viðskiptastefnu sína sem ná miklum árangri út frá arðsemi. Hjá þeim verður viðskiptaforskotið gjarnan mikið miðað við þau fyrirtæki sem hlúa síður að ábyrgð sinni gagnvart samfélagi og umhverfi. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi, styður fyrirtæki og stofnanir sem vilja innleiða samfélagsábyrgð með markvissum hætti. Flest fyrirtæki gera það af fúsum og frjálsum vilja þar sem þau sjá viðskiptatækifærin í því. Önnur komast ekki hjá því vegna breytinga á lögum, svo sem um jafnara hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja og jöfn laun þeirra. Auk þess hafa nú tekið gildi ný ársreikningalög sem skylda fyrirtæki af ákveðinni stærð og gerð til að gera grein fyrir sinni samfélagsábyrgð. Á alþjóðavísu eru fyrirtæki nú hvött til þess að taka virkan þátt í að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030. Markmiðin benda á mikilvægi þess að vinna taktfast að brýnum verkefnum eins og loftslagsmálum, auknum jöfnuði og útrýmingu fátæktar. Mörg Heimsmarkmiðanna snúast um sjálfbærni í nýtingu auðlinda og nýsköpun. Án þátttöku fyrirtækja er talið að Heimsmarkmiðin muni ekki nást. Á Íslandi sjáum við að fyrirtæki sem eru félagar í Festu eru farin að tengja starfsemi sína og markmiðasetningu við ákveðin Heimsmarkmið og leggja þannig sitt af mörkum. Fyrst samfélagsábyrgð felur í sér tækifæri til aukinnar arðsemi fyrir fyrirtæki er þá ekki augljóst að allir stjórnendur ættu að kynna sér hvernig innleiða má samfélagsábyrgð með markvissum hætti í reksturinn til heilla fyrir fyrirtækið og samfélagið? Fyrirtæki geta stuðlað að betri heimi og ákallið til þeirra um það verður sífellt háværara. Höfundur er stjórnarformaður Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar