Samfélagsábyrgð borgar sig Fanney Karlsdóttir skrifar 24. janúar 2018 07:00 Hvað er sammerkt með gosrisanum Coca-Cola annars vegar og hins vegar Novo Nordisk, einu fremsta fyrirtæki í baráttunni gegn sykursýki og offitu? Bæði fyrirtækin hafa látið sig samfélagsábyrgð varða með markvissum hætti þannig að þess eru skýr merki í viðskiptastefnu þeirra. Þetta hefur skilað sér í meiri arðsemi fyrirtækjanna um leið og samfélagið nýtur góðs af. Fulltrúar fyrirtækjanna munu segja frá ávinningi sínum af samfélagsábyrgð á árlegri ráðstefnu Festu í Hörpu 25. janúar. Á Íslandi má greina aukinn áhuga fyrirtækja á samfélagsábyrgð. Fyrirtæki sjá að það getur skilað sér í betri rekstri, til dæmis með betri nýtingu auðlinda, minni rekstraráhættu, aukinni viðskiptavild, minni starfsmannaveltu og nýjum viðskiptatækifærum. Það eru þó einkum og sér í lagi þau fyrirtæki sem ná að beintengja samfélagsábyrgð við viðskiptastefnu sína sem ná miklum árangri út frá arðsemi. Hjá þeim verður viðskiptaforskotið gjarnan mikið miðað við þau fyrirtæki sem hlúa síður að ábyrgð sinni gagnvart samfélagi og umhverfi. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi, styður fyrirtæki og stofnanir sem vilja innleiða samfélagsábyrgð með markvissum hætti. Flest fyrirtæki gera það af fúsum og frjálsum vilja þar sem þau sjá viðskiptatækifærin í því. Önnur komast ekki hjá því vegna breytinga á lögum, svo sem um jafnara hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja og jöfn laun þeirra. Auk þess hafa nú tekið gildi ný ársreikningalög sem skylda fyrirtæki af ákveðinni stærð og gerð til að gera grein fyrir sinni samfélagsábyrgð. Á alþjóðavísu eru fyrirtæki nú hvött til þess að taka virkan þátt í að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030. Markmiðin benda á mikilvægi þess að vinna taktfast að brýnum verkefnum eins og loftslagsmálum, auknum jöfnuði og útrýmingu fátæktar. Mörg Heimsmarkmiðanna snúast um sjálfbærni í nýtingu auðlinda og nýsköpun. Án þátttöku fyrirtækja er talið að Heimsmarkmiðin muni ekki nást. Á Íslandi sjáum við að fyrirtæki sem eru félagar í Festu eru farin að tengja starfsemi sína og markmiðasetningu við ákveðin Heimsmarkmið og leggja þannig sitt af mörkum. Fyrst samfélagsábyrgð felur í sér tækifæri til aukinnar arðsemi fyrir fyrirtæki er þá ekki augljóst að allir stjórnendur ættu að kynna sér hvernig innleiða má samfélagsábyrgð með markvissum hætti í reksturinn til heilla fyrir fyrirtækið og samfélagið? Fyrirtæki geta stuðlað að betri heimi og ákallið til þeirra um það verður sífellt háværara. Höfundur er stjórnarformaður Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Hvað er sammerkt með gosrisanum Coca-Cola annars vegar og hins vegar Novo Nordisk, einu fremsta fyrirtæki í baráttunni gegn sykursýki og offitu? Bæði fyrirtækin hafa látið sig samfélagsábyrgð varða með markvissum hætti þannig að þess eru skýr merki í viðskiptastefnu þeirra. Þetta hefur skilað sér í meiri arðsemi fyrirtækjanna um leið og samfélagið nýtur góðs af. Fulltrúar fyrirtækjanna munu segja frá ávinningi sínum af samfélagsábyrgð á árlegri ráðstefnu Festu í Hörpu 25. janúar. Á Íslandi má greina aukinn áhuga fyrirtækja á samfélagsábyrgð. Fyrirtæki sjá að það getur skilað sér í betri rekstri, til dæmis með betri nýtingu auðlinda, minni rekstraráhættu, aukinni viðskiptavild, minni starfsmannaveltu og nýjum viðskiptatækifærum. Það eru þó einkum og sér í lagi þau fyrirtæki sem ná að beintengja samfélagsábyrgð við viðskiptastefnu sína sem ná miklum árangri út frá arðsemi. Hjá þeim verður viðskiptaforskotið gjarnan mikið miðað við þau fyrirtæki sem hlúa síður að ábyrgð sinni gagnvart samfélagi og umhverfi. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi, styður fyrirtæki og stofnanir sem vilja innleiða samfélagsábyrgð með markvissum hætti. Flest fyrirtæki gera það af fúsum og frjálsum vilja þar sem þau sjá viðskiptatækifærin í því. Önnur komast ekki hjá því vegna breytinga á lögum, svo sem um jafnara hlutfall kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja og jöfn laun þeirra. Auk þess hafa nú tekið gildi ný ársreikningalög sem skylda fyrirtæki af ákveðinni stærð og gerð til að gera grein fyrir sinni samfélagsábyrgð. Á alþjóðavísu eru fyrirtæki nú hvött til þess að taka virkan þátt í að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til ársins 2030. Markmiðin benda á mikilvægi þess að vinna taktfast að brýnum verkefnum eins og loftslagsmálum, auknum jöfnuði og útrýmingu fátæktar. Mörg Heimsmarkmiðanna snúast um sjálfbærni í nýtingu auðlinda og nýsköpun. Án þátttöku fyrirtækja er talið að Heimsmarkmiðin muni ekki nást. Á Íslandi sjáum við að fyrirtæki sem eru félagar í Festu eru farin að tengja starfsemi sína og markmiðasetningu við ákveðin Heimsmarkmið og leggja þannig sitt af mörkum. Fyrst samfélagsábyrgð felur í sér tækifæri til aukinnar arðsemi fyrir fyrirtæki er þá ekki augljóst að allir stjórnendur ættu að kynna sér hvernig innleiða má samfélagsábyrgð með markvissum hætti í reksturinn til heilla fyrir fyrirtækið og samfélagið? Fyrirtæki geta stuðlað að betri heimi og ákallið til þeirra um það verður sífellt háværara. Höfundur er stjórnarformaður Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar