Er efnahagslegur ábati af þjóðgörðum? Halldóra Hreggviðsdóttir skrifar 24. janúar 2018 07:00 Efnahagsleg áhrif þjóðgarða á Íslandi var viðfangsefni Jukka Siltanen í mastersritgerð hans við Háskóla Íslands 2017. Þar kemur fram að efnahagsleg áhrif Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls séu um 3,9 milljarðar króna á ári og þar af séu staðbundin efnahagsleg áhrif um 1,7 milljarðar. Tengja megi 700 störf og yfir 900 milljónir í beinum sköttum við eyðslu gesta í tengslum við heimsóknir í garðinn og að hlutfall efnahagslegra áhrifa miðað við kostnað sé 58:1. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart, því svipaðar sögur um efnahagslegan ábata af þjóðgörðum og verndarsvæðum hafa heyrst víðar. Í nýlegri rannsókn um efnahagslegan ábata bandarískra þjóðgarða eftir Cathrine Cullinane Thomas og fleiri kemur fram að gestir þjóðgarða hafi veruleg jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélag þeirra. Hlutverk þjóðgarða og annarra verndarsvæða hefur þróast mikið undanfarna áratugi. Við skipulag fyrstu þjóðgarðanna var búseta fólks iðulega ekki leyfð og þannig urðu þeir eylönd, án tengsla við fólkið í landinu. Þetta hefur breyst og nú er lögð áhersla á að uppbygging þeirra sé samvinnuverkefni íbúa, stjórnvalda, landeigenda, atvinnulífs og annarra sem hagsmuna eiga að gæta. Best hefur tekist til við atvinnusköpun og samfélagslega uppbyggingu verndarsvæða og þjóðgarða þar sem „staðarandi svæðis“ hefur markvisst verið dreginn fram og byggt á honum við skipulag og þróun þeirra. Það er gert með því að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta sem hráefni og grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun í þjóðgarðinum eða verndarsvæðinu og nærsvæðum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt staðarmark (e. brand) sem lýsir þeirri upplifun sem þjóðgarðurinn og nærsvæðið býður, út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni náttúru og menningar og þá ólíku upplifun sem njóta má á svæðinu í heild, þá opnast augun fyrir nýjum tengingum og tækifærum, íbúum og atvinnulífi til framdráttar. Staðarmark sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu við þróun og eflingu byggðar. Þannig má með þjóðgarði eða verndarsvæði byggja undir heillavænlega þróun í sátt við náttúru og nærumhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Alta og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Efnahagsleg áhrif þjóðgarða á Íslandi var viðfangsefni Jukka Siltanen í mastersritgerð hans við Háskóla Íslands 2017. Þar kemur fram að efnahagsleg áhrif Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls séu um 3,9 milljarðar króna á ári og þar af séu staðbundin efnahagsleg áhrif um 1,7 milljarðar. Tengja megi 700 störf og yfir 900 milljónir í beinum sköttum við eyðslu gesta í tengslum við heimsóknir í garðinn og að hlutfall efnahagslegra áhrifa miðað við kostnað sé 58:1. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart, því svipaðar sögur um efnahagslegan ábata af þjóðgörðum og verndarsvæðum hafa heyrst víðar. Í nýlegri rannsókn um efnahagslegan ábata bandarískra þjóðgarða eftir Cathrine Cullinane Thomas og fleiri kemur fram að gestir þjóðgarða hafi veruleg jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélag þeirra. Hlutverk þjóðgarða og annarra verndarsvæða hefur þróast mikið undanfarna áratugi. Við skipulag fyrstu þjóðgarðanna var búseta fólks iðulega ekki leyfð og þannig urðu þeir eylönd, án tengsla við fólkið í landinu. Þetta hefur breyst og nú er lögð áhersla á að uppbygging þeirra sé samvinnuverkefni íbúa, stjórnvalda, landeigenda, atvinnulífs og annarra sem hagsmuna eiga að gæta. Best hefur tekist til við atvinnusköpun og samfélagslega uppbyggingu verndarsvæða og þjóðgarða þar sem „staðarandi svæðis“ hefur markvisst verið dreginn fram og byggt á honum við skipulag og þróun þeirra. Það er gert með því að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta sem hráefni og grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun í þjóðgarðinum eða verndarsvæðinu og nærsvæðum. Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt staðarmark (e. brand) sem lýsir þeirri upplifun sem þjóðgarðurinn og nærsvæðið býður, út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni náttúru og menningar og þá ólíku upplifun sem njóta má á svæðinu í heild, þá opnast augun fyrir nýjum tengingum og tækifærum, íbúum og atvinnulífi til framdráttar. Staðarmark sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu við þróun og eflingu byggðar. Þannig má með þjóðgarði eða verndarsvæði byggja undir heillavænlega þróun í sátt við náttúru og nærumhverfið. Höfundur er framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Alta og FKA-félagskona.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar