
Er efnahagslegur ábati af þjóðgörðum?
Niðurstöðurnar koma ekki á óvart, því svipaðar sögur um efnahagslegan ábata af þjóðgörðum og verndarsvæðum hafa heyrst víðar. Í nýlegri rannsókn um efnahagslegan ábata bandarískra þjóðgarða eftir Cathrine Cullinane Thomas og fleiri kemur fram að gestir þjóðgarða hafi veruleg jákvæð efnahagsleg áhrif á nærsamfélag þeirra.
Hlutverk þjóðgarða og annarra verndarsvæða hefur þróast mikið undanfarna áratugi. Við skipulag fyrstu þjóðgarðanna var búseta fólks iðulega ekki leyfð og þannig urðu þeir eylönd, án tengsla við fólkið í landinu. Þetta hefur breyst og nú er lögð áhersla á að uppbygging þeirra sé samvinnuverkefni íbúa, stjórnvalda, landeigenda, atvinnulífs og annarra sem hagsmuna eiga að gæta.
Best hefur tekist til við atvinnusköpun og samfélagslega uppbyggingu verndarsvæða og þjóðgarða þar sem „staðarandi svæðis“ hefur markvisst verið dreginn fram og byggt á honum við skipulag og þróun þeirra. Það er gert með því að kortleggja og greina sérkenni, sjálfsmynd og anda svæða og nýta sem hráefni og grunn fyrir stefnumótun, skipulag, markaðssetningu og vöruþróun í þjóðgarðinum eða verndarsvæðinu og nærsvæðum.
Jafnframt verður til nauðsynlegur grunnur til að móta sterkt staðarmark (e. brand) sem lýsir þeirri upplifun sem þjóðgarðurinn og nærsvæðið býður, út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þeirri þjónustu sem er í boði. Með yfirsýninni sem þannig fæst yfir fjölbreytni náttúru og menningar og þá ólíku upplifun sem njóta má á svæðinu í heild, þá opnast augun fyrir nýjum tengingum og tækifærum, íbúum og atvinnulífi til framdráttar.
Staðarmark sem byggir á sérkennum svæðis getur einnig styrkt sjálfsmynd og stolt heimamanna og ýtt undir samstöðu við þróun og eflingu byggðar. Þannig má með þjóðgarði eða verndarsvæði byggja undir heillavænlega þróun í sátt við náttúru og nærumhverfið.
Höfundur er framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Alta og FKA-félagskona.
Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar