Fjögur prósent Eyþór Arnalds skrifar 24. janúar 2018 07:00 Almenningssamgöngur þarf að bæta á raunhæfan hátt. Alla daga lendir Strætó í umferðartöppum og töfum ekkert síður en fjölskyldubílar í Reykjavík. Forgangsakreinar létta þetta að hluta, en á meðan umferðin þyngist ár frá ári verður vandi Strætó áfram mikill. Sú leið hefur verið farin nú í fimm ár að taka milljarð úr framkvæmdafé Vegagerðarinnar og setja hann í tilraunverkefni sem átti að skila meiri notkun á Strætó. Um 4% ferða voru með Strætó 2013 og var markmið samningsins að sú tala færi í 8% á tíu árum. Nú, fimm árum og fimm milljörðum síðar, er hlutfallið enn þá 4% og verkefnið því fallið um sjálft sig. Þegar ég leyfði mér að benda á þessa staðreynd reyndu sumir að slá pólitískar keilur með því að halda því fram að ég hafi sett í grein að í Strætó væru „tómir vagnar“. Fóru þá margir á flug, átu hver upp eftir öðrum þótt ég hafi þetta hvergi skrifað. Það er einkenni rökþrota fólks þegar það vitnar vísvitandi ranglega í annarra manna orð. Það er einmitt svona málflutningur sem hefur fært stjórnmálin niður á svo lágt plan að almenningur ber litla sem enga virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Við skulum horfast í augu við raunveruleikann og ræða saman út frá staðreyndum. Eingöngu þannig getum við tekist á við vandann sem fer vaxandi. Ég vil bæta almenningssamgöngur með þeim leiðum sem eru raunhæfar og markvissar og bæta leiðakerfið. Svo er hægt að styðja við ungt fólk í strætó óháð efnahag. Það gerði ég með félögum mínum í Árborg þegar við samþykktum að leyfa grunnskólabörnum að ferðast ókeypis með strætó innan sveitarfélagsins. Þeir sem ekki hafa fengið bílpróf hafa jú engan annan kost. Þetta minnkar skutl og nýtir vagnana betur. Ennfremur er það jafnréttismál að ungt fólk komist kostnaðarlítið í íþrótta- og tómstundastarf frá heimili sínu. Kannski væri hægt að læra af þessari reynslu og ná raunhæfum árangri án þess að veðja á risalausnir fyrir tugi milljarða sem verulegar efasemdir eru um að gangi upp.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Skoðun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Almenningssamgöngur þarf að bæta á raunhæfan hátt. Alla daga lendir Strætó í umferðartöppum og töfum ekkert síður en fjölskyldubílar í Reykjavík. Forgangsakreinar létta þetta að hluta, en á meðan umferðin þyngist ár frá ári verður vandi Strætó áfram mikill. Sú leið hefur verið farin nú í fimm ár að taka milljarð úr framkvæmdafé Vegagerðarinnar og setja hann í tilraunverkefni sem átti að skila meiri notkun á Strætó. Um 4% ferða voru með Strætó 2013 og var markmið samningsins að sú tala færi í 8% á tíu árum. Nú, fimm árum og fimm milljörðum síðar, er hlutfallið enn þá 4% og verkefnið því fallið um sjálft sig. Þegar ég leyfði mér að benda á þessa staðreynd reyndu sumir að slá pólitískar keilur með því að halda því fram að ég hafi sett í grein að í Strætó væru „tómir vagnar“. Fóru þá margir á flug, átu hver upp eftir öðrum þótt ég hafi þetta hvergi skrifað. Það er einkenni rökþrota fólks þegar það vitnar vísvitandi ranglega í annarra manna orð. Það er einmitt svona málflutningur sem hefur fært stjórnmálin niður á svo lágt plan að almenningur ber litla sem enga virðingu fyrir stjórnmálamönnum. Við skulum horfast í augu við raunveruleikann og ræða saman út frá staðreyndum. Eingöngu þannig getum við tekist á við vandann sem fer vaxandi. Ég vil bæta almenningssamgöngur með þeim leiðum sem eru raunhæfar og markvissar og bæta leiðakerfið. Svo er hægt að styðja við ungt fólk í strætó óháð efnahag. Það gerði ég með félögum mínum í Árborg þegar við samþykktum að leyfa grunnskólabörnum að ferðast ókeypis með strætó innan sveitarfélagsins. Þeir sem ekki hafa fengið bílpróf hafa jú engan annan kost. Þetta minnkar skutl og nýtir vagnana betur. Ennfremur er það jafnréttismál að ungt fólk komist kostnaðarlítið í íþrótta- og tómstundastarf frá heimili sínu. Kannski væri hægt að læra af þessari reynslu og ná raunhæfum árangri án þess að veðja á risalausnir fyrir tugi milljarða sem verulegar efasemdir eru um að gangi upp.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í borginni.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar