Rithöfundalyddurnar og ráðherrann Bjarni Bernharður Bjarnason skrifar 25. janúar 2018 06:03 Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. Ég sé mig tilneyddan að fara með umræðuna út á hinn opinbera vettvang, þar sem mér er ekki lengur til setunnar boðið á aðalfundi Rithöfundasambands Íslands, að ræða þennan skandal sem sjóðurinn er, eins og ég hef verið ötull við, undanfarin ár, vegna þess gerræðis sem ég var beittur á dögunum, af stjórn RSÍ, en um það fjallaði ég í grein sem birtist á þessum ágæta vefmiðli nú á dögunum, og ætla ekki að fjölyrða frekar. Þó vil ég skjóta því hér inn, að vegna sjálfsvirðingar minnar var ekki umflúið að skila inn skírteininu, sem skýrist af þeirri nöturlegu staðreynd, að ég gat ekki hugsað mér að stíga framar fæti inn í Gunnarshús, úthrópaður vandræðamaður, öðrum félögum til athlægis, fyrir að vera óferjandi á lokaðri Facebook síðu sambandsins, sakir of mikilla skrifa, að áliti stjórnarmanna , sem er auðvitað rakin vitleysa, en auðvitað sveiflar maður pennanum að ákveðnu marki – varla er það hættulegt, eða hvað? Í raun er ég maður ljúfur, grandvar og dagfarslega prúður, en get þó verið harðskeyttur ef að mér er ómaklega vegið, eins og í þessum yfirgangi stjórnar RSÍ – eins ef augljóst misrétti verður uppvíst, hvort sem það snýr að mér, eða öðrum. Það er Rithöfundasamband Íslands sem er ábyrgt fyrir launasjóði rithöfunda, að því marki að sjá um að sjóðurinn svari kröfum hvers tíma, en því miður hefur RSÍ haldist slælega á því kefli, að gegna skyldu sinni gagnvart íslenskri rithöfundastétt, þegar kemur að vexti og viðgangi launasjóðsins. Ég kenni um því fólki, sem farið hefur með ábyrgðarstöður innan RSÍ, undanfarin 15 – 20 árin, stjórnum og formönnum þess tíma. Sá háttur er hafður á; að ár hvert, fer fjögurra manna sendinefnd á fund mennta- og menningarmálaráðherra, þeirra erinda að ræða málefni launasjóðsins – það ófremdarástand sem þar ríkir. Ráðherra tekur á móti þessu fólki með kostum og kynjum, bíður því kaffi og sætabrauð, og talar fjálglega um hversu skáldin séu þjóðinni dýrmæt. Svo er farið að ræða hið grafalvarlega mál, launasjóð rithöfunda, hversu bagalega sé komið fyrir sjóðnum, að brýnt sé að bæta úr, að útlit sé fyrir brottfall úr íslenskri skáldastétt, ef aðeins 12% af félagsmönnum RSÍ eiga kost á að njóta ritlauna – en 88% þeirra verði að éta það sem úti frýs. Ráðherra situr hljóður undir málflutningi sendimanna og stekkur ekki bros á vör. Þegar sendimenn hafa lokið máli sínu, stynur hann þungan, og segir með hluttekningarrómi: „Mér er fyllilega ljóst hversu staða launasjóðsins er alvarleg. Því megið þið trúa, að ég er ykkur hjartanlega sammála, við þetta ástand verður ekki búið, ef þjóðin ætlar að standa undir nafni, sem bókmenntaþjóð. Einn er þó hængur á, það eru ríkisfjármálin, sjaldan eða aldrei hafa þau verið jafn bág, eins og einmitt um þessar mundir. Sannarlega er mér það harmur að geta ekki orðið við umleitan ykkar“. Og þar með er erindið slegið útaf borðinu, og sendinefnd RSÍ hundskast útum dyrnar í ráðuneytinu – með skottið á milli fótanna. Þetta kalla ég lékeg vinnubrögð. Fullreynt er að reyna að sækja að ráðherranum á þessum nótum, með röksemdarfærslum um ótæka stöðu launasjóðsins – ráðherra þykist hlusta, en hlustar í raun ekki. Með réttu ætti sendinefnd RSÍ að beita aktivisma, taka með sér kaffibrúsa og nestisbox, og setjast upp í ráðuneytinu, neita að yfirgefa húsið, fyrr en ráðherra hefur gefið loforð um sanngjarnar úrbætur á launasjóði rithöfunda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23 Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10 Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sitthvað hef ég við fyrirkomulag launasjóðs rithöfunda að athuga. Ég sé mig tilneyddan að fara með umræðuna út á hinn opinbera vettvang, þar sem mér er ekki lengur til setunnar boðið á aðalfundi Rithöfundasambands Íslands, að ræða þennan skandal sem sjóðurinn er, eins og ég hef verið ötull við, undanfarin ár, vegna þess gerræðis sem ég var beittur á dögunum, af stjórn RSÍ, en um það fjallaði ég í grein sem birtist á þessum ágæta vefmiðli nú á dögunum, og ætla ekki að fjölyrða frekar. Þó vil ég skjóta því hér inn, að vegna sjálfsvirðingar minnar var ekki umflúið að skila inn skírteininu, sem skýrist af þeirri nöturlegu staðreynd, að ég gat ekki hugsað mér að stíga framar fæti inn í Gunnarshús, úthrópaður vandræðamaður, öðrum félögum til athlægis, fyrir að vera óferjandi á lokaðri Facebook síðu sambandsins, sakir of mikilla skrifa, að áliti stjórnarmanna , sem er auðvitað rakin vitleysa, en auðvitað sveiflar maður pennanum að ákveðnu marki – varla er það hættulegt, eða hvað? Í raun er ég maður ljúfur, grandvar og dagfarslega prúður, en get þó verið harðskeyttur ef að mér er ómaklega vegið, eins og í þessum yfirgangi stjórnar RSÍ – eins ef augljóst misrétti verður uppvíst, hvort sem það snýr að mér, eða öðrum. Það er Rithöfundasamband Íslands sem er ábyrgt fyrir launasjóði rithöfunda, að því marki að sjá um að sjóðurinn svari kröfum hvers tíma, en því miður hefur RSÍ haldist slælega á því kefli, að gegna skyldu sinni gagnvart íslenskri rithöfundastétt, þegar kemur að vexti og viðgangi launasjóðsins. Ég kenni um því fólki, sem farið hefur með ábyrgðarstöður innan RSÍ, undanfarin 15 – 20 árin, stjórnum og formönnum þess tíma. Sá háttur er hafður á; að ár hvert, fer fjögurra manna sendinefnd á fund mennta- og menningarmálaráðherra, þeirra erinda að ræða málefni launasjóðsins – það ófremdarástand sem þar ríkir. Ráðherra tekur á móti þessu fólki með kostum og kynjum, bíður því kaffi og sætabrauð, og talar fjálglega um hversu skáldin séu þjóðinni dýrmæt. Svo er farið að ræða hið grafalvarlega mál, launasjóð rithöfunda, hversu bagalega sé komið fyrir sjóðnum, að brýnt sé að bæta úr, að útlit sé fyrir brottfall úr íslenskri skáldastétt, ef aðeins 12% af félagsmönnum RSÍ eiga kost á að njóta ritlauna – en 88% þeirra verði að éta það sem úti frýs. Ráðherra situr hljóður undir málflutningi sendimanna og stekkur ekki bros á vör. Þegar sendimenn hafa lokið máli sínu, stynur hann þungan, og segir með hluttekningarrómi: „Mér er fyllilega ljóst hversu staða launasjóðsins er alvarleg. Því megið þið trúa, að ég er ykkur hjartanlega sammála, við þetta ástand verður ekki búið, ef þjóðin ætlar að standa undir nafni, sem bókmenntaþjóð. Einn er þó hængur á, það eru ríkisfjármálin, sjaldan eða aldrei hafa þau verið jafn bág, eins og einmitt um þessar mundir. Sannarlega er mér það harmur að geta ekki orðið við umleitan ykkar“. Og þar með er erindið slegið útaf borðinu, og sendinefnd RSÍ hundskast útum dyrnar í ráðuneytinu – með skottið á milli fótanna. Þetta kalla ég lékeg vinnubrögð. Fullreynt er að reyna að sækja að ráðherranum á þessum nótum, með röksemdarfærslum um ótæka stöðu launasjóðsins – ráðherra þykist hlusta, en hlustar í raun ekki. Með réttu ætti sendinefnd RSÍ að beita aktivisma, taka með sér kaffibrúsa og nestisbox, og setjast upp í ráðuneytinu, neita að yfirgefa húsið, fyrr en ráðherra hefur gefið loforð um sanngjarnar úrbætur á launasjóði rithöfunda
Mælirinn er fullur - og vel það Ég krefst þess að fá að vita hvað það er sem mælir gegn því að ég fái ritlaun! 5. janúar 2018 16:23
Takk fyrir 40 árin – Rithöfundasamband Íslands! Mér var gerður nauðugur einn kostur að segja mig úr Rithöfundasambandi Íslands, eftir 40 ára veru í sambandinu. 13. janúar 2018 11:10
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun