Rangar áherslur í kennaranámi Rakel Þórðardóttir skrifar 25. janúar 2018 08:35 Ég er búin með B.Ed gráðuna í kennslufræðum og byrjuð á mastersgráðunni sem er nauðsynleg til þess að ég geti kallað mig kennara. Ég tók smá krók á náminu og fór að kenna sem leiðbeinandi í grunnskóla. Ég ætlaði að vera voðalega dugleg. Húsmóðir, móðir þriggja ungra barna, í vinnu og svo ætlaði ég líka að vera í mastersnáminu með. En það kom fljótlega á daginn að ég var ekkert að ná að sinna náminu „með“ kennslunni og öllu öðru. Á fyrstu vikunni áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið að læra í kennaranáminu kom ekkert kennarastarfinu við. Ég segi ekki að það hafi verið algjör tímasóun en sumt sem ég lærði þar hefur ekkert með kennarastarfið að gera. Sumir kúrsar líktust kenningarfyllerí frekar en kennslu í handbærum aðferðum fyrir kennaranema að nota í kennslu. Ég lærði enga bekkjastjórnun. Ekkert um einhverfu, ADHD, ADD, mótþróaþrjóskuröskun, lesblindu, kynáttunarvanda, samkynhneigð hjá ungu fólki, einelti, þunglyndi og kvíða í börnum. Sjálfskaðandi hegðun, vanrækslu, hvernig skal bregðast við þegar grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, andlegu ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Það var aldrei talað um að kennara þyrfti að vera á teymisfundum og hvað færi fram á teymisfundum. Í háskólanum sem ég var í var engin skipulögð æfingakennsla. En við fórum í nokkrar heimsóknir í skóla og hittum flotta kennara. Eitt sem var lögð áhersla á var að kennarar kynnu að gera heimasíðu en það var ekkert talað um þau tölvukerfi sem halda utan um hegðun og námsárangur barnanna. Það var alveg nýtt fyrir mér þegar ég fór að vinna. Og þetta er bara hluti af vandamáli nýrra kennara. Þegar það fór að koma betur og betur í ljós hvað mig vantaði mikla þekkingu til þess að standa mig vel í starfi fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað á ég eftir að læra í mastersnáminu sem mun hjálpa mér í framtíðinni? Ég fór að skoða það betur. Í ljós kom, það er ekkert. Það er hægt að velja ýmislegt en það hefur ekkert með skyldufögin í mastersnáminu að gera. Hvernig á ég að geta kennt í skóla sem vinnur eftir stefnunni, Skóli án aðgreiningar? Þegar ég hef hvorki tæki né tól til þess að gera starfið mitt vel. Ég er hissa hvernig sveitarfélögin sætta sig við að ráða starfsfólk til vinnu sem er ekki starfinu vaxið. Hvað þurfa sveitarfélögin að kosta mikið til að aðstoða nýja kennara í starfi? Til þess að koma í veg fyrir að nýir kennarar hætti í kennslu þarf að gæta þess að þungur nemendahópurinn með margar greiningar séu ekki settar hjá nýjum kennara. Sem virðist vera venja heldur en undantekning þegar kemur að úthluta nýútskrifuðum kennurum nemendahóp. Ef til vill er það ástæðan fyrir því að margir hætta í kennslu eftir 1-2 ár í stafi. Í ljósi þess að sjúkrasjóður kennara er að klárast og að endurnýjun í starfshópnum er lítil þarf að grípa til aðgerða sem virka og það strax. Byrjið að skoða kennaranámið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég er búin með B.Ed gráðuna í kennslufræðum og byrjuð á mastersgráðunni sem er nauðsynleg til þess að ég geti kallað mig kennara. Ég tók smá krók á náminu og fór að kenna sem leiðbeinandi í grunnskóla. Ég ætlaði að vera voðalega dugleg. Húsmóðir, móðir þriggja ungra barna, í vinnu og svo ætlaði ég líka að vera í mastersnáminu með. En það kom fljótlega á daginn að ég var ekkert að ná að sinna náminu „með“ kennslunni og öllu öðru. Á fyrstu vikunni áttaði ég mig á því að það sem ég hafði verið að læra í kennaranáminu kom ekkert kennarastarfinu við. Ég segi ekki að það hafi verið algjör tímasóun en sumt sem ég lærði þar hefur ekkert með kennarastarfið að gera. Sumir kúrsar líktust kenningarfyllerí frekar en kennslu í handbærum aðferðum fyrir kennaranema að nota í kennslu. Ég lærði enga bekkjastjórnun. Ekkert um einhverfu, ADHD, ADD, mótþróaþrjóskuröskun, lesblindu, kynáttunarvanda, samkynhneigð hjá ungu fólki, einelti, þunglyndi og kvíða í börnum. Sjálfskaðandi hegðun, vanrækslu, hvernig skal bregðast við þegar grunur er um að barn sé beitt ofbeldi, andlegu ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Það var aldrei talað um að kennara þyrfti að vera á teymisfundum og hvað færi fram á teymisfundum. Í háskólanum sem ég var í var engin skipulögð æfingakennsla. En við fórum í nokkrar heimsóknir í skóla og hittum flotta kennara. Eitt sem var lögð áhersla á var að kennarar kynnu að gera heimasíðu en það var ekkert talað um þau tölvukerfi sem halda utan um hegðun og námsárangur barnanna. Það var alveg nýtt fyrir mér þegar ég fór að vinna. Og þetta er bara hluti af vandamáli nýrra kennara. Þegar það fór að koma betur og betur í ljós hvað mig vantaði mikla þekkingu til þess að standa mig vel í starfi fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað á ég eftir að læra í mastersnáminu sem mun hjálpa mér í framtíðinni? Ég fór að skoða það betur. Í ljós kom, það er ekkert. Það er hægt að velja ýmislegt en það hefur ekkert með skyldufögin í mastersnáminu að gera. Hvernig á ég að geta kennt í skóla sem vinnur eftir stefnunni, Skóli án aðgreiningar? Þegar ég hef hvorki tæki né tól til þess að gera starfið mitt vel. Ég er hissa hvernig sveitarfélögin sætta sig við að ráða starfsfólk til vinnu sem er ekki starfinu vaxið. Hvað þurfa sveitarfélögin að kosta mikið til að aðstoða nýja kennara í starfi? Til þess að koma í veg fyrir að nýir kennarar hætti í kennslu þarf að gæta þess að þungur nemendahópurinn með margar greiningar séu ekki settar hjá nýjum kennara. Sem virðist vera venja heldur en undantekning þegar kemur að úthluta nýútskrifuðum kennurum nemendahóp. Ef til vill er það ástæðan fyrir því að margir hætta í kennslu eftir 1-2 ár í stafi. Í ljósi þess að sjúkrasjóður kennara er að klárast og að endurnýjun í starfshópnum er lítil þarf að grípa til aðgerða sem virka og það strax. Byrjið að skoða kennaranámið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar