Sterk staða – betri borg Áslaug Friðriksdóttir skrifar 26. janúar 2018 07:00 Það þarf margt að gerast í borgarmálunum á næsta kjörtímabili. Setja verður önnur mál í forgang en þau sem núverandi meirihluti hefur gert. Grunnþarfir borgarbúa og almenn þjónusta hefur mætt afgangi. Ég vil tryggja að íbúar fái mannsæmandi þjónustu á öllum aldursskeiðum, að virðing sé borin fyrir þörfum og vilja fólks. Fara þarf vel með fjármuni og sinna viðhaldi sameiginlegra eigna okkar. Málið er einfalt – borgin þarf að virka. Á morgun ganga Sjálfstæðismenn í Reykjavík til kosninga um þá manneskju sem leiða á lista flokksins í vor. Til þess að geta tekið virkan þátt í þeim breytingum verður Sjálfstæðisflokkurinn að ná til breiðs hóps kjósenda. Það mun flokknum takast með því að taka verkefnum fagnandi og fjalla um þau á jákvæðan hátt í stað þess að gerast úrtöluflokkur og ýta verkefnum út af borðinu án skoðunar og nauðsynlegrar umræðu. Flokkurinn á að ígrunda breytingar með opnum huga, leiða umbætur og hafa vilja til að nýta sér allar þær hugmyndir sem skilað geta borgarbúum betri lífsgæðum. Og nóg er til af þeim. Mýmörg dæmi eru um hvernig aðrar borgir hafa náð betri árangri á mörgum sviðum, bæði í gæðum þjónustunnar og betri rekstri.Rödd sem höfðar til fleiri Verkefnin eru spennandi og áskoranirnar stórar. Eitt af stóru verkefnunum verður að innleiða breytingar á þjónustu þannig að hún sé veitt á forsendum notenda en ekki á forsendum þeirra sem veita hana. Valfrelsi fólks verður að vera til staðar, annars þróast þjónustan ekki eftir þörfum þeirra. Til þess að geta leitt þessar mikilvægu breytingar verður Sjálfstæðisflokkurinn að komast í þá stöðu að mynda meirihluta. Hann þarf að hafa rödd sem höfðar til breiðs hóps og betur til kvenna og yngri kjósenda. Skynsemi og víðsýni fer flokknum betur en úrtölur. Fyrir þessu vil ég standa og býð mig fram til að ganga í verkefnið.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það þarf margt að gerast í borgarmálunum á næsta kjörtímabili. Setja verður önnur mál í forgang en þau sem núverandi meirihluti hefur gert. Grunnþarfir borgarbúa og almenn þjónusta hefur mætt afgangi. Ég vil tryggja að íbúar fái mannsæmandi þjónustu á öllum aldursskeiðum, að virðing sé borin fyrir þörfum og vilja fólks. Fara þarf vel með fjármuni og sinna viðhaldi sameiginlegra eigna okkar. Málið er einfalt – borgin þarf að virka. Á morgun ganga Sjálfstæðismenn í Reykjavík til kosninga um þá manneskju sem leiða á lista flokksins í vor. Til þess að geta tekið virkan þátt í þeim breytingum verður Sjálfstæðisflokkurinn að ná til breiðs hóps kjósenda. Það mun flokknum takast með því að taka verkefnum fagnandi og fjalla um þau á jákvæðan hátt í stað þess að gerast úrtöluflokkur og ýta verkefnum út af borðinu án skoðunar og nauðsynlegrar umræðu. Flokkurinn á að ígrunda breytingar með opnum huga, leiða umbætur og hafa vilja til að nýta sér allar þær hugmyndir sem skilað geta borgarbúum betri lífsgæðum. Og nóg er til af þeim. Mýmörg dæmi eru um hvernig aðrar borgir hafa náð betri árangri á mörgum sviðum, bæði í gæðum þjónustunnar og betri rekstri.Rödd sem höfðar til fleiri Verkefnin eru spennandi og áskoranirnar stórar. Eitt af stóru verkefnunum verður að innleiða breytingar á þjónustu þannig að hún sé veitt á forsendum notenda en ekki á forsendum þeirra sem veita hana. Valfrelsi fólks verður að vera til staðar, annars þróast þjónustan ekki eftir þörfum þeirra. Til þess að geta leitt þessar mikilvægu breytingar verður Sjálfstæðisflokkurinn að komast í þá stöðu að mynda meirihluta. Hann þarf að hafa rödd sem höfðar til breiðs hóps og betur til kvenna og yngri kjósenda. Skynsemi og víðsýni fer flokknum betur en úrtölur. Fyrir þessu vil ég standa og býð mig fram til að ganga í verkefnið.Höfundur er frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar