Dauðans alvara Eymundur L. Eymundsson skrifar 26. janúar 2018 10:46 Á hverjum tíma glíma 1 af hverjum 4 við geðheilsuvanda af einhverjum toga og það gera 25% af öllum Íslendingum. Á Íslandi missum við 3 til 4 einstaklinga á mánuði sem falla fyrir eigin hendi. Það eru 500-600 sem reyna sjálfsvíg á hverju ári og eru í aukinni hættu á eftir. Andleg veikindi og vanlíðan fara ekki í manngreiningarálit og sem betur fer er þetta að opnast með meiri þekkingu og umræðu í dag. Þetta er lífsins alvara þar sem hugurinn er fangelsi niðurbrotinna hugsana. Gleymum því ekki á landsbyggðinni er ein geðdeild á Akureyri sem þjónar stóru svæði en það vill stundum gleymast þegar er talað um geðdeildir. Fagfólk sem finnur fyrir miklu álagi þar sem þessi geðdeild er ekki stór og þurfa ráðamenn þjóðarinnar að gera betur og láta byggja við enda teikningar til.Félagskvíði/Félagsfælni Kvíða byrjaði ég að finna fyrir þegar ég byrjaði grunnskóla. Það hafði áhrif á námið og mér gekk erfilega að læra þar sem einbeiting var lítil og ótti og hræðsla mikil að gera mistök. Um 12 ára aldur var þetta farið að há mér mikið og ég byrjaður að setja upp grímu til að lifa af þar sem sjálfsvígshugsanir voru komnar (félagsfælni). Ég skammaðist mín fyrir mína líðan og sjálfstraust og einbeiting var lítil. Ég leit út fyrir að funkera félagslega, en eftir að ég varð fimmtán sextán ára fór ég aldrei með félögunum í bíó eða neitt svoleiðis. Ég þorði aldrei að fara og þorði aldrei að segja þeim af hverju það var. Ég vissi heldur í rauninni ekki hvað var að mér. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég notaði áfengi heilmikið til að slá á líðanina, þegar félagarnir voru að drekka þá gat ég komið, og var oftast búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra. Ég forðaðist flestar aðstæður og mikil reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Alltaf þegar ég lagðist til svefns á kvöldin kveið ég fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum, kveið fyrir að þurfa að hitta annað fólk. Ég gat ekki ímyndað mér að ég ætti við andleg veikindi að stríða. Hélt ég væri öðruvísi og var viss um að enginn myndi trúa mér ef ég segði frá hvernig mér liði. Ég var viss um að allir myndu baktala, dæma mig og gera lítið úr mér. Ég var nógu brotinn fyrir að það hefði ekki verið á bætandi. Ég hélt því áfram að birgja vanlíðan og vera með grímu. Ég hélt nefnilega að fólk sem væri andlega veikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með andleg veikindi. Ég greindist með slitgigt 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti að fara í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur sömu megin 2004. Ég varð óvinnufær eftir aðgerðina 2004 þar sem hún tókst ekki nógu vel og má segja að það hafi bjargað mínu lífi.Það er von ef maður gefur henni tækiæri Ég var á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá í fyrsta skipti hvað ég hafði glímt við síðan ég var barn. Á Kristnesi var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunlyndi sem gaf mér von eftir að hafa lesið bæklinga um þessar geðraskanir. Öll þessi skömm sem ég var búinn að bera öll mín ár breyttist í þakklæti fyrir að hafa lifað af. Það voru raunverulegar ástæður fyrir minni vanlíðan og það var von. En til þess þyrfti ég að taka grímuna af og fá hjálp. Manneskjan ég er sú sama þótt gríman hafi verið tekinn. Ég hafði tækifæri á að byggja mig upp og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Ég hef þurft að vinna fyrir því að taka niður grímuna og nýta mér hjálpina með opnum huga. Ég hef klárað 3 skóla og gert hluti sem ég hef þráð síðan ég var barn og á mér líf og lífsgæði. Ég er ekki fórnarlamb heldur einstaklingur sem gekk í gegnum erfileika en lifði af sem er ekki sjálfgefið. Ég vil nýta mína reynslu til að gera samfélaginu grein fyrir alvarleika andlegra veikinda og vanlíðan. Í dag er ég einn af stofnendum Grófarinnar á Akureyri sem er geðverndarmiðstöð sem hefur hjálpað mörgum að taka skrefið og rjúfa sína einangrun. Ég hef farið með fjölda fyrirlestra í grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt öðru góðu fólki. Ungmenni eru þakklát fyrir að fá fólk með persónulega reynslu og eru til í að deila með öðrum. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag nema að hafa fengið góða hjálp frá fagmönnum og fólki með reynslu af geðrsökunum og fyrir það er ég þakklátur. Ég var að koma úr minni 3 mjaðmaliðaskiptingu sömu megin fyrir ári síðan. Ég glími við mína verki og síþreytu sem tekur orku en það ekkert á við það sem ég þurfti að burðast með síðan ég var barn. Ekkert barn eða ungmenni á þurfa að birgja vanlíðan frekar en það væri með krabbamein. Þetta er lífsins alvara og getur haft skelfilegar afleiðingar en við sem samfélag getum minnkað þann skaða með að hjálpa börnum og ungmennum strax og mikilvægt að foreldrar fái um leið fræðslu. Ég vona að ráðamenn sjái miklvægi þess að fagmenn séu ráðnir grunn- og framhaldsskóla landsins til að hjálpa börnum og ungmennum áður en það geti orðið of seint. Ég vona að einstaklingar sem eiga við þetta að glíma geti nýtt sér hjálpina með opnum huga og gefi sér tækifæri og tíma.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi, félagsliði og verkefnastjóri geðfræðslu Grófarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Á hverjum tíma glíma 1 af hverjum 4 við geðheilsuvanda af einhverjum toga og það gera 25% af öllum Íslendingum. Á Íslandi missum við 3 til 4 einstaklinga á mánuði sem falla fyrir eigin hendi. Það eru 500-600 sem reyna sjálfsvíg á hverju ári og eru í aukinni hættu á eftir. Andleg veikindi og vanlíðan fara ekki í manngreiningarálit og sem betur fer er þetta að opnast með meiri þekkingu og umræðu í dag. Þetta er lífsins alvara þar sem hugurinn er fangelsi niðurbrotinna hugsana. Gleymum því ekki á landsbyggðinni er ein geðdeild á Akureyri sem þjónar stóru svæði en það vill stundum gleymast þegar er talað um geðdeildir. Fagfólk sem finnur fyrir miklu álagi þar sem þessi geðdeild er ekki stór og þurfa ráðamenn þjóðarinnar að gera betur og láta byggja við enda teikningar til.Félagskvíði/Félagsfælni Kvíða byrjaði ég að finna fyrir þegar ég byrjaði grunnskóla. Það hafði áhrif á námið og mér gekk erfilega að læra þar sem einbeiting var lítil og ótti og hræðsla mikil að gera mistök. Um 12 ára aldur var þetta farið að há mér mikið og ég byrjaður að setja upp grímu til að lifa af þar sem sjálfsvígshugsanir voru komnar (félagsfælni). Ég skammaðist mín fyrir mína líðan og sjálfstraust og einbeiting var lítil. Ég leit út fyrir að funkera félagslega, en eftir að ég varð fimmtán sextán ára fór ég aldrei með félögunum í bíó eða neitt svoleiðis. Ég þorði aldrei að fara og þorði aldrei að segja þeim af hverju það var. Ég vissi heldur í rauninni ekki hvað var að mér. Ég réð ekkert við taugakerfið, ég roðnaði og klökknaði í tíma og ótíma og það gerðist bara án þess ég réði nokkru um það. Ég notaði áfengi heilmikið til að slá á líðanina, þegar félagarnir voru að drekka þá gat ég komið, og var oftast búinn að drekka í mig kjark til að komast til þeirra. Ég forðaðist flestar aðstæður og mikil reiði og pirringur sem getur valdið togstreitu í samskiptum. Alltaf þegar ég lagðist til svefns á kvöldin kveið ég fyrir að vakna daginn eftir, kveið fyrir öllum deginum, kveið fyrir að þurfa að hitta annað fólk. Ég gat ekki ímyndað mér að ég ætti við andleg veikindi að stríða. Hélt ég væri öðruvísi og var viss um að enginn myndi trúa mér ef ég segði frá hvernig mér liði. Ég var viss um að allir myndu baktala, dæma mig og gera lítið úr mér. Ég var nógu brotinn fyrir að það hefði ekki verið á bætandi. Ég hélt því áfram að birgja vanlíðan og vera með grímu. Ég hélt nefnilega að fólk sem væri andlega veikt væri eins og maður sér í bandarískum bíómyndum, lokað inni og helst í spennitreyju. Það voru eiginlega einu skiptin sem ég sá fólk með andleg veikindi. Ég greindist með slitgigt 1994 og er þá 27 ára gamall. Ég þurfti að fara í mjaðmaliðaskipti 1998 og aftur sömu megin 2004. Ég varð óvinnufær eftir aðgerðina 2004 þar sem hún tókst ekki nógu vel og má segja að það hafi bjargað mínu lífi.Það er von ef maður gefur henni tækiæri Ég var á verkjasviði á Kristnesi árið 2005 þar sem ég sá í fyrsta skipti hvað ég hafði glímt við síðan ég var barn. Á Kristnesi var fræðsla um kvíða, félagsfælni og þunlyndi sem gaf mér von eftir að hafa lesið bæklinga um þessar geðraskanir. Öll þessi skömm sem ég var búinn að bera öll mín ár breyttist í þakklæti fyrir að hafa lifað af. Það voru raunverulegar ástæður fyrir minni vanlíðan og það var von. En til þess þyrfti ég að taka grímuna af og fá hjálp. Manneskjan ég er sú sama þótt gríman hafi verið tekinn. Ég hafði tækifæri á að byggja mig upp og öðlast sjálfstraust og sjálfsvirðingu. Ég hef þurft að vinna fyrir því að taka niður grímuna og nýta mér hjálpina með opnum huga. Ég hef klárað 3 skóla og gert hluti sem ég hef þráð síðan ég var barn og á mér líf og lífsgæði. Ég er ekki fórnarlamb heldur einstaklingur sem gekk í gegnum erfileika en lifði af sem er ekki sjálfgefið. Ég vil nýta mína reynslu til að gera samfélaginu grein fyrir alvarleika andlegra veikinda og vanlíðan. Í dag er ég einn af stofnendum Grófarinnar á Akureyri sem er geðverndarmiðstöð sem hefur hjálpað mörgum að taka skrefið og rjúfa sína einangrun. Ég hef farið með fjölda fyrirlestra í grunn- og framhaldsskóla landsins ásamt öðru góðu fólki. Ungmenni eru þakklát fyrir að fá fólk með persónulega reynslu og eru til í að deila með öðrum. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag nema að hafa fengið góða hjálp frá fagmönnum og fólki með reynslu af geðrsökunum og fyrir það er ég þakklátur. Ég var að koma úr minni 3 mjaðmaliðaskiptingu sömu megin fyrir ári síðan. Ég glími við mína verki og síþreytu sem tekur orku en það ekkert á við það sem ég þurfti að burðast með síðan ég var barn. Ekkert barn eða ungmenni á þurfa að birgja vanlíðan frekar en það væri með krabbamein. Þetta er lífsins alvara og getur haft skelfilegar afleiðingar en við sem samfélag getum minnkað þann skaða með að hjálpa börnum og ungmennum strax og mikilvægt að foreldrar fái um leið fræðslu. Ég vona að ráðamenn sjái miklvægi þess að fagmenn séu ráðnir grunn- og framhaldsskóla landsins til að hjálpa börnum og ungmennum áður en það geti orðið of seint. Ég vona að einstaklingar sem eiga við þetta að glíma geti nýtt sér hjálpina með opnum huga og gefi sér tækifæri og tíma.Eymundur L. Eymundsson ráðgjafi, félagsliði og verkefnastjóri geðfræðslu Grófarinnar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar