Gleðilegt stafrænt byltingarár! Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 07:00 Ein af þeim byltingum sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna mánuði er stafræna byltingin eða 4. iðnbyltingin eins og sumir vilja kalla hana. Áherslan hefur aðallega verið á tækniþátt byltingarinnar en minna verið rætt um það hvaða eða hvers konar breytingar hún er að kalla á hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hraði er stærsti einstaki þátturinn sem hefur gjörbreytt viðskiptaumhverfi okkar sem kallar á hugfarsbreytingu hjá þeim kynslóðum sem stýra fyrirtækjum og stofnunum landsins í dag. Árið 2000 kostaði það um 5.000.000 dollara að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum en árið 2012 var sú tala komin niður í 50.000 dollara. Þessi breyting ein og sér hefur gert það að verkum að áhættan við að stofna nýtt fyrirtæki er það lítil að einstaklingar eru mun viljugri að stökkva út í djúpu laugina og láta á það reyna hvort draumar þeirra geti ræst. En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem starfa á markaðnum í dag? Jú, fleiri og fleiri fyrirtæki koma ný inn á markaðinn með nýjar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem voru jafnvel óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýjasta dæmið hér á landi er nýtt kreditkort og lánveitingar á vegum Nova í gegnum AUR-appið. Það er talvert síðan að sprotafyrirtæki fóru að bjóða ýmsar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki á sviði fjármála þó svo mín kynslóð hafi alist upp við að slík þjónusta sé alfarið í höndum fjármálafyrirtækja. Nýjar áskoranir kalla á nýjar nálganir. Þetta snýst ekki lengur um að segja viðskiptavininum hvað þú getur gert fyrir hann heldur að spyrja viðskiptavininn hvað þú getur gert fyrir hann og þannig reynt að finna lausn á hans þörf, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Okkur hefur verið kennt að í stefnumótunarvinnu eigi að verja góðum tíma við að greina annars vegar innri styrkleika og veikleika fyrirtækja og stofnana og hins vegar ógnanir og tækifæri í ytra umhverfinu. Margt bendir til að í dag dugi sú aðferðafræði skammt þar sem hraðinn er það mikill að þær forsendur sem unnið var með í upphafi greiningarvinnunnar eru jafnvel úreltar þegar stefnumótuninni lýkur. Það sem skiptir mestu máli er að vita hvert fyrirtækið er að fara og hvaða gildi verða höfð að leiðarljósi á þeirri vegferð. Hvernig fyrirtækið ætlar að komast þangað og á hvaða forsendum. Með öðrum orðum, hvaða lausnir fyrirtækið ætlar að bjóða upp á þarf að vera stöðug og lifandi umræða sem er innbyggð í genamengi fyrirtækisins. Mörg fyrirtæki eru þegar farin að huga að þessum málum enda ekki seinna vænna. Er þitt fyrirtæki eitt af þeim eða er það enn þá að velta fyrir sér hvernig það geti „brugðist við“ stafrænu byltingunni?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein af þeim byltingum sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna mánuði er stafræna byltingin eða 4. iðnbyltingin eins og sumir vilja kalla hana. Áherslan hefur aðallega verið á tækniþátt byltingarinnar en minna verið rætt um það hvaða eða hvers konar breytingar hún er að kalla á hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hraði er stærsti einstaki þátturinn sem hefur gjörbreytt viðskiptaumhverfi okkar sem kallar á hugfarsbreytingu hjá þeim kynslóðum sem stýra fyrirtækjum og stofnunum landsins í dag. Árið 2000 kostaði það um 5.000.000 dollara að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum en árið 2012 var sú tala komin niður í 50.000 dollara. Þessi breyting ein og sér hefur gert það að verkum að áhættan við að stofna nýtt fyrirtæki er það lítil að einstaklingar eru mun viljugri að stökkva út í djúpu laugina og láta á það reyna hvort draumar þeirra geti ræst. En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem starfa á markaðnum í dag? Jú, fleiri og fleiri fyrirtæki koma ný inn á markaðinn með nýjar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem voru jafnvel óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýjasta dæmið hér á landi er nýtt kreditkort og lánveitingar á vegum Nova í gegnum AUR-appið. Það er talvert síðan að sprotafyrirtæki fóru að bjóða ýmsar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki á sviði fjármála þó svo mín kynslóð hafi alist upp við að slík þjónusta sé alfarið í höndum fjármálafyrirtækja. Nýjar áskoranir kalla á nýjar nálganir. Þetta snýst ekki lengur um að segja viðskiptavininum hvað þú getur gert fyrir hann heldur að spyrja viðskiptavininn hvað þú getur gert fyrir hann og þannig reynt að finna lausn á hans þörf, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Okkur hefur verið kennt að í stefnumótunarvinnu eigi að verja góðum tíma við að greina annars vegar innri styrkleika og veikleika fyrirtækja og stofnana og hins vegar ógnanir og tækifæri í ytra umhverfinu. Margt bendir til að í dag dugi sú aðferðafræði skammt þar sem hraðinn er það mikill að þær forsendur sem unnið var með í upphafi greiningarvinnunnar eru jafnvel úreltar þegar stefnumótuninni lýkur. Það sem skiptir mestu máli er að vita hvert fyrirtækið er að fara og hvaða gildi verða höfð að leiðarljósi á þeirri vegferð. Hvernig fyrirtækið ætlar að komast þangað og á hvaða forsendum. Með öðrum orðum, hvaða lausnir fyrirtækið ætlar að bjóða upp á þarf að vera stöðug og lifandi umræða sem er innbyggð í genamengi fyrirtækisins. Mörg fyrirtæki eru þegar farin að huga að þessum málum enda ekki seinna vænna. Er þitt fyrirtæki eitt af þeim eða er það enn þá að velta fyrir sér hvernig það geti „brugðist við“ stafrænu byltingunni?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar