Gleðilegt stafrænt byltingarár! Guðrún Ragnarsdóttir skrifar 10. janúar 2018 07:00 Ein af þeim byltingum sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna mánuði er stafræna byltingin eða 4. iðnbyltingin eins og sumir vilja kalla hana. Áherslan hefur aðallega verið á tækniþátt byltingarinnar en minna verið rætt um það hvaða eða hvers konar breytingar hún er að kalla á hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hraði er stærsti einstaki þátturinn sem hefur gjörbreytt viðskiptaumhverfi okkar sem kallar á hugfarsbreytingu hjá þeim kynslóðum sem stýra fyrirtækjum og stofnunum landsins í dag. Árið 2000 kostaði það um 5.000.000 dollara að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum en árið 2012 var sú tala komin niður í 50.000 dollara. Þessi breyting ein og sér hefur gert það að verkum að áhættan við að stofna nýtt fyrirtæki er það lítil að einstaklingar eru mun viljugri að stökkva út í djúpu laugina og láta á það reyna hvort draumar þeirra geti ræst. En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem starfa á markaðnum í dag? Jú, fleiri og fleiri fyrirtæki koma ný inn á markaðinn með nýjar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem voru jafnvel óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýjasta dæmið hér á landi er nýtt kreditkort og lánveitingar á vegum Nova í gegnum AUR-appið. Það er talvert síðan að sprotafyrirtæki fóru að bjóða ýmsar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki á sviði fjármála þó svo mín kynslóð hafi alist upp við að slík þjónusta sé alfarið í höndum fjármálafyrirtækja. Nýjar áskoranir kalla á nýjar nálganir. Þetta snýst ekki lengur um að segja viðskiptavininum hvað þú getur gert fyrir hann heldur að spyrja viðskiptavininn hvað þú getur gert fyrir hann og þannig reynt að finna lausn á hans þörf, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Okkur hefur verið kennt að í stefnumótunarvinnu eigi að verja góðum tíma við að greina annars vegar innri styrkleika og veikleika fyrirtækja og stofnana og hins vegar ógnanir og tækifæri í ytra umhverfinu. Margt bendir til að í dag dugi sú aðferðafræði skammt þar sem hraðinn er það mikill að þær forsendur sem unnið var með í upphafi greiningarvinnunnar eru jafnvel úreltar þegar stefnumótuninni lýkur. Það sem skiptir mestu máli er að vita hvert fyrirtækið er að fara og hvaða gildi verða höfð að leiðarljósi á þeirri vegferð. Hvernig fyrirtækið ætlar að komast þangað og á hvaða forsendum. Með öðrum orðum, hvaða lausnir fyrirtækið ætlar að bjóða upp á þarf að vera stöðug og lifandi umræða sem er innbyggð í genamengi fyrirtækisins. Mörg fyrirtæki eru þegar farin að huga að þessum málum enda ekki seinna vænna. Er þitt fyrirtæki eitt af þeim eða er það enn þá að velta fyrir sér hvernig það geti „brugðist við“ stafrænu byltingunni?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ein af þeim byltingum sem mikið hefur verið fjallað um undanfarna mánuði er stafræna byltingin eða 4. iðnbyltingin eins og sumir vilja kalla hana. Áherslan hefur aðallega verið á tækniþátt byltingarinnar en minna verið rætt um það hvaða eða hvers konar breytingar hún er að kalla á hjá fyrirtækjum og stofnunum. Hraði er stærsti einstaki þátturinn sem hefur gjörbreytt viðskiptaumhverfi okkar sem kallar á hugfarsbreytingu hjá þeim kynslóðum sem stýra fyrirtækjum og stofnunum landsins í dag. Árið 2000 kostaði það um 5.000.000 dollara að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum en árið 2012 var sú tala komin niður í 50.000 dollara. Þessi breyting ein og sér hefur gert það að verkum að áhættan við að stofna nýtt fyrirtæki er það lítil að einstaklingar eru mun viljugri að stökkva út í djúpu laugina og láta á það reyna hvort draumar þeirra geti ræst. En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem starfa á markaðnum í dag? Jú, fleiri og fleiri fyrirtæki koma ný inn á markaðinn með nýjar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem voru jafnvel óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýjasta dæmið hér á landi er nýtt kreditkort og lánveitingar á vegum Nova í gegnum AUR-appið. Það er talvert síðan að sprotafyrirtæki fóru að bjóða ýmsar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki á sviði fjármála þó svo mín kynslóð hafi alist upp við að slík þjónusta sé alfarið í höndum fjármálafyrirtækja. Nýjar áskoranir kalla á nýjar nálganir. Þetta snýst ekki lengur um að segja viðskiptavininum hvað þú getur gert fyrir hann heldur að spyrja viðskiptavininn hvað þú getur gert fyrir hann og þannig reynt að finna lausn á hans þörf, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki. Okkur hefur verið kennt að í stefnumótunarvinnu eigi að verja góðum tíma við að greina annars vegar innri styrkleika og veikleika fyrirtækja og stofnana og hins vegar ógnanir og tækifæri í ytra umhverfinu. Margt bendir til að í dag dugi sú aðferðafræði skammt þar sem hraðinn er það mikill að þær forsendur sem unnið var með í upphafi greiningarvinnunnar eru jafnvel úreltar þegar stefnumótuninni lýkur. Það sem skiptir mestu máli er að vita hvert fyrirtækið er að fara og hvaða gildi verða höfð að leiðarljósi á þeirri vegferð. Hvernig fyrirtækið ætlar að komast þangað og á hvaða forsendum. Með öðrum orðum, hvaða lausnir fyrirtækið ætlar að bjóða upp á þarf að vera stöðug og lifandi umræða sem er innbyggð í genamengi fyrirtækisins. Mörg fyrirtæki eru þegar farin að huga að þessum málum enda ekki seinna vænna. Er þitt fyrirtæki eitt af þeim eða er það enn þá að velta fyrir sér hvernig það geti „brugðist við“ stafrænu byltingunni?Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar