
Gleðilegt stafrænt byltingarár!
En hvað þýðir þetta fyrir fyrirtæki og stofnanir sem starfa á markaðnum í dag? Jú, fleiri og fleiri fyrirtæki koma ný inn á markaðinn með nýjar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem voru jafnvel óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Nýjasta dæmið hér á landi er nýtt kreditkort og lánveitingar á vegum Nova í gegnum AUR-appið. Það er talvert síðan að sprotafyrirtæki fóru að bjóða ýmsar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki á sviði fjármála þó svo mín kynslóð hafi alist upp við að slík þjónusta sé alfarið í höndum fjármálafyrirtækja.
Nýjar áskoranir kalla á nýjar nálganir. Þetta snýst ekki lengur um að segja viðskiptavininum hvað þú getur gert fyrir hann heldur að spyrja viðskiptavininn hvað þú getur gert fyrir hann og þannig reynt að finna lausn á hans þörf, hvort sem um er að ræða einstakling eða fyrirtæki.
Okkur hefur verið kennt að í stefnumótunarvinnu eigi að verja góðum tíma við að greina annars vegar innri styrkleika og veikleika fyrirtækja og stofnana og hins vegar ógnanir og tækifæri í ytra umhverfinu. Margt bendir til að í dag dugi sú aðferðafræði skammt þar sem hraðinn er það mikill að þær forsendur sem unnið var með í upphafi greiningarvinnunnar eru jafnvel úreltar þegar stefnumótuninni lýkur. Það sem skiptir mestu máli er að vita hvert fyrirtækið er að fara og hvaða gildi verða höfð að leiðarljósi á þeirri vegferð. Hvernig fyrirtækið ætlar að komast þangað og á hvaða forsendum. Með öðrum orðum, hvaða lausnir fyrirtækið ætlar að bjóða upp á þarf að vera stöðug og lifandi umræða sem er innbyggð í genamengi fyrirtækisins. Mörg fyrirtæki eru þegar farin að huga að þessum málum enda ekki seinna vænna. Er þitt fyrirtæki eitt af þeim eða er það enn þá að velta fyrir sér hvernig það geti „brugðist við“ stafrænu byltingunni?
Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Höfum alla burði til þess
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls
Erna Bjarnadóttir skrifar

Hjálp, barnið mitt spilar Roblox!
Kristín Magnúsdóttir skrifar

Líkindi með guðstrú og djöflatrú
Gunnar Björgvinsson skrifar

Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn
Zeljka Kristín Klobucar skrifar

Vér vesalingar
Ingólfur Sverrisson skrifar

Leikrit Landsvirkjunar
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst?
Unnar Geir Unnarsson skrifar

Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu
Róbert R. Spanó skrifar

Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli
Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar

Ákall til íslenskra stjórnmálamanna
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Byrjað á öfugum enda!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Væri ekki hlaupið út aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar