Körfubolti

Besta frammistaða Íslendings í bikarleik í Höllinni í tæp 24 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson.
Sigtryggur Arnar Björnsson. Vísir/Eyþór

Sigtryggur Arnar Björnsson var öðrum fremur maðurinn á bak við sigur Tindastóls á Haukum í undanúrslitaleik Maltbikars karla í Laugardalshöllinni í gærkvöldi.

Sigtryggur Arnar skoraði sex þrista í leiknum og endaði með 35 stig eða með meira en tvöfalt fleiri stig en næststigahæsti leikmaður Tindastóls.

Næstur Sigtryggi Arnari í stigaskori í liði Tindastóls var Brandon Garrett með 17 stig. Sigtryggur Arnar hitti alls úr 11 af 20 skotum sínum og 7 af 9 vítum. Hann var einnig með 11 fráköst og 3 stoðsendingar.

Sigtryggur Arnar var þar með fyrsti Íslendingurinn í tæp 24 ár sem nær að skora 35 stig í úrslitum bikarsins á fjölum Laugardalshallar.

Því hafði enginn náð síðan að Teitur Örlygsson skoraði 38 stig fyrir Njarðvík á móti Keflavík í bikarúrslitaleiknum árið 1994.

Stigametið í bikarúrslitaleik á Valur Ingimundarson sem skoraði 46 stig fyrir Njarðvík í bikaúrslitaleiknum fyrir 30 árum síðan.

Flest stig Íslendings í úrsltum bikarsins í Laugardalshöll 1976-2018:
46 - Valur Ingimundarson fyrir Njarðvík á móti KR 1988  [Bikarúrslit]
38 - Teitur Örlygsson fyrir Njarðvík á móti Keflavík 1994  [Bikarúrslit]
35 - Guðni Ólafur Guðnason fyrir KR á móti Njarðvík 1988  [Bikarúrslit]
35 - Sigtryggur Arnar Björnsson fyrir Tindastól á móti Haukum 2018 [Undanúrslit]
30 - Jón Sigurðsson fyrir Ármann á móti Njarðvík 1976 [Bikarúrslit]
30 - Sigurður Þorvaldsson fyrir Snæfell á móti Fjölni 2008  [Bikarúrslit]
29 - Bárður Eyþórsson fyrir Snæfell á móti Keflavík 1993  [Bikarúrslit]
29 - Jón Arnór Stefánsson fyrir KR á móti Stjörnunni 2009  [Bikarúrslit]
28 - Ívar Webster fyrir Hauka á móti Njarðvík 1986  [Bikarúrslit]
27 - Pétur Guðmundsson fyrir ÍR á móti Val 1983 [Bikarúrslit]
27 - Damon Johnson fyrir Keflavík á móti Snæfelli 2003  [Bikarúrslit]Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.