Lausnir í stað loftkastala Áslaug Friðriksdóttir skrifar 16. janúar 2018 07:00 Nú þegar vel viðrar í efnahagsmálum ættu borgarbúar að vera að njóta þess í einhverjum mæli. Svo er þó ekki. Áhersla á þjónustu við íbúa er engin en púðrið fer í að byggja loftkastala og tala í frösum um hvað allt verður frábært einhvern tíma seinna. Búið er að leysa húsnæðisvandann einhvern tíma seinna, búið er að leysa samgönguvandann einhvern tíma seinna og allt verður svo frábært, bara einhvern tíma seinna. Runnið er upp fyrir borgarbúum að viðhaldi á eignum, húsnæði, aðstöðu og götum er ekki sinnt. Barnafjölskyldum er ekki sinnt. Íbúar sem þurfa aðstoð fá ekki þjónustuna sem þeir þurfa. Biðlistar eftir húsnæði lengjast. Samgöngubætur eru ekki á dagskrá og lítið er gefið fyrir kvartanir þeirra sem sitja langdvölum í umferðarteppum. Það virðist ekki í verkahring meirihlutans í Reykjavík að hlusta á fólk frekar en að bera ábyrgð á því sem miður fer. Sem betur fer styttist í kosningar. Þá gefst borgarbúum tækifæri til að senda skýr skilaboð. Forgangsraða þarf í rekstrinum þannig að þjónusta við íbúa sé í forgangi. Hefja verður sókn í leikskóla- og menntamálum, gera starfsumhverfið aðlaðandi, auka sjálfstæði rekstrareininga og tryggja íbúum mannsæmandi þjónustu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið í ströngu við að leggja fram tillögur til breytinga. Tillögur til að minna á að þjónustan við borgarbúa hefur verið vanrækt. Tillögur um nýsköpun. Tillögur um aðgerðir til að draga úr veikindum. Tillögur um samgönguúrbætur. Tillögur um innleiðingu velferðartækni. Tillögum um umbætur í ólíkum hverfum. Flestum þeirra hefur verið ýtt út af borðinu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að höfða til breiðs hóps kjósenda til að fá umboð til að leiða þetta mikilvæga umbótastarf. Til þess þarf forystan að hafa breiða skírskotun, góða reynslu og skilja fólkið sem borgarkerfið á að þjóna. Það er mitt hjartans mál að þessar umbætur nái fram að ganga. Því óska ég eftir stuðningi þínum. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar vel viðrar í efnahagsmálum ættu borgarbúar að vera að njóta þess í einhverjum mæli. Svo er þó ekki. Áhersla á þjónustu við íbúa er engin en púðrið fer í að byggja loftkastala og tala í frösum um hvað allt verður frábært einhvern tíma seinna. Búið er að leysa húsnæðisvandann einhvern tíma seinna, búið er að leysa samgönguvandann einhvern tíma seinna og allt verður svo frábært, bara einhvern tíma seinna. Runnið er upp fyrir borgarbúum að viðhaldi á eignum, húsnæði, aðstöðu og götum er ekki sinnt. Barnafjölskyldum er ekki sinnt. Íbúar sem þurfa aðstoð fá ekki þjónustuna sem þeir þurfa. Biðlistar eftir húsnæði lengjast. Samgöngubætur eru ekki á dagskrá og lítið er gefið fyrir kvartanir þeirra sem sitja langdvölum í umferðarteppum. Það virðist ekki í verkahring meirihlutans í Reykjavík að hlusta á fólk frekar en að bera ábyrgð á því sem miður fer. Sem betur fer styttist í kosningar. Þá gefst borgarbúum tækifæri til að senda skýr skilaboð. Forgangsraða þarf í rekstrinum þannig að þjónusta við íbúa sé í forgangi. Hefja verður sókn í leikskóla- og menntamálum, gera starfsumhverfið aðlaðandi, auka sjálfstæði rekstrareininga og tryggja íbúum mannsæmandi þjónustu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa staðið í ströngu við að leggja fram tillögur til breytinga. Tillögur til að minna á að þjónustan við borgarbúa hefur verið vanrækt. Tillögur um nýsköpun. Tillögur um aðgerðir til að draga úr veikindum. Tillögur um samgönguúrbætur. Tillögur um innleiðingu velferðartækni. Tillögum um umbætur í ólíkum hverfum. Flestum þeirra hefur verið ýtt út af borðinu. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að höfða til breiðs hóps kjósenda til að fá umboð til að leiða þetta mikilvæga umbótastarf. Til þess þarf forystan að hafa breiða skírskotun, góða reynslu og skilja fólkið sem borgarkerfið á að þjóna. Það er mitt hjartans mál að þessar umbætur nái fram að ganga. Því óska ég eftir stuðningi þínum. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar