Sterk bönd – aukin tengsl Håkan Juholt skrifar 17. janúar 2018 07:00 Ég kom til landsins á Seyðisfirði með kæliboxið fullt af týtuberjum, moltuberjum, niðursoðinni isterbandpylsu og ostaköku. Í töskunum voru kassar af hrökkbrauði og krukkur með þurrkuðum gómsætum sveppum. Það voru ekki bara ég og eiginkonan, Åsa, sem vorum komin til Íslands heldur ætti nokkuð af því besta, sem Svíþjóð hefur upp á að bjóða, að fylgja með. En á mínum skamma tíma sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hef ég alveg fallið fyrir matnum. Nú er hangikjötssneið á brauðið sjálfsagður hluti morgunverðarins og ég er orðinn nokkuð ánægður með kjötsúpuna mína með lambakjöti og bragðmiklum rótarávöxtum. Í gotterísskálinni hefur íslenskur lakkrís þegar slegið út gamla uppáhaldssælgæti fjölskyldunnar. Ég tel að sterk tengsl geti oft myndast hjá okkur í gegnum ilm og bragð. Um hátíðirnar komu íslenskir vinir við hjá okkur með heimabakaðar kökur og við buðum þeim sænska „lúsíuketti“, snúða og saffrantvíbökur. Á jólum er feit „íslandssíld“ á borðum í Svíþjóð en á Íslandi eru dósir með sænskum piparkökum í stórum stöflum í öllum matvöruverslunum. Við nálgumst hvert annað í gegnum bragðlaukana, deilum brauðinu og upplifunum. Við uppgötvum hið góða, þekkjum söguna og skynjum framtíðina en stundum yfirsést okkur að sjá hvert annað. Eða kannski tökum við bara hvert öðru sem gefnum hlut. Ég tel að Ísland og Svíþjóð hafi svo óskaplega mikið meira að gefa og læra hvort af öðru. Hluti af því ferðalagi getur legið í gegnum matarupplifun því það er sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann. Svíar hafa mikinn áhuga á Íslandi því menningin, bókmenntirnar og náttúran heilla. Ísland geislar af orku og töfrum sem vekja aðdáun Svía. Um leið sjáum við mjög aukinn áhuga íslenskra barna og ungmenna á að læra sænsku og fjöldi Íslendinga hefur menntað sig í Svíþjóð ekki síst á heilbrigðissviðinu. En viðskipti milli landa okkar eru fremur lítil. Íslenskur fiskur ratar sjaldan í sænskar verslanir og sænskan bjór er ekki að finna á íslenskum krám og veitingastöðum. Skýringin á því er oftast máttur vanans og hefðir, rótgróið vinnulag. Á órólegum tímum þegar þróunin einkennist af tortryggni og hervæðingu felst visst öryggi í því að tilheyra norræna samfélaginu. Í norrænu ríkjunum er sterk hefð fyrir lýðræði og grasrótarhreyfingum. Jafnrétti, félagslegt öryggi, sjálfbærni og samvinna eru sameiginleg gildi. Í ár leggur Svíþjóð fram nokkur ný norræn samstarfsverkefni. Þau snúast meðal annars um þróun lausna fyrir fjarheilbrigðisþjónustu og rafræna lyfseðla yfir landamærin, vistvænar samgöngur, byggingu fallegra og sjálfbærra timburhúsa og sjálfbæra hönnun á ýmsum sviðum samfélagsins. Það verður að vera hægt að búa, vinna og reka fyrirtæki bæði í borgum og á landsbyggðinni. Rafrænar fjarlausnir geta stuðlað að lifandi landsbyggð bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Samsemd Norðurlanda er sterk og það er okkar íbúanna að verja hana. Við getum það í amstri dagsins með því að sjá hvert annað, láta okkur hvert annað varða og gefa hvert öðru tækifæri. Við finnum þetta þegar við lesum bækur eftir höfunda landa okkar eða sjáum kvikmyndir frá Norðurlöndum, þegar spennan vex í Eurovision eða stórmót í íþróttum hefjast. Stundum erum við andstæðingar en þegar við sjálf eigum ekki lengur möguleika á sigri styðjum við nágrannana. Á EM í fótbolta urðu allir Svíar allt í einu Íslendingar og nú er HM í aðsigi. Leyfum ekki okkar kynslóð að bregðast arfinum eftir forfeður okkar. Gerum í öllum tilvikum hvað við getum til þess að næsta kynslóð fái tækifær til að búa á öruggum, sterkum og þróunarsæknum Norðurlöndum. Þetta er hægt með stefnu ríkisstjórna, forgangsröðun fyrirtækja og vali einstaklinga hversdagslega. Þegar öllu er á botninn hvolft er mjög ánægjulegt að bera þessa ábyrgð. Á hverjum degi. Þú og ég. Höfundur er sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Sjá meira
Ég kom til landsins á Seyðisfirði með kæliboxið fullt af týtuberjum, moltuberjum, niðursoðinni isterbandpylsu og ostaköku. Í töskunum voru kassar af hrökkbrauði og krukkur með þurrkuðum gómsætum sveppum. Það voru ekki bara ég og eiginkonan, Åsa, sem vorum komin til Íslands heldur ætti nokkuð af því besta, sem Svíþjóð hefur upp á að bjóða, að fylgja með. En á mínum skamma tíma sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hef ég alveg fallið fyrir matnum. Nú er hangikjötssneið á brauðið sjálfsagður hluti morgunverðarins og ég er orðinn nokkuð ánægður með kjötsúpuna mína með lambakjöti og bragðmiklum rótarávöxtum. Í gotterísskálinni hefur íslenskur lakkrís þegar slegið út gamla uppáhaldssælgæti fjölskyldunnar. Ég tel að sterk tengsl geti oft myndast hjá okkur í gegnum ilm og bragð. Um hátíðirnar komu íslenskir vinir við hjá okkur með heimabakaðar kökur og við buðum þeim sænska „lúsíuketti“, snúða og saffrantvíbökur. Á jólum er feit „íslandssíld“ á borðum í Svíþjóð en á Íslandi eru dósir með sænskum piparkökum í stórum stöflum í öllum matvöruverslunum. Við nálgumst hvert annað í gegnum bragðlaukana, deilum brauðinu og upplifunum. Við uppgötvum hið góða, þekkjum söguna og skynjum framtíðina en stundum yfirsést okkur að sjá hvert annað. Eða kannski tökum við bara hvert öðru sem gefnum hlut. Ég tel að Ísland og Svíþjóð hafi svo óskaplega mikið meira að gefa og læra hvort af öðru. Hluti af því ferðalagi getur legið í gegnum matarupplifun því það er sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann. Svíar hafa mikinn áhuga á Íslandi því menningin, bókmenntirnar og náttúran heilla. Ísland geislar af orku og töfrum sem vekja aðdáun Svía. Um leið sjáum við mjög aukinn áhuga íslenskra barna og ungmenna á að læra sænsku og fjöldi Íslendinga hefur menntað sig í Svíþjóð ekki síst á heilbrigðissviðinu. En viðskipti milli landa okkar eru fremur lítil. Íslenskur fiskur ratar sjaldan í sænskar verslanir og sænskan bjór er ekki að finna á íslenskum krám og veitingastöðum. Skýringin á því er oftast máttur vanans og hefðir, rótgróið vinnulag. Á órólegum tímum þegar þróunin einkennist af tortryggni og hervæðingu felst visst öryggi í því að tilheyra norræna samfélaginu. Í norrænu ríkjunum er sterk hefð fyrir lýðræði og grasrótarhreyfingum. Jafnrétti, félagslegt öryggi, sjálfbærni og samvinna eru sameiginleg gildi. Í ár leggur Svíþjóð fram nokkur ný norræn samstarfsverkefni. Þau snúast meðal annars um þróun lausna fyrir fjarheilbrigðisþjónustu og rafræna lyfseðla yfir landamærin, vistvænar samgöngur, byggingu fallegra og sjálfbærra timburhúsa og sjálfbæra hönnun á ýmsum sviðum samfélagsins. Það verður að vera hægt að búa, vinna og reka fyrirtæki bæði í borgum og á landsbyggðinni. Rafrænar fjarlausnir geta stuðlað að lifandi landsbyggð bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Samsemd Norðurlanda er sterk og það er okkar íbúanna að verja hana. Við getum það í amstri dagsins með því að sjá hvert annað, láta okkur hvert annað varða og gefa hvert öðru tækifæri. Við finnum þetta þegar við lesum bækur eftir höfunda landa okkar eða sjáum kvikmyndir frá Norðurlöndum, þegar spennan vex í Eurovision eða stórmót í íþróttum hefjast. Stundum erum við andstæðingar en þegar við sjálf eigum ekki lengur möguleika á sigri styðjum við nágrannana. Á EM í fótbolta urðu allir Svíar allt í einu Íslendingar og nú er HM í aðsigi. Leyfum ekki okkar kynslóð að bregðast arfinum eftir forfeður okkar. Gerum í öllum tilvikum hvað við getum til þess að næsta kynslóð fái tækifær til að búa á öruggum, sterkum og þróunarsæknum Norðurlöndum. Þetta er hægt með stefnu ríkisstjórna, forgangsröðun fyrirtækja og vali einstaklinga hversdagslega. Þegar öllu er á botninn hvolft er mjög ánægjulegt að bera þessa ábyrgð. Á hverjum degi. Þú og ég. Höfundur er sendiherra Svíþjóðar á Íslandi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun