Sterk bönd – aukin tengsl Håkan Juholt skrifar 17. janúar 2018 07:00 Ég kom til landsins á Seyðisfirði með kæliboxið fullt af týtuberjum, moltuberjum, niðursoðinni isterbandpylsu og ostaköku. Í töskunum voru kassar af hrökkbrauði og krukkur með þurrkuðum gómsætum sveppum. Það voru ekki bara ég og eiginkonan, Åsa, sem vorum komin til Íslands heldur ætti nokkuð af því besta, sem Svíþjóð hefur upp á að bjóða, að fylgja með. En á mínum skamma tíma sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hef ég alveg fallið fyrir matnum. Nú er hangikjötssneið á brauðið sjálfsagður hluti morgunverðarins og ég er orðinn nokkuð ánægður með kjötsúpuna mína með lambakjöti og bragðmiklum rótarávöxtum. Í gotterísskálinni hefur íslenskur lakkrís þegar slegið út gamla uppáhaldssælgæti fjölskyldunnar. Ég tel að sterk tengsl geti oft myndast hjá okkur í gegnum ilm og bragð. Um hátíðirnar komu íslenskir vinir við hjá okkur með heimabakaðar kökur og við buðum þeim sænska „lúsíuketti“, snúða og saffrantvíbökur. Á jólum er feit „íslandssíld“ á borðum í Svíþjóð en á Íslandi eru dósir með sænskum piparkökum í stórum stöflum í öllum matvöruverslunum. Við nálgumst hvert annað í gegnum bragðlaukana, deilum brauðinu og upplifunum. Við uppgötvum hið góða, þekkjum söguna og skynjum framtíðina en stundum yfirsést okkur að sjá hvert annað. Eða kannski tökum við bara hvert öðru sem gefnum hlut. Ég tel að Ísland og Svíþjóð hafi svo óskaplega mikið meira að gefa og læra hvort af öðru. Hluti af því ferðalagi getur legið í gegnum matarupplifun því það er sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann. Svíar hafa mikinn áhuga á Íslandi því menningin, bókmenntirnar og náttúran heilla. Ísland geislar af orku og töfrum sem vekja aðdáun Svía. Um leið sjáum við mjög aukinn áhuga íslenskra barna og ungmenna á að læra sænsku og fjöldi Íslendinga hefur menntað sig í Svíþjóð ekki síst á heilbrigðissviðinu. En viðskipti milli landa okkar eru fremur lítil. Íslenskur fiskur ratar sjaldan í sænskar verslanir og sænskan bjór er ekki að finna á íslenskum krám og veitingastöðum. Skýringin á því er oftast máttur vanans og hefðir, rótgróið vinnulag. Á órólegum tímum þegar þróunin einkennist af tortryggni og hervæðingu felst visst öryggi í því að tilheyra norræna samfélaginu. Í norrænu ríkjunum er sterk hefð fyrir lýðræði og grasrótarhreyfingum. Jafnrétti, félagslegt öryggi, sjálfbærni og samvinna eru sameiginleg gildi. Í ár leggur Svíþjóð fram nokkur ný norræn samstarfsverkefni. Þau snúast meðal annars um þróun lausna fyrir fjarheilbrigðisþjónustu og rafræna lyfseðla yfir landamærin, vistvænar samgöngur, byggingu fallegra og sjálfbærra timburhúsa og sjálfbæra hönnun á ýmsum sviðum samfélagsins. Það verður að vera hægt að búa, vinna og reka fyrirtæki bæði í borgum og á landsbyggðinni. Rafrænar fjarlausnir geta stuðlað að lifandi landsbyggð bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Samsemd Norðurlanda er sterk og það er okkar íbúanna að verja hana. Við getum það í amstri dagsins með því að sjá hvert annað, láta okkur hvert annað varða og gefa hvert öðru tækifæri. Við finnum þetta þegar við lesum bækur eftir höfunda landa okkar eða sjáum kvikmyndir frá Norðurlöndum, þegar spennan vex í Eurovision eða stórmót í íþróttum hefjast. Stundum erum við andstæðingar en þegar við sjálf eigum ekki lengur möguleika á sigri styðjum við nágrannana. Á EM í fótbolta urðu allir Svíar allt í einu Íslendingar og nú er HM í aðsigi. Leyfum ekki okkar kynslóð að bregðast arfinum eftir forfeður okkar. Gerum í öllum tilvikum hvað við getum til þess að næsta kynslóð fái tækifær til að búa á öruggum, sterkum og þróunarsæknum Norðurlöndum. Þetta er hægt með stefnu ríkisstjórna, forgangsröðun fyrirtækja og vali einstaklinga hversdagslega. Þegar öllu er á botninn hvolft er mjög ánægjulegt að bera þessa ábyrgð. Á hverjum degi. Þú og ég. Höfundur er sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Ég kom til landsins á Seyðisfirði með kæliboxið fullt af týtuberjum, moltuberjum, niðursoðinni isterbandpylsu og ostaköku. Í töskunum voru kassar af hrökkbrauði og krukkur með þurrkuðum gómsætum sveppum. Það voru ekki bara ég og eiginkonan, Åsa, sem vorum komin til Íslands heldur ætti nokkuð af því besta, sem Svíþjóð hefur upp á að bjóða, að fylgja með. En á mínum skamma tíma sem sendiherra Svíþjóðar á Íslandi hef ég alveg fallið fyrir matnum. Nú er hangikjötssneið á brauðið sjálfsagður hluti morgunverðarins og ég er orðinn nokkuð ánægður með kjötsúpuna mína með lambakjöti og bragðmiklum rótarávöxtum. Í gotterísskálinni hefur íslenskur lakkrís þegar slegið út gamla uppáhaldssælgæti fjölskyldunnar. Ég tel að sterk tengsl geti oft myndast hjá okkur í gegnum ilm og bragð. Um hátíðirnar komu íslenskir vinir við hjá okkur með heimabakaðar kökur og við buðum þeim sænska „lúsíuketti“, snúða og saffrantvíbökur. Á jólum er feit „íslandssíld“ á borðum í Svíþjóð en á Íslandi eru dósir með sænskum piparkökum í stórum stöflum í öllum matvöruverslunum. Við nálgumst hvert annað í gegnum bragðlaukana, deilum brauðinu og upplifunum. Við uppgötvum hið góða, þekkjum söguna og skynjum framtíðina en stundum yfirsést okkur að sjá hvert annað. Eða kannski tökum við bara hvert öðru sem gefnum hlut. Ég tel að Ísland og Svíþjóð hafi svo óskaplega mikið meira að gefa og læra hvort af öðru. Hluti af því ferðalagi getur legið í gegnum matarupplifun því það er sagt að leiðin að hjarta mannsins liggi í gegnum magann. Svíar hafa mikinn áhuga á Íslandi því menningin, bókmenntirnar og náttúran heilla. Ísland geislar af orku og töfrum sem vekja aðdáun Svía. Um leið sjáum við mjög aukinn áhuga íslenskra barna og ungmenna á að læra sænsku og fjöldi Íslendinga hefur menntað sig í Svíþjóð ekki síst á heilbrigðissviðinu. En viðskipti milli landa okkar eru fremur lítil. Íslenskur fiskur ratar sjaldan í sænskar verslanir og sænskan bjór er ekki að finna á íslenskum krám og veitingastöðum. Skýringin á því er oftast máttur vanans og hefðir, rótgróið vinnulag. Á órólegum tímum þegar þróunin einkennist af tortryggni og hervæðingu felst visst öryggi í því að tilheyra norræna samfélaginu. Í norrænu ríkjunum er sterk hefð fyrir lýðræði og grasrótarhreyfingum. Jafnrétti, félagslegt öryggi, sjálfbærni og samvinna eru sameiginleg gildi. Í ár leggur Svíþjóð fram nokkur ný norræn samstarfsverkefni. Þau snúast meðal annars um þróun lausna fyrir fjarheilbrigðisþjónustu og rafræna lyfseðla yfir landamærin, vistvænar samgöngur, byggingu fallegra og sjálfbærra timburhúsa og sjálfbæra hönnun á ýmsum sviðum samfélagsins. Það verður að vera hægt að búa, vinna og reka fyrirtæki bæði í borgum og á landsbyggðinni. Rafrænar fjarlausnir geta stuðlað að lifandi landsbyggð bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Samsemd Norðurlanda er sterk og það er okkar íbúanna að verja hana. Við getum það í amstri dagsins með því að sjá hvert annað, láta okkur hvert annað varða og gefa hvert öðru tækifæri. Við finnum þetta þegar við lesum bækur eftir höfunda landa okkar eða sjáum kvikmyndir frá Norðurlöndum, þegar spennan vex í Eurovision eða stórmót í íþróttum hefjast. Stundum erum við andstæðingar en þegar við sjálf eigum ekki lengur möguleika á sigri styðjum við nágrannana. Á EM í fótbolta urðu allir Svíar allt í einu Íslendingar og nú er HM í aðsigi. Leyfum ekki okkar kynslóð að bregðast arfinum eftir forfeður okkar. Gerum í öllum tilvikum hvað við getum til þess að næsta kynslóð fái tækifær til að búa á öruggum, sterkum og þróunarsæknum Norðurlöndum. Þetta er hægt með stefnu ríkisstjórna, forgangsröðun fyrirtækja og vali einstaklinga hversdagslega. Þegar öllu er á botninn hvolft er mjög ánægjulegt að bera þessa ábyrgð. Á hverjum degi. Þú og ég. Höfundur er sendiherra Svíþjóðar á Íslandi.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun