Húrra fyrir sveitarfélögum sem hafa gert grunnmenntun gjaldfrjálsa í raun! Erna Reynisdóttir skrifar 18. janúar 2018 07:00 Barnaheill – Save the Children á Íslandi – hófu vitundarvakningu árið 2015 um kostnað foreldra grunnskólabarna við innkaup á ritföngum og fleiru sem þarf til skólagöngu. Samtökin skoruðu á yfirvöld að afnema þessa kostnaðarþátttöku og virða þar með réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að skólar hættu að gefa út svokallaða innkaupalista og hins vegar til stjórnvalda um að afnema leyfi til slíkrar gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Barnaheill kölluðu almenning til liðs við sig á síðasta ári með undirskriftasöfnun um áskorun á stjórnvöld. Það var því mikið gleðiefni þegar fréttir fóru að berast frá hverju sveitarfélaginu á fætur öðru sem tóku áskoruninni og tilkynnti um afnám gjaldtöku fyrir veturinn 2017–2018. Í lok árs 2017 bárust svo fréttir af því að tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, hefðu samþykkt að afnema kostnaðarþátttöku á skólaárinu 2018–2019. Var það mikið framfaraskref í átt að því að öll börn á Íslandi nytu jafnræðis í þessum efnum. Samkvæmt nýlegri samantekt Velferðarvaktarinnar munu um 94% barna njóta gjaldfrjálsar grunnmenntunar frá og með haustinu 2018. Það miðast þó við að öll sveitarfélög sem höfðu afnumið kostnaðarþátttöku fyrir yfirstandandi skólaár haldi sömu stefnu næsta haust. Ekki er hægt annað en að gleðjast yfir þeim árangri en samt sem áður eru þá um 6% barna sem njóta ekki þessara réttinda og því þarf að breyta. Ég vil þakka þeim sveitarstjórnarkonum og -körlum sem hafa gert grunnmenntun gjaldfrjálsa í raun í sínu sveitarfélagi. Húrra fyrir ykkur! Um leið skora ég á fulltrúa þeirra örfáu sveitarfélaga sem ekki hafa stigið þetta skref til fulls að hafa hugrekki til þess áður en næsta skólaár hefst. En umfram allt vil ég ítreka áskorun Barnaheilla og beina því til nýrra alþingismanna að breyta 31. grein grunnskólalaga á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna á skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Sjá meira
Barnaheill – Save the Children á Íslandi – hófu vitundarvakningu árið 2015 um kostnað foreldra grunnskólabarna við innkaup á ritföngum og fleiru sem þarf til skólagöngu. Samtökin skoruðu á yfirvöld að afnema þessa kostnaðarþátttöku og virða þar með réttindi barna til gjaldfrjálsrar grunnmenntunar eins og kveðið er á um í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áskorunin náði annars vegar til sveitarfélaga þar sem hvatt var til þess að skólar hættu að gefa út svokallaða innkaupalista og hins vegar til stjórnvalda um að afnema leyfi til slíkrar gjaldtöku með breytingu á grunnskólalögum. Barnaheill kölluðu almenning til liðs við sig á síðasta ári með undirskriftasöfnun um áskorun á stjórnvöld. Það var því mikið gleðiefni þegar fréttir fóru að berast frá hverju sveitarfélaginu á fætur öðru sem tóku áskoruninni og tilkynnti um afnám gjaldtöku fyrir veturinn 2017–2018. Í lok árs 2017 bárust svo fréttir af því að tvö stærstu sveitarfélög landsins, Kópavogur og Reykjavík, hefðu samþykkt að afnema kostnaðarþátttöku á skólaárinu 2018–2019. Var það mikið framfaraskref í átt að því að öll börn á Íslandi nytu jafnræðis í þessum efnum. Samkvæmt nýlegri samantekt Velferðarvaktarinnar munu um 94% barna njóta gjaldfrjálsar grunnmenntunar frá og með haustinu 2018. Það miðast þó við að öll sveitarfélög sem höfðu afnumið kostnaðarþátttöku fyrir yfirstandandi skólaár haldi sömu stefnu næsta haust. Ekki er hægt annað en að gleðjast yfir þeim árangri en samt sem áður eru þá um 6% barna sem njóta ekki þessara réttinda og því þarf að breyta. Ég vil þakka þeim sveitarstjórnarkonum og -körlum sem hafa gert grunnmenntun gjaldfrjálsa í raun í sínu sveitarfélagi. Húrra fyrir ykkur! Um leið skora ég á fulltrúa þeirra örfáu sveitarfélaga sem ekki hafa stigið þetta skref til fulls að hafa hugrekki til þess áður en næsta skólaár hefst. En umfram allt vil ég ítreka áskorun Barnaheilla og beina því til nýrra alþingismanna að breyta 31. grein grunnskólalaga á þann veg að tekið sé fyrir þessa kostnaðarþátttöku heimilanna á skólagögnum. Einungis þannig er hægt að tryggja til framtíðar jöfnuð milli allra barna varðandi þennan kostnað án tillits til búsetu eða í hvaða skóla þau ganga. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar