Áskoranir í mannvirkjagerð Hilmar Harðarson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins.Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári.Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni.Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins.Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári.Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni.Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun