Áskoranir í mannvirkjagerð Hilmar Harðarson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins. Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári. Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni. Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hilmar Harðarson Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Að byggja mannvirki er skapandi og skemmtilegt starf. Slíkt verk krefst fjölbreyttrar aðkomu alls kyns fagstétta með sérhæfða þekkingu á ólíkum viðfangsefnum. Það er gaman að taka þátt í því að byggja vandað hús yfir mannlíf eða leggja vegi og byggja brýr, sem síðar verða undirstaða grósku og nýrra tækifæra. Mannvirkjagerð er mikilvæg undirstöðuatvinnugrein í hverju þjóðfélagi. Það er mikilvægt að huga vel að þróun hennar og aðbúnaði þeirra sem þar starfa. Bæði ungt fólk, með nýja þekkingu, og eldra fólk með áratugareynslu þarf að una hag sínum vel. Aðbúnaður þarf að vera góður og kjör viðunandi. Misrétti milli starfsfólks og láglaunastefna í þágu skammtímahugsunar má ekki festa rætur. Það kemur bæði niður á gæðum mannvirkja og gæðum mannlífsins. Breytingar á vinnumarkaði Miklar breytingar hafa átt sér stað á íslenskum vinnumarkaði. Hann er orðinn alþjóðlegur. Erlent vinnuafl streymir hingað til starfa, og þá ekki síst í mannvirkjagerð. Við Íslendingar megum vera þakklát fyrir aðkomu hins erlenda vinnuafls. Í því felst mikil auðlind. En hér er líka margt að varast. EES-samningurinn kveður skýrt á um að ekki megi mismuna fólki eftir þjóðerni. Ekki má greiða erlendu vinnuafli lægri laun en íslensku fyrir sambærileg störf. Að undanförnu hefur Samiðn heimsótt fyrirtæki í mannvirkjagerð og kannað hvort erlent starfsfólk sé ráðið til vinnu á viðunandi kjörum, hver menntun þess er og hver aðbúnaður þess er. Það má ekki líðast að fyrirtæki ráði til sín erlenda starfskrafta, oft í gegnum starfsmannaleigur, á lúsarlaunum og að þeim sé jafnvel boðið upp á aðbúnað sem ekki telst með nokkru móti viðunandi. Sem betur fer hefur Samiðn orðið þess áskynja að flest fyrirtæki virða réttindi þessa starfsfólks. En þó svo að sú mynd sem birtist í vinnustaðaheimsóknum sé að flestu leyti ánægjuleg, eru því miður til slæm dæmi um hið gagnstæða, þar sem réttindi erlendra starfsmanna eru þverbrotin. Við hjá Samiðn viljum skapa breiða samstöðu um það, að útrýma að fullu slíku háttalagi fárra aðila. Við lítum á það sem mikilvæga áskorun á nýju ári. Hvar er fagþekkingin? Önnur mikilvæg áskorun á nýju ári er að skapa samstöðu um mikilvægi þess, að mannvirki séu reist af fólki með fagþekkingu. Í kjölfar heimsókna Samiðnar á vinnustaði hafa áleitnar spurningar vaknað. Svo virðist sem erlent starfsfólk sé í langflestum tilvikum skráð sem ófaglært verkafólk og nýtur launakjara í samræmi við það. Ef þessar skráningar eru réttar er ljóst að heilu stórhýsin eru reist hér á landi um þessar mundir án þess að faglærðir iðnaðarmenn komi að því verki, nema í eftirlitshlutverki. Það er að sjálfsögðu óviðunandi. Annað hvort er skráningin röng – og um faglært fólk er að ræða sem nýtur þá ekki kjara í samræmi við menntun sína – eða hús eru einfaldlega reist á Íslandi af ófaglærðu fólki. Hvort sem er raunin, þá er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni. Þörf á átaki Þörfin í mannvirkjagerð er ákaflega mikil á Íslandi. Það er skortur á íbúðum og þörf er á mikilli uppbyggingu alls kyns innviða, sem felur í sér bæði byggingu og viðhald mannvirkja. Það er gríðarlega brýnt að í því átaksverkefni sem fram undan er í þessum efnum, sé gætt að því að skammtímahugsun ráði ekki för, með von um skammtímagróða. Gæðin verða að vera mikil. Í byggingariðnaði þarf allt starfsfólk að búa við sömu kjör fyrir sambærileg störf og misrétti þarf að útrýma. Fagmennska, nýsköpun og reynsla þarf að vera í hávegum höfð. Ungt, menntað fólk þarf að laðast að greininni. Á nýju ári kallar Samiðn eftir samhentu átaki allra hagsmunaaðila til að tryggja að þessi markmið náist, íslensku þjóðfélagi til heilla á þessum miklu uppbyggingartímum. Höfundur er formaður Samiðnar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar