Öll í strætó Jórunn Sörensen skrifar 18. janúar 2018 07:00 Þann 4. janúar sl. skrifar Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, pistil í Fréttablaðið með ofangreindri fyrirsögn. Ég orðlengi það ekki að ég tek undir hvert einasta orð hennar. Ég geng mikið mér til ánægju og heilsubótar. Mér þykir afar gaman að fara út í náttúruna hér á höfuðborgarsvæðinu eins og til dæmis á hæðirnar fyrir ofan Rauðavatn. En mér þykir einnig gaman að fara niður í bæ. Ganga þar um garða borgarinnar, rölta um bæinn og njóta þess fjölbreytta mannlífs sem borgin býður upp á. Svo kíki ég kannski á kaffihús og fæ mér hressingu. Það er of langt fyrir mig, gamla konu, að ganga á þessa staði að heiman en ég get ekki tekið strætó þótt hann stoppi beint fyrir framan heimili mitt. Mér er nefnilega bannað að nota strætó því vinur minn og göngufélagi er fjórfættur. Hann er hundur. Við Íslendingar eru fremst í flokki þegar kemur að því að tileinka sér nýungar af öllu tagi en þar er eðlileg þróun hundahalds sannarlega ekki meðtalin. Í áratugi var hundahald með öllu bannað í þéttbýli – borgin var þrátt fyrir það auðvitað aldrei hundlaus. Hundahald er nú leyft en með hvílíkum skilyrðum að fjöldi fólks veigrar sér við að gangast undir þau en heldur sinn hund í „óleyfi“. Ég er sérstaklega skattlögð af því að ég valdi að bæta hundi við fjölskylduna. Ég skora á þig, Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarformaður Strætó, að sjá til þess að ég og Spói minn, auk annarra hundaeigenda sem vilja nota strætó, fái það. Það er nokkuð ljóst að strætisvagnarnir munu ekki „fyllast af hundum“. Þá ályktun dreg ég af ást okkar Íslendinga á einkabílnum. En örugglega eru það samt einhverjir hundaeigendur – fyrir utan mig – sem vilja mjög gjarnan nota strætó sem „hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri“ kost en að nota einkabílinn. Svo ég vitni í þín eigin orð. Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 4. janúar sl. skrifar Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, pistil í Fréttablaðið með ofangreindri fyrirsögn. Ég orðlengi það ekki að ég tek undir hvert einasta orð hennar. Ég geng mikið mér til ánægju og heilsubótar. Mér þykir afar gaman að fara út í náttúruna hér á höfuðborgarsvæðinu eins og til dæmis á hæðirnar fyrir ofan Rauðavatn. En mér þykir einnig gaman að fara niður í bæ. Ganga þar um garða borgarinnar, rölta um bæinn og njóta þess fjölbreytta mannlífs sem borgin býður upp á. Svo kíki ég kannski á kaffihús og fæ mér hressingu. Það er of langt fyrir mig, gamla konu, að ganga á þessa staði að heiman en ég get ekki tekið strætó þótt hann stoppi beint fyrir framan heimili mitt. Mér er nefnilega bannað að nota strætó því vinur minn og göngufélagi er fjórfættur. Hann er hundur. Við Íslendingar eru fremst í flokki þegar kemur að því að tileinka sér nýungar af öllu tagi en þar er eðlileg þróun hundahalds sannarlega ekki meðtalin. Í áratugi var hundahald með öllu bannað í þéttbýli – borgin var þrátt fyrir það auðvitað aldrei hundlaus. Hundahald er nú leyft en með hvílíkum skilyrðum að fjöldi fólks veigrar sér við að gangast undir þau en heldur sinn hund í „óleyfi“. Ég er sérstaklega skattlögð af því að ég valdi að bæta hundi við fjölskylduna. Ég skora á þig, Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarformaður Strætó, að sjá til þess að ég og Spói minn, auk annarra hundaeigenda sem vilja nota strætó, fái það. Það er nokkuð ljóst að strætisvagnarnir munu ekki „fyllast af hundum“. Þá ályktun dreg ég af ást okkar Íslendinga á einkabílnum. En örugglega eru það samt einhverjir hundaeigendur – fyrir utan mig – sem vilja mjög gjarnan nota strætó sem „hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri“ kost en að nota einkabílinn. Svo ég vitni í þín eigin orð. Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar