Öll í strætó Jórunn Sörensen skrifar 18. janúar 2018 07:00 Þann 4. janúar sl. skrifar Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, pistil í Fréttablaðið með ofangreindri fyrirsögn. Ég orðlengi það ekki að ég tek undir hvert einasta orð hennar. Ég geng mikið mér til ánægju og heilsubótar. Mér þykir afar gaman að fara út í náttúruna hér á höfuðborgarsvæðinu eins og til dæmis á hæðirnar fyrir ofan Rauðavatn. En mér þykir einnig gaman að fara niður í bæ. Ganga þar um garða borgarinnar, rölta um bæinn og njóta þess fjölbreytta mannlífs sem borgin býður upp á. Svo kíki ég kannski á kaffihús og fæ mér hressingu. Það er of langt fyrir mig, gamla konu, að ganga á þessa staði að heiman en ég get ekki tekið strætó þótt hann stoppi beint fyrir framan heimili mitt. Mér er nefnilega bannað að nota strætó því vinur minn og göngufélagi er fjórfættur. Hann er hundur. Við Íslendingar eru fremst í flokki þegar kemur að því að tileinka sér nýungar af öllu tagi en þar er eðlileg þróun hundahalds sannarlega ekki meðtalin. Í áratugi var hundahald með öllu bannað í þéttbýli – borgin var þrátt fyrir það auðvitað aldrei hundlaus. Hundahald er nú leyft en með hvílíkum skilyrðum að fjöldi fólks veigrar sér við að gangast undir þau en heldur sinn hund í „óleyfi“. Ég er sérstaklega skattlögð af því að ég valdi að bæta hundi við fjölskylduna. Ég skora á þig, Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarformaður Strætó, að sjá til þess að ég og Spói minn, auk annarra hundaeigenda sem vilja nota strætó, fái það. Það er nokkuð ljóst að strætisvagnarnir munu ekki „fyllast af hundum“. Þá ályktun dreg ég af ást okkar Íslendinga á einkabílnum. En örugglega eru það samt einhverjir hundaeigendur – fyrir utan mig – sem vilja mjög gjarnan nota strætó sem „hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri“ kost en að nota einkabílinn. Svo ég vitni í þín eigin orð. Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 4. janúar sl. skrifar Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarformaður Strætó, pistil í Fréttablaðið með ofangreindri fyrirsögn. Ég orðlengi það ekki að ég tek undir hvert einasta orð hennar. Ég geng mikið mér til ánægju og heilsubótar. Mér þykir afar gaman að fara út í náttúruna hér á höfuðborgarsvæðinu eins og til dæmis á hæðirnar fyrir ofan Rauðavatn. En mér þykir einnig gaman að fara niður í bæ. Ganga þar um garða borgarinnar, rölta um bæinn og njóta þess fjölbreytta mannlífs sem borgin býður upp á. Svo kíki ég kannski á kaffihús og fæ mér hressingu. Það er of langt fyrir mig, gamla konu, að ganga á þessa staði að heiman en ég get ekki tekið strætó þótt hann stoppi beint fyrir framan heimili mitt. Mér er nefnilega bannað að nota strætó því vinur minn og göngufélagi er fjórfættur. Hann er hundur. Við Íslendingar eru fremst í flokki þegar kemur að því að tileinka sér nýungar af öllu tagi en þar er eðlileg þróun hundahalds sannarlega ekki meðtalin. Í áratugi var hundahald með öllu bannað í þéttbýli – borgin var þrátt fyrir það auðvitað aldrei hundlaus. Hundahald er nú leyft en með hvílíkum skilyrðum að fjöldi fólks veigrar sér við að gangast undir þau en heldur sinn hund í „óleyfi“. Ég er sérstaklega skattlögð af því að ég valdi að bæta hundi við fjölskylduna. Ég skora á þig, Heiða Björg Hilmisdóttir stjórnarformaður Strætó, að sjá til þess að ég og Spói minn, auk annarra hundaeigenda sem vilja nota strætó, fái það. Það er nokkuð ljóst að strætisvagnarnir munu ekki „fyllast af hundum“. Þá ályktun dreg ég af ást okkar Íslendinga á einkabílnum. En örugglega eru það samt einhverjir hundaeigendur – fyrir utan mig – sem vilja mjög gjarnan nota strætó sem „hagkvæmari, umhverfisvænni og jafnvel fljótlegri“ kost en að nota einkabílinn. Svo ég vitni í þín eigin orð. Höfundur er framhaldsskólakennari á eftirlaunum.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar