Fólkið í borginni er komið með nóg Áslaug Friðriksdóttir skrifar 18. janúar 2018 07:00 Ekkert lát er á því hvernig borgarstjórn seilist í veski og pyngjur borgarbúa en í staðinn er þjónustan af skornum skammti. Hvernig stendur á því að þegar íbúar borgarinnar borga meira en nokkurn tíma áður í borgarsjóð að þjónustan sem þeim stendur til boða standi svona höllum fæti.Almenn þjónusta á einfaldlega að virka Meginþorri borgarbúa vill fá að vera í friði og komast í gegnum sín daglegu verkefni án þess að ákvarðanir í borgarstjórn séu þar að flækjast fyrir. Þeir eru ekki kröfuharðir. Það eina sem þeir vilja er að almenn þjónusta virki. Sveitarfélag hefur ekki svo flóknum skyldum að gegna. Megináherslan á að vera að aðstoða fólk að komast leiðar sinnar, hreinsa, sópa og salta götur og stíga eftir þörfum og sinna viðhaldi gatnakerfisins. Sinna sorphirðu þannig að vel sé, veita öldruðum og fötluðum mannsæmandi þjónustu. Tryggja að skólakerfið veiti börnum nauðsynlega menntun og leikskólabörnum vist svo foreldrar komist til vinnu sinnar. Þetta er ekki flókið. Kannski finnst meirihlutanum í Reykjavík þetta ekki nógu spennandi verkefni. Alla vega geta þau seint kallast uppáhaldsverkefni hans. Upplifun íbúanna í borginni er að þeir þurfi að greiða borgarsjóði af tekjum sínum í stórum stíl en fái ekki sanngjarna þjónustu fyrir. Þetta viðhorf er afar slæmt og til þess fallið að veikja samstöðu íbúa við uppbyggingu og þróun þjónustu í borginni. Þeir sem sest hefðu að í borginni taka frekar þá ákvörðun að fara annað þar sem þjónustan er til staðar. Um leið fjölgar útsvarsgreiðendum ekki í borginni og geta til að reka sterkt velferðar- og skólakerfi veikist.Virðingu á að bera fyrir fjármunum borgarbúa Á næsta kjörtímabili þarf að kjósa forystu sem ber virðingu fyrir fjármunum borgarbúa. Sú virðing er ein meginforsenda þess að fólk sé tilbúið til að leggja fé til sameiginlegra sjóða. Og það að fólk sé tilbúið til þess er grundvöllur velferðarkerfisins sem við þekkjum. Reksturinn þarf að taka föstum tökum og gera sjálfbæran. Þau skilaboð er að finna frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlunum síðustu ára. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á þetta fyrir daufum eyrum meirihlutans. Svo virðist sem þeim finnist önnur verkefni skemmtilegri. Í komandi kosningum verður að skipta um meirihluta í Reykjavík. Meirihluta sem tekur grunnþjónustumálin alvarlega og snýr alvarlegri þróun í borginni við. Sjálfstæðismenn velja sér leiðtoga til þess verkefnis í komandi prófkjöri. Nauðsynlegt er að velja leiðtoga sem hefur hugrekki og ákveðni til að knýja breytingar fram og nær til breiðs kjósendahóps í kosningunum í vor. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fylgi til að komast í meirihluta og út frá því þarf að velja leiðtoga. Ég býð mig fram, hef þá eiginleika sem þarf til að stýra verkefninu í höfn í þágu borgarbúa og óska eftir stuðningi til þess í komandi leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Ekkert lát er á því hvernig borgarstjórn seilist í veski og pyngjur borgarbúa en í staðinn er þjónustan af skornum skammti. Hvernig stendur á því að þegar íbúar borgarinnar borga meira en nokkurn tíma áður í borgarsjóð að þjónustan sem þeim stendur til boða standi svona höllum fæti.Almenn þjónusta á einfaldlega að virka Meginþorri borgarbúa vill fá að vera í friði og komast í gegnum sín daglegu verkefni án þess að ákvarðanir í borgarstjórn séu þar að flækjast fyrir. Þeir eru ekki kröfuharðir. Það eina sem þeir vilja er að almenn þjónusta virki. Sveitarfélag hefur ekki svo flóknum skyldum að gegna. Megináherslan á að vera að aðstoða fólk að komast leiðar sinnar, hreinsa, sópa og salta götur og stíga eftir þörfum og sinna viðhaldi gatnakerfisins. Sinna sorphirðu þannig að vel sé, veita öldruðum og fötluðum mannsæmandi þjónustu. Tryggja að skólakerfið veiti börnum nauðsynlega menntun og leikskólabörnum vist svo foreldrar komist til vinnu sinnar. Þetta er ekki flókið. Kannski finnst meirihlutanum í Reykjavík þetta ekki nógu spennandi verkefni. Alla vega geta þau seint kallast uppáhaldsverkefni hans. Upplifun íbúanna í borginni er að þeir þurfi að greiða borgarsjóði af tekjum sínum í stórum stíl en fái ekki sanngjarna þjónustu fyrir. Þetta viðhorf er afar slæmt og til þess fallið að veikja samstöðu íbúa við uppbyggingu og þróun þjónustu í borginni. Þeir sem sest hefðu að í borginni taka frekar þá ákvörðun að fara annað þar sem þjónustan er til staðar. Um leið fjölgar útsvarsgreiðendum ekki í borginni og geta til að reka sterkt velferðar- og skólakerfi veikist.Virðingu á að bera fyrir fjármunum borgarbúa Á næsta kjörtímabili þarf að kjósa forystu sem ber virðingu fyrir fjármunum borgarbúa. Sú virðing er ein meginforsenda þess að fólk sé tilbúið til að leggja fé til sameiginlegra sjóða. Og það að fólk sé tilbúið til þess er grundvöllur velferðarkerfisins sem við þekkjum. Reksturinn þarf að taka föstum tökum og gera sjálfbæran. Þau skilaboð er að finna frá fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar í fjárhagsáætlunum síðustu ára. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á þetta fyrir daufum eyrum meirihlutans. Svo virðist sem þeim finnist önnur verkefni skemmtilegri. Í komandi kosningum verður að skipta um meirihluta í Reykjavík. Meirihluta sem tekur grunnþjónustumálin alvarlega og snýr alvarlegri þróun í borginni við. Sjálfstæðismenn velja sér leiðtoga til þess verkefnis í komandi prófkjöri. Nauðsynlegt er að velja leiðtoga sem hefur hugrekki og ákveðni til að knýja breytingar fram og nær til breiðs kjósendahóps í kosningunum í vor. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fylgi til að komast í meirihluta og út frá því þarf að velja leiðtoga. Ég býð mig fram, hef þá eiginleika sem þarf til að stýra verkefninu í höfn í þágu borgarbúa og óska eftir stuðningi til þess í komandi leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er borgarfulltrúi og frambjóðandi í leiðtogaprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar