Búsetu- og atvinnumál fatlaðra Ingvar Jónsson skrifar 2. janúar 2018 08:16 Á undanförnum árum hefur húsnæðisskortur í Reykjavík verið alvarlegt vandamál sem brýnt er að leysa úr með auknu lóðaframboði og uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Húsnæðisskorturinn hefur ekki hvað síst komið illa niður á fötluðum þar sem húsnæði er dýrt á almennum markaði. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að útvega fötluðum húsnæði við hæfi en því miður eru biðlistar langir með tilheyrandi frelsisskerðingu fatlaðra sem margir hverjir eru fastir í foreldrahúsum þrátt fyrir að vera komnir á fullorðinsaldur. Til þess að vaxa og þroskast er mikilvægt að standa á eigin fótum og að taka ábyrgð á eigin lífi. Við eigum öll rétt á því að taka okkar eigin ákvarðanir enda er það hluti af þroskaferli að geta sjálfur borið ábyrgð, þar er enginn munur á fötluðum og ófötluðum. Fatlað fólk er og verður alltaf hluti af samfélaginu og yfirvöldum ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fatlað fólk fái notið þess réttar síns að vera þátttakendur í samfélaginu. Sveitarfélögum ber skylda til þess að taka þessi mál föstum tökum, fara að lögum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Blessunarlega hefur þjóðarhagur vænkast mikið á síðustu árum þannig að aukið svigrúm hefur myndast til þess að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðum. Til þess að samfélag geti talist í fremstu röð þarf að búa svo um hnútana að allir fái möguleika á því að taka þátt í samfélaginu og fái tækifæri til þess að vaxa og þroskast. Þarna bera sveitarfélögin ríka ábyrgð. Tryggjum fötluðum réttindi sín og færum samfélagið skör ofar um leið. Á sama hátt er brýnt að huga sérstaklega að atvinnumálum fatlaðra. Vegna frekari framfara og tæknibyltingar munu miklar breytingar verða á vinnumarkaði. Slík tæknibylting mun þrengja að vinnumarkaði og útrýma störfum, ekki hvað síst þeim störfum sem fatlaðir hafa vel sinnt. Stjórnmálamönnum stendur næst að leysa úr því og finna úrræði við hæfi í atvinnumálum fatlaðra. Nú er rétti tíminn til að bregðast við, taka þessi mál föstum tökum og leysa þau af skynsemi þannig að raunverulegur árangur náist. Þetta er mikil áskorun. Leggjum okkur fram og færum samfélagið að þessum háleitu markmiðum.Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur húsnæðisskortur í Reykjavík verið alvarlegt vandamál sem brýnt er að leysa úr með auknu lóðaframboði og uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Húsnæðisskorturinn hefur ekki hvað síst komið illa niður á fötluðum þar sem húsnæði er dýrt á almennum markaði. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að útvega fötluðum húsnæði við hæfi en því miður eru biðlistar langir með tilheyrandi frelsisskerðingu fatlaðra sem margir hverjir eru fastir í foreldrahúsum þrátt fyrir að vera komnir á fullorðinsaldur. Til þess að vaxa og þroskast er mikilvægt að standa á eigin fótum og að taka ábyrgð á eigin lífi. Við eigum öll rétt á því að taka okkar eigin ákvarðanir enda er það hluti af þroskaferli að geta sjálfur borið ábyrgð, þar er enginn munur á fötluðum og ófötluðum. Fatlað fólk er og verður alltaf hluti af samfélaginu og yfirvöldum ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fatlað fólk fái notið þess réttar síns að vera þátttakendur í samfélaginu. Sveitarfélögum ber skylda til þess að taka þessi mál föstum tökum, fara að lögum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Blessunarlega hefur þjóðarhagur vænkast mikið á síðustu árum þannig að aukið svigrúm hefur myndast til þess að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðum. Til þess að samfélag geti talist í fremstu röð þarf að búa svo um hnútana að allir fái möguleika á því að taka þátt í samfélaginu og fái tækifæri til þess að vaxa og þroskast. Þarna bera sveitarfélögin ríka ábyrgð. Tryggjum fötluðum réttindi sín og færum samfélagið skör ofar um leið. Á sama hátt er brýnt að huga sérstaklega að atvinnumálum fatlaðra. Vegna frekari framfara og tæknibyltingar munu miklar breytingar verða á vinnumarkaði. Slík tæknibylting mun þrengja að vinnumarkaði og útrýma störfum, ekki hvað síst þeim störfum sem fatlaðir hafa vel sinnt. Stjórnmálamönnum stendur næst að leysa úr því og finna úrræði við hæfi í atvinnumálum fatlaðra. Nú er rétti tíminn til að bregðast við, taka þessi mál föstum tökum og leysa þau af skynsemi þannig að raunverulegur árangur náist. Þetta er mikil áskorun. Leggjum okkur fram og færum samfélagið að þessum háleitu markmiðum.Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar