Búsetu- og atvinnumál fatlaðra Ingvar Jónsson skrifar 2. janúar 2018 08:16 Á undanförnum árum hefur húsnæðisskortur í Reykjavík verið alvarlegt vandamál sem brýnt er að leysa úr með auknu lóðaframboði og uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Húsnæðisskorturinn hefur ekki hvað síst komið illa niður á fötluðum þar sem húsnæði er dýrt á almennum markaði. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að útvega fötluðum húsnæði við hæfi en því miður eru biðlistar langir með tilheyrandi frelsisskerðingu fatlaðra sem margir hverjir eru fastir í foreldrahúsum þrátt fyrir að vera komnir á fullorðinsaldur. Til þess að vaxa og þroskast er mikilvægt að standa á eigin fótum og að taka ábyrgð á eigin lífi. Við eigum öll rétt á því að taka okkar eigin ákvarðanir enda er það hluti af þroskaferli að geta sjálfur borið ábyrgð, þar er enginn munur á fötluðum og ófötluðum. Fatlað fólk er og verður alltaf hluti af samfélaginu og yfirvöldum ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fatlað fólk fái notið þess réttar síns að vera þátttakendur í samfélaginu. Sveitarfélögum ber skylda til þess að taka þessi mál föstum tökum, fara að lögum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Blessunarlega hefur þjóðarhagur vænkast mikið á síðustu árum þannig að aukið svigrúm hefur myndast til þess að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðum. Til þess að samfélag geti talist í fremstu röð þarf að búa svo um hnútana að allir fái möguleika á því að taka þátt í samfélaginu og fái tækifæri til þess að vaxa og þroskast. Þarna bera sveitarfélögin ríka ábyrgð. Tryggjum fötluðum réttindi sín og færum samfélagið skör ofar um leið. Á sama hátt er brýnt að huga sérstaklega að atvinnumálum fatlaðra. Vegna frekari framfara og tæknibyltingar munu miklar breytingar verða á vinnumarkaði. Slík tæknibylting mun þrengja að vinnumarkaði og útrýma störfum, ekki hvað síst þeim störfum sem fatlaðir hafa vel sinnt. Stjórnmálamönnum stendur næst að leysa úr því og finna úrræði við hæfi í atvinnumálum fatlaðra. Nú er rétti tíminn til að bregðast við, taka þessi mál föstum tökum og leysa þau af skynsemi þannig að raunverulegur árangur náist. Þetta er mikil áskorun. Leggjum okkur fram og færum samfélagið að þessum háleitu markmiðum.Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur húsnæðisskortur í Reykjavík verið alvarlegt vandamál sem brýnt er að leysa úr með auknu lóðaframboði og uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Húsnæðisskorturinn hefur ekki hvað síst komið illa niður á fötluðum þar sem húsnæði er dýrt á almennum markaði. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að útvega fötluðum húsnæði við hæfi en því miður eru biðlistar langir með tilheyrandi frelsisskerðingu fatlaðra sem margir hverjir eru fastir í foreldrahúsum þrátt fyrir að vera komnir á fullorðinsaldur. Til þess að vaxa og þroskast er mikilvægt að standa á eigin fótum og að taka ábyrgð á eigin lífi. Við eigum öll rétt á því að taka okkar eigin ákvarðanir enda er það hluti af þroskaferli að geta sjálfur borið ábyrgð, þar er enginn munur á fötluðum og ófötluðum. Fatlað fólk er og verður alltaf hluti af samfélaginu og yfirvöldum ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fatlað fólk fái notið þess réttar síns að vera þátttakendur í samfélaginu. Sveitarfélögum ber skylda til þess að taka þessi mál föstum tökum, fara að lögum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Blessunarlega hefur þjóðarhagur vænkast mikið á síðustu árum þannig að aukið svigrúm hefur myndast til þess að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðum. Til þess að samfélag geti talist í fremstu röð þarf að búa svo um hnútana að allir fái möguleika á því að taka þátt í samfélaginu og fái tækifæri til þess að vaxa og þroskast. Þarna bera sveitarfélögin ríka ábyrgð. Tryggjum fötluðum réttindi sín og færum samfélagið skör ofar um leið. Á sama hátt er brýnt að huga sérstaklega að atvinnumálum fatlaðra. Vegna frekari framfara og tæknibyltingar munu miklar breytingar verða á vinnumarkaði. Slík tæknibylting mun þrengja að vinnumarkaði og útrýma störfum, ekki hvað síst þeim störfum sem fatlaðir hafa vel sinnt. Stjórnmálamönnum stendur næst að leysa úr því og finna úrræði við hæfi í atvinnumálum fatlaðra. Nú er rétti tíminn til að bregðast við, taka þessi mál föstum tökum og leysa þau af skynsemi þannig að raunverulegur árangur náist. Þetta er mikil áskorun. Leggjum okkur fram og færum samfélagið að þessum háleitu markmiðum.Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar