Búsetu- og atvinnumál fatlaðra Ingvar Jónsson skrifar 2. janúar 2018 08:16 Á undanförnum árum hefur húsnæðisskortur í Reykjavík verið alvarlegt vandamál sem brýnt er að leysa úr með auknu lóðaframboði og uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Húsnæðisskorturinn hefur ekki hvað síst komið illa niður á fötluðum þar sem húsnæði er dýrt á almennum markaði. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að útvega fötluðum húsnæði við hæfi en því miður eru biðlistar langir með tilheyrandi frelsisskerðingu fatlaðra sem margir hverjir eru fastir í foreldrahúsum þrátt fyrir að vera komnir á fullorðinsaldur. Til þess að vaxa og þroskast er mikilvægt að standa á eigin fótum og að taka ábyrgð á eigin lífi. Við eigum öll rétt á því að taka okkar eigin ákvarðanir enda er það hluti af þroskaferli að geta sjálfur borið ábyrgð, þar er enginn munur á fötluðum og ófötluðum. Fatlað fólk er og verður alltaf hluti af samfélaginu og yfirvöldum ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fatlað fólk fái notið þess réttar síns að vera þátttakendur í samfélaginu. Sveitarfélögum ber skylda til þess að taka þessi mál föstum tökum, fara að lögum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Blessunarlega hefur þjóðarhagur vænkast mikið á síðustu árum þannig að aukið svigrúm hefur myndast til þess að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðum. Til þess að samfélag geti talist í fremstu röð þarf að búa svo um hnútana að allir fái möguleika á því að taka þátt í samfélaginu og fái tækifæri til þess að vaxa og þroskast. Þarna bera sveitarfélögin ríka ábyrgð. Tryggjum fötluðum réttindi sín og færum samfélagið skör ofar um leið. Á sama hátt er brýnt að huga sérstaklega að atvinnumálum fatlaðra. Vegna frekari framfara og tæknibyltingar munu miklar breytingar verða á vinnumarkaði. Slík tæknibylting mun þrengja að vinnumarkaði og útrýma störfum, ekki hvað síst þeim störfum sem fatlaðir hafa vel sinnt. Stjórnmálamönnum stendur næst að leysa úr því og finna úrræði við hæfi í atvinnumálum fatlaðra. Nú er rétti tíminn til að bregðast við, taka þessi mál föstum tökum og leysa þau af skynsemi þannig að raunverulegur árangur náist. Þetta er mikil áskorun. Leggjum okkur fram og færum samfélagið að þessum háleitu markmiðum.Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur húsnæðisskortur í Reykjavík verið alvarlegt vandamál sem brýnt er að leysa úr með auknu lóðaframboði og uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Húsnæðisskorturinn hefur ekki hvað síst komið illa niður á fötluðum þar sem húsnæði er dýrt á almennum markaði. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að útvega fötluðum húsnæði við hæfi en því miður eru biðlistar langir með tilheyrandi frelsisskerðingu fatlaðra sem margir hverjir eru fastir í foreldrahúsum þrátt fyrir að vera komnir á fullorðinsaldur. Til þess að vaxa og þroskast er mikilvægt að standa á eigin fótum og að taka ábyrgð á eigin lífi. Við eigum öll rétt á því að taka okkar eigin ákvarðanir enda er það hluti af þroskaferli að geta sjálfur borið ábyrgð, þar er enginn munur á fötluðum og ófötluðum. Fatlað fólk er og verður alltaf hluti af samfélaginu og yfirvöldum ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fatlað fólk fái notið þess réttar síns að vera þátttakendur í samfélaginu. Sveitarfélögum ber skylda til þess að taka þessi mál föstum tökum, fara að lögum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Blessunarlega hefur þjóðarhagur vænkast mikið á síðustu árum þannig að aukið svigrúm hefur myndast til þess að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðum. Til þess að samfélag geti talist í fremstu röð þarf að búa svo um hnútana að allir fái möguleika á því að taka þátt í samfélaginu og fái tækifæri til þess að vaxa og þroskast. Þarna bera sveitarfélögin ríka ábyrgð. Tryggjum fötluðum réttindi sín og færum samfélagið skör ofar um leið. Á sama hátt er brýnt að huga sérstaklega að atvinnumálum fatlaðra. Vegna frekari framfara og tæknibyltingar munu miklar breytingar verða á vinnumarkaði. Slík tæknibylting mun þrengja að vinnumarkaði og útrýma störfum, ekki hvað síst þeim störfum sem fatlaðir hafa vel sinnt. Stjórnmálamönnum stendur næst að leysa úr því og finna úrræði við hæfi í atvinnumálum fatlaðra. Nú er rétti tíminn til að bregðast við, taka þessi mál föstum tökum og leysa þau af skynsemi þannig að raunverulegur árangur náist. Þetta er mikil áskorun. Leggjum okkur fram og færum samfélagið að þessum háleitu markmiðum.Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar