Búsetu- og atvinnumál fatlaðra Ingvar Jónsson skrifar 2. janúar 2018 08:16 Á undanförnum árum hefur húsnæðisskortur í Reykjavík verið alvarlegt vandamál sem brýnt er að leysa úr með auknu lóðaframboði og uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Húsnæðisskorturinn hefur ekki hvað síst komið illa niður á fötluðum þar sem húsnæði er dýrt á almennum markaði. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að útvega fötluðum húsnæði við hæfi en því miður eru biðlistar langir með tilheyrandi frelsisskerðingu fatlaðra sem margir hverjir eru fastir í foreldrahúsum þrátt fyrir að vera komnir á fullorðinsaldur. Til þess að vaxa og þroskast er mikilvægt að standa á eigin fótum og að taka ábyrgð á eigin lífi. Við eigum öll rétt á því að taka okkar eigin ákvarðanir enda er það hluti af þroskaferli að geta sjálfur borið ábyrgð, þar er enginn munur á fötluðum og ófötluðum. Fatlað fólk er og verður alltaf hluti af samfélaginu og yfirvöldum ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fatlað fólk fái notið þess réttar síns að vera þátttakendur í samfélaginu. Sveitarfélögum ber skylda til þess að taka þessi mál föstum tökum, fara að lögum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Blessunarlega hefur þjóðarhagur vænkast mikið á síðustu árum þannig að aukið svigrúm hefur myndast til þess að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðum. Til þess að samfélag geti talist í fremstu röð þarf að búa svo um hnútana að allir fái möguleika á því að taka þátt í samfélaginu og fái tækifæri til þess að vaxa og þroskast. Þarna bera sveitarfélögin ríka ábyrgð. Tryggjum fötluðum réttindi sín og færum samfélagið skör ofar um leið. Á sama hátt er brýnt að huga sérstaklega að atvinnumálum fatlaðra. Vegna frekari framfara og tæknibyltingar munu miklar breytingar verða á vinnumarkaði. Slík tæknibylting mun þrengja að vinnumarkaði og útrýma störfum, ekki hvað síst þeim störfum sem fatlaðir hafa vel sinnt. Stjórnmálamönnum stendur næst að leysa úr því og finna úrræði við hæfi í atvinnumálum fatlaðra. Nú er rétti tíminn til að bregðast við, taka þessi mál föstum tökum og leysa þau af skynsemi þannig að raunverulegur árangur náist. Þetta er mikil áskorun. Leggjum okkur fram og færum samfélagið að þessum háleitu markmiðum.Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur húsnæðisskortur í Reykjavík verið alvarlegt vandamál sem brýnt er að leysa úr með auknu lóðaframboði og uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Húsnæðisskorturinn hefur ekki hvað síst komið illa niður á fötluðum þar sem húsnæði er dýrt á almennum markaði. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að útvega fötluðum húsnæði við hæfi en því miður eru biðlistar langir með tilheyrandi frelsisskerðingu fatlaðra sem margir hverjir eru fastir í foreldrahúsum þrátt fyrir að vera komnir á fullorðinsaldur. Til þess að vaxa og þroskast er mikilvægt að standa á eigin fótum og að taka ábyrgð á eigin lífi. Við eigum öll rétt á því að taka okkar eigin ákvarðanir enda er það hluti af þroskaferli að geta sjálfur borið ábyrgð, þar er enginn munur á fötluðum og ófötluðum. Fatlað fólk er og verður alltaf hluti af samfélaginu og yfirvöldum ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fatlað fólk fái notið þess réttar síns að vera þátttakendur í samfélaginu. Sveitarfélögum ber skylda til þess að taka þessi mál föstum tökum, fara að lögum og standa við alþjóðlegar skuldbindingar. Blessunarlega hefur þjóðarhagur vænkast mikið á síðustu árum þannig að aukið svigrúm hefur myndast til þess að standa við skuldbindingar gagnvart fötluðum. Til þess að samfélag geti talist í fremstu röð þarf að búa svo um hnútana að allir fái möguleika á því að taka þátt í samfélaginu og fái tækifæri til þess að vaxa og þroskast. Þarna bera sveitarfélögin ríka ábyrgð. Tryggjum fötluðum réttindi sín og færum samfélagið skör ofar um leið. Á sama hátt er brýnt að huga sérstaklega að atvinnumálum fatlaðra. Vegna frekari framfara og tæknibyltingar munu miklar breytingar verða á vinnumarkaði. Slík tæknibylting mun þrengja að vinnumarkaði og útrýma störfum, ekki hvað síst þeim störfum sem fatlaðir hafa vel sinnt. Stjórnmálamönnum stendur næst að leysa úr því og finna úrræði við hæfi í atvinnumálum fatlaðra. Nú er rétti tíminn til að bregðast við, taka þessi mál föstum tökum og leysa þau af skynsemi þannig að raunverulegur árangur náist. Þetta er mikil áskorun. Leggjum okkur fram og færum samfélagið að þessum háleitu markmiðum.Höfundur er flugstjóri, fyrrverandi varaþingmaður og varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun