Fjármögnun læknanáms Dagbjört Guðjohnsen Guðbrandsdóttir skrifar 2. janúar 2018 11:41 Dagbjört Guðjohnsen Guðbrandsdóttir er 27 ára læknanemi á sínu fimmta ári við University of Debrecen í Ungverjalandi, ásamt því að vera formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi (FÍLU). University of Debrecen í Ungverjalandi hefur brautskráð íslenska læknanema frá árinu 2003 og er því mikil reynsla af læknanemum þaðan, en í dag stunda 87 íslenskir nemendur nám við skólann á öllum 6 árunum. Það dýrmætasta sem ég hef í mínum höndum er mín menntun og skólaganga erlendis. Lærdómurinn í skólanum og veganestið inn í lífið hefur verið mér ómetanlegt við University of Debrecen í Ungverjalandi. Að hugsa til þess að þetta gæti heyrt sögunni til og að Íslendingar gætu aðeins látið sig dreyma um að mennta sig erlendis í því námi sem þau kjósa, nema að hafa góðan fjárhagslegan stuðning, er mér mikil vonbrigði. Staðan í þjóðfélaginu í dag er einfaldlega sú að Háskóli Íslands annar ekki eftirspurn eftir læknum á Íslandi vegna takmörkunar á inntöku nýnema í grunnnám og sökum þess að læknar skila sér ekki allir heim eftir sérnám erlendis. Í dag stunda 145 íslenskir nemendur grunnnám í læknisfræði við háskólana í Slóvakíu og Ungverjalandi, en einnig eru 25-30 íslenskir nemendur í öðrum löndum samkvæmt skrá hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Það er því ekki skrýtið að Landspítalinn og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafi sent fulltrúa sína á fund íslenskra læknanema bæði í Slóvakíu og Ungverjalandi til þess að kynna fyrir þeim starfsumhverfið á Íslandi og að hvetja þá til að koma heim að námi loknu. Það skýtur hins vegar skökku við að íslenskir læknanemar í námi erlendis skuli ekki njóta sömu eða svipaðra styrkja til náms líkt og kollegar þeirra á Íslandi. Í Háskóla Íslands kostar hver læknanemi um það bil 1,8 milljónir króna á ári. Það má því segja að hver læknanemi sé styrktur um þessa fjárhæð árlega í fjárlögum í gegnum framlög ríkisins til Háskóla Íslands. Íslenskir læknanemar í námi erlendis, til dæmis í Ungverjalandi, borga sín skólagjöld sem nema um 1,8 milljónir króna á ári. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) lánar íslenskum læknanemum í grunnnámi erlendis vegna skólagjalda að hámarki EUR 40.000, sem er 53% af heildar skólagjöldum sem íslenskir læknanemar greiða við University of Debrecen í Ungverjalandi. Þessi lán eru verðtryggð með 1% raunvöxtum sem er um það bil helmings niðurgreiðsla á vöxtum, þar sem ríkið getur fjármagnað sig á rúmlega 2% verðtryggðum vöxtum á skuldabréfamarkaði á Íslandi. Dagbjört er 27 árs læknanemi á fimmta ári við University of Debrecen í Ungverjalandi.Ef gert er ráð fyrir að um 80% þeirra íslensku læknanema sem nú eru í grunnnámi erlendis komi heim til starfa á Íslandi að námi loknu, þá blasir við að fyrrgreindir nemendur hafa sparað ríkissjóð Íslands u.þ.b. 1.900 milljónir króna yfir 6 ára tímabil, til samanburðar við að ríkið hefði kostað nám þeirra við Háskóla Íslands í formi fjárframlaga sem miðast við hvern nemenda. Frá ofangreindri tölu, 1.900 milljónum króna, má síðan draga kostnað ríkisins að fjárhæð 100 milljónir króna vegna 1% vaxtaniðurgreiðslu á EUR 40.000 fyrir hvern nemanda í um það bil 10 ár (meðalendurgreiðslutími), ef við gefum okkur að um 170 nemendur í grunnnámi í læknisfræði taki lán vegna skólagjalda í 6 ár. Hins vegar verða íslenskir læknanemar sem stunda nám erlendis að greiða um 47% skólagjalda úr eigin vasa, oftast með lántökum á markaðsvöxtum hjá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum, ef miðað er við skólagjöld þeirra nemenda sem byrjuðu nú í haust 2017. Til viðbótar við þá erfiðleika sem íslenskir læknanemendur erlendis glíma við varðandi skólagjöld sín og fjármögnun þess, þá hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) verulega skert framfærslulán námsmanna á undanförnum árum. Þessar skerðingar virðast í mörgum tilfellum vera byggðar á illa ígrundaðri vinnu. Afleiðingin af öllu ofangreindu er að mun færri Íslendingar skrá sig nú í læknanám erlendis vegna ótta um að geta ekki fjármagnað nám sitt eða verða að hrökklast úr námi á miðjum námstíma. Ég geri þá tillögu til íslenskra stjórnmálamanna, sem meðal annars bera ábyrgð á framtíðar stefnumótun íslenska heilbrigðiskerfisins, að þeir beiti sér fyrir því að útlánsreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) sé breytt, þannig að íslenskum læknanemum verði lánað fyrir öllum skólagjöldum sem þeir þurfa að greiða yfir 6 ára námstímabil. Jafnframt legg ég til að þeir íslensku læknar sem hafa menntað sig erlendis og greitt gríðarlegar fjárhæðir í skólagjöld, verði gert mögulegt að fá hluta þess kostnaðar endurgreiddan frá ríkinu ef þeir ákveða að koma til starfa innan íslenska heilbrigiðiskerfisins. Þessi endurgreiðsla gæti dreifst yfir mörg ár og verið í formi skattaafsláttar, en nýttist eingöngu þeim einstaklingum sem störfuðu á Íslandi. Það felast mikil verðmæti í því fyrir íslenskt samfélag að til staðar sé öflug kennslu- og rannsóknarstarfsemi í læknavísindum á Íslandi. Þeirri umræðu á hins vegar ekki að blanda saman við það sem hér er verið að fjalla um, það er að segja þá staðreynd að íslenska ríkið hefur í raun úthýst háskólanámi í læknisfræði til háskóla erlendis á kostnað námsmanna. Fyrirtæki hafa mörg þann möguleika á að úthýsa verkefnum til annarra fyrirtækja, en það er aldrei ókeypis og því fylgir ávallt kostnaður. Sumir halda því fram að með veitingu námslána sé ríkið að styrkja fólk til náms í formi niðurgreiðslu vaxta, en til þess sjónarmiðs hef ég tekið tillit til í umfjöllun minni hér að ofan. Mikilvægust er þó sú staðreynd að íslensk verðtryggð námslán eru ekki styrkir heldur lán sem þarf að greiða verðtryggð til baka með vöxtum. Það ætti því ekki að refsa eða gera erfiðara fyrir þeim sem að sækja nám erlendis, því hagur íslenska atvinnulífsins er aukinn til muna - og þar helst í heilbrigðiskerfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Dagbjört Guðjohnsen Guðbrandsdóttir er 27 ára læknanemi á sínu fimmta ári við University of Debrecen í Ungverjalandi, ásamt því að vera formaður Félags íslenskra læknanema í Ungverjalandi (FÍLU). University of Debrecen í Ungverjalandi hefur brautskráð íslenska læknanema frá árinu 2003 og er því mikil reynsla af læknanemum þaðan, en í dag stunda 87 íslenskir nemendur nám við skólann á öllum 6 árunum. Það dýrmætasta sem ég hef í mínum höndum er mín menntun og skólaganga erlendis. Lærdómurinn í skólanum og veganestið inn í lífið hefur verið mér ómetanlegt við University of Debrecen í Ungverjalandi. Að hugsa til þess að þetta gæti heyrt sögunni til og að Íslendingar gætu aðeins látið sig dreyma um að mennta sig erlendis í því námi sem þau kjósa, nema að hafa góðan fjárhagslegan stuðning, er mér mikil vonbrigði. Staðan í þjóðfélaginu í dag er einfaldlega sú að Háskóli Íslands annar ekki eftirspurn eftir læknum á Íslandi vegna takmörkunar á inntöku nýnema í grunnnám og sökum þess að læknar skila sér ekki allir heim eftir sérnám erlendis. Í dag stunda 145 íslenskir nemendur grunnnám í læknisfræði við háskólana í Slóvakíu og Ungverjalandi, en einnig eru 25-30 íslenskir nemendur í öðrum löndum samkvæmt skrá hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna (LÍN). Það er því ekki skrýtið að Landspítalinn og heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni hafi sent fulltrúa sína á fund íslenskra læknanema bæði í Slóvakíu og Ungverjalandi til þess að kynna fyrir þeim starfsumhverfið á Íslandi og að hvetja þá til að koma heim að námi loknu. Það skýtur hins vegar skökku við að íslenskir læknanemar í námi erlendis skuli ekki njóta sömu eða svipaðra styrkja til náms líkt og kollegar þeirra á Íslandi. Í Háskóla Íslands kostar hver læknanemi um það bil 1,8 milljónir króna á ári. Það má því segja að hver læknanemi sé styrktur um þessa fjárhæð árlega í fjárlögum í gegnum framlög ríkisins til Háskóla Íslands. Íslenskir læknanemar í námi erlendis, til dæmis í Ungverjalandi, borga sín skólagjöld sem nema um 1,8 milljónir króna á ári. Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) lánar íslenskum læknanemum í grunnnámi erlendis vegna skólagjalda að hámarki EUR 40.000, sem er 53% af heildar skólagjöldum sem íslenskir læknanemar greiða við University of Debrecen í Ungverjalandi. Þessi lán eru verðtryggð með 1% raunvöxtum sem er um það bil helmings niðurgreiðsla á vöxtum, þar sem ríkið getur fjármagnað sig á rúmlega 2% verðtryggðum vöxtum á skuldabréfamarkaði á Íslandi. Dagbjört er 27 árs læknanemi á fimmta ári við University of Debrecen í Ungverjalandi.Ef gert er ráð fyrir að um 80% þeirra íslensku læknanema sem nú eru í grunnnámi erlendis komi heim til starfa á Íslandi að námi loknu, þá blasir við að fyrrgreindir nemendur hafa sparað ríkissjóð Íslands u.þ.b. 1.900 milljónir króna yfir 6 ára tímabil, til samanburðar við að ríkið hefði kostað nám þeirra við Háskóla Íslands í formi fjárframlaga sem miðast við hvern nemenda. Frá ofangreindri tölu, 1.900 milljónum króna, má síðan draga kostnað ríkisins að fjárhæð 100 milljónir króna vegna 1% vaxtaniðurgreiðslu á EUR 40.000 fyrir hvern nemanda í um það bil 10 ár (meðalendurgreiðslutími), ef við gefum okkur að um 170 nemendur í grunnnámi í læknisfræði taki lán vegna skólagjalda í 6 ár. Hins vegar verða íslenskir læknanemar sem stunda nám erlendis að greiða um 47% skólagjalda úr eigin vasa, oftast með lántökum á markaðsvöxtum hjá bönkum eða öðrum fjármálastofnunum, ef miðað er við skólagjöld þeirra nemenda sem byrjuðu nú í haust 2017. Til viðbótar við þá erfiðleika sem íslenskir læknanemendur erlendis glíma við varðandi skólagjöld sín og fjármögnun þess, þá hefur Lánasjóður íslenskra námsmanna (LÍN) verulega skert framfærslulán námsmanna á undanförnum árum. Þessar skerðingar virðast í mörgum tilfellum vera byggðar á illa ígrundaðri vinnu. Afleiðingin af öllu ofangreindu er að mun færri Íslendingar skrá sig nú í læknanám erlendis vegna ótta um að geta ekki fjármagnað nám sitt eða verða að hrökklast úr námi á miðjum námstíma. Ég geri þá tillögu til íslenskra stjórnmálamanna, sem meðal annars bera ábyrgð á framtíðar stefnumótun íslenska heilbrigðiskerfisins, að þeir beiti sér fyrir því að útlánsreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) sé breytt, þannig að íslenskum læknanemum verði lánað fyrir öllum skólagjöldum sem þeir þurfa að greiða yfir 6 ára námstímabil. Jafnframt legg ég til að þeir íslensku læknar sem hafa menntað sig erlendis og greitt gríðarlegar fjárhæðir í skólagjöld, verði gert mögulegt að fá hluta þess kostnaðar endurgreiddan frá ríkinu ef þeir ákveða að koma til starfa innan íslenska heilbrigiðiskerfisins. Þessi endurgreiðsla gæti dreifst yfir mörg ár og verið í formi skattaafsláttar, en nýttist eingöngu þeim einstaklingum sem störfuðu á Íslandi. Það felast mikil verðmæti í því fyrir íslenskt samfélag að til staðar sé öflug kennslu- og rannsóknarstarfsemi í læknavísindum á Íslandi. Þeirri umræðu á hins vegar ekki að blanda saman við það sem hér er verið að fjalla um, það er að segja þá staðreynd að íslenska ríkið hefur í raun úthýst háskólanámi í læknisfræði til háskóla erlendis á kostnað námsmanna. Fyrirtæki hafa mörg þann möguleika á að úthýsa verkefnum til annarra fyrirtækja, en það er aldrei ókeypis og því fylgir ávallt kostnaður. Sumir halda því fram að með veitingu námslána sé ríkið að styrkja fólk til náms í formi niðurgreiðslu vaxta, en til þess sjónarmiðs hef ég tekið tillit til í umfjöllun minni hér að ofan. Mikilvægust er þó sú staðreynd að íslensk verðtryggð námslán eru ekki styrkir heldur lán sem þarf að greiða verðtryggð til baka með vöxtum. Það ætti því ekki að refsa eða gera erfiðara fyrir þeim sem að sækja nám erlendis, því hagur íslenska atvinnulífsins er aukinn til muna - og þar helst í heilbrigðiskerfinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar